Íslendingaþættir Tímans - 16.12.1981, Síða 11
fiskinum. Þaö kom ekkert i hlut Stefaniu.
Móöir hennar skuldaði og þangaö fóru
vinnulaunin hennar.
Skólaganga Stefaniu var aöeins partur
úr einum vetri. Hún var á Gvendarstöðum
hjá ömmu bræöranna sem þar búa núna
og kenndi hún börnunum sem voru 4.
Stefaniu sóttist námiö vel. Hún haföi
fallega rithönd og las allt sem hún náöi i.
Hún var hafstjór af sálmum og kvæöum
og kunni lög við allt. Þennan vetur fengu
þau aö vera i skemmu viö Innri-Voga. Þó
aö illa færi með kjólakaupin, átti Stefanla
ánægjulegan fermingardag. Þorbjörg
Þorláksdóttir lánaði henni peysufötin af
dottur sinni og gerði Stefaniu daginn
ógleymanlegan.
Þetta sumar fór hún til Akureyrar og
réöi sig hjá séra Matthiasi Jochumssyni
og dætrum hans, að ráöi Björglinar systur
sinnar sem vann hjá Vigfúsi vert á Akur-
yri. Þarna var gott aö vera og dætur
Matthiasar voru henni sem bestu systur
og mátu það mikils hve hún hafði ljúfa og
létta lund. Veran þar gat þó ekki oröiö
eins löng og til stóö þvi.Signý móöir
hennar varð veik og Stefania varð aö fara
heim og annast hana. Stuttu eftir að
Stefania varð 15 ára andaðist móðir
hennar eftir þunga legu. Þá var Stefania
ein meö litla bróður sinn hjá henni. Þegar
náöst hafði i lækninn vlsaði hann Stefaniu
út til þess aö útvega einhvern til þess aö
vaka yfir likinu um nóttina.
Hún gekk hús úr húsi i þorpinu, þaö
voru þung spor, en fékk alltaf sama
svariö. En þaö var ,,nei”. Fólkið hefur
vafalaust haldið að þetta væri smitnæmur
sjúkdómur. Um nóttina vakti hún ein yfir
likinu. Strax eftir jarðarförina uröu þau
aö vikja frá Innri-Vogum. Faöir hennar
lést háaldraöur og hafði þá verið blindur i
20 ár.
Nú tók Þorbjörg Þorláksdóttir, kona
hótelhaldarans á Vopnafiröi, Stefaniu til
sin. Sú góöa kona mátti ekkert aumt sjá
og vildi öllum hjálpa. Hún tók nú Stefaniu
meö sér til þess aö vitja um fátækt,
gamalt og sjúkt fólk sem viöa lá i kör. Það
breytti engu hver átti i hlut eöa hver
sjúkdómurinn var, en þá voru viöa berkl-
ar. Til þess aö verjast smitnæmum
sjúkdómum þá lét hún Stefaniu setja
kamfórustein undir tunguna og tjörukaöal
á bringuna. Þorbjörg þvoði sjálf sjúkling-
unum og þreif rúmin, gaf siöan fólkinu aö
boröa en Stefania rétti henni hjálparhönd,
þreif siöan gólfin og skúraöi allt. Gólfin
litu heldur illa út þvi viöa voru hrákar.
Þegar heim kom urðu þær að fara úr
öllum fötum frammi i afhýsi og þvo sér úr
vatni blönduöu kreosoti eða karbólsýru.
Þarna sá Stefania i fyrsta sinn stofublóm,
það voru alla vega litlar Pelagóniur og
Fussiur eöa Kristblóödropar. Blómin
haföi Þorbjörg fengið send sem vinargjöf
frá fólkinu sem bjargaðist af Kong
Tryggva, er hann strandaði og sökk og
Þorbjörg hafði hjúkraö.
islendingaþættir
Vorið 1909 þá réöi Þorbjörg hana aö
Viöidal á Fjöllum og 5. april sótti Jó-
hannes bóndi hana niður á Vopnafjörð.
Stefania minntist þess alltaf eins og þaö
hefði gerst igær. Það var glaöa sólskin og
hvit fannbreiða svo langt sem augaö
eygöi. Hún sat dúöuö á sleöanum og horföi
út yfir fannbreiöuna þar til hana verkjaði
i augun.
Fólkið sagöi henni siðar aö þaö heföi
mátt teljast kraftaverk aö hún skyldiekki
blindast af snjóbirtu. Þau voru 3 daga á
leiðinni, gistu fyrst á Arnarvatni hjá Jóni
bónda. Loksins 7.4. voru þau komin á
leiðarenda. Þar var allt svo gjörólikt þvi
sem að hún haföi vanist. Enginn snjór,
aðeins áin sem rann þarna skammt frá
bænum. Maturinn var lika ólikur, þvi
þarna var alltaf kjöt og ef náöist i fisk, þá
var hann hafður á sunnudögum til
hátiöarbrigöa. 90 ær voru I kvium, þarna
var þvi alltaf nóg af smjöri, ostum, skyri
og sauðaþykkni. Aöeins ein kýr var I fjósi
svo að börnin gætu fengið mjólk aö
drekka. Þarna var þvi alltaf nóg að borða,
það eitt var nýtt fyrir Stefaniu, reyndar
fannst henni vera sin á fjöllunum ævintýri
likust. En hún átti eftir aö fara aftur til
Þorbjargar og vinna fyrri störf, hún
hvatti lfka Stefaniu til þess að læra
hjúkrun er hún haföi aldur til, þar sem
hún hafði allt til brunns aö bera sem til
þyrfti, skapfestu, alúö og hraustan
likama.
Næst lá leiö Stefaniu að Fagradal i
Vopnafiröi til Sveins Jónssonar og Ingi-
leifar Jónsdóttur. Þetta var myndar-
heimili. Þar var mikil selveiöi og var
hann notaöur nýr, saltaður og reyktur til
matar. Allt var hirt og úr selsblóðinu var
búiö til slátur og notaöur kindamör, þetta
þótti ljúfmeti. Sem meömæli meö
Stefaniu má telja þaö aö Ingileif eftirlét
Kristbjörgu dóttur sinni, konu Þórhalls
verslunarstjóra á Djúpavogi Stefaniu,
og var það i fyrsta skipti sem hún var
ráðin upp á kaup. Þarna opnaöist nýr
heimur fyrir henni, sem kom úr fásinninu
úr sveitinni. Hún var nú orðin falleg
stúlka full af fjöri og gáska. A Djúpavogi
var mikiö dansaö og sungið og þar naut
Stefania sin. Hún haföi fallega söngrödd
og kunni þessi ósköp af ljóöum. Hún var
létt á fæti og eins og fædd til þess að svifa
um og dansa. Aldrei fann hún til þreytu i
fótunum þó komin væri fast að niræöu.
1914 réöi hún sig aö Búlandsnesi til
læknishjónanna Ólafs Thorlaciusar og
Ragnhildar. Þaö var haft á orði aö hún
væri svo létt á fæti aö ef gest bar aö garöi
og kaffilaust var þá setti hún ketilinn yfir,
hljóp út i kaupstað og var komin aftur
áöur en sauö á katlinum. Þetta er þó
drjúgur spotti. Hún var svo notaleg viö
gömlu konurnar, mæöur húsbændanna,
aö þær vildu ekki aöra stúlku en hana sér
til hjálpar. Yngsti sonur hjónanna, Birgiri
átti oft erfitt meö svefn á nóttunni, þá
taldi Stefania ekki eftir sér að ganga meö
hann um gólf klukkustundum saman.
Aldrei sagöist hún hafa átt betri húsbænd-
ur en læknishjónin.
Þegar Stefania var I húsi verslunar-
stjórans skall heimstyrjöldin á og
þaö voru blikur á lofti. Þar kynntist hún
ungum manni sem vann viö verslunina,
Birni Jónssyni frá Strýtu (bróöur Rik-
haröar myndskera). Hugir þeirra stóöu
saman, en örlögin slitu tengslin og einn
vordag 1915 stóð Stefania á skipsfjöl og
var feröinni heitiö norður á Langanes.
Hún var mjög sjóveik og döpur i bragöi.
Þarna á skipinu kynntist hún góöum hjón-
um, Sigurjóni Björnssyni húsasmið og
Indiönu konu hans, sem hlynntu að henni
á allan hátt og tóku hana siðan meö sér til
gistingar, þegar i land á Þórshöfn kom.
Eftir góöa næturhvild var haldið áfram og
var feröinni heitiö út á Skála, en þar var
þá útgeröarpláss og þegar best lét 600
manns á vertiðum og mikiö um Fær-
eyinga. Þarna átti Stefania bróöur, Þor-
vald Kristjánsson þurrabúðarmann,kona
hans var Hallbjörg Danielsdóttir. Þaö var
eins og forsjónin heföi sent Stefaniu þessi
blessuð hjón, Sigurjón og Indiönu, þvi
þeirra ferö var lika heitiö út aö Skálum,
Stefania var þvi ekki ein eða einmana þaö
sem eftir var leiðarinnar.
Sunnan viö lækinn sem kemur frá
brekkubrún og rennur til sjávar, stóð
bústaöur er nefndur var Betlehem, af
sumum, og átti eftir að veröa heimili
Stefaniu um tima. Þarna var þeim öllum
tekið af ástúð og hlýju. Stefania sem hafði
ekki átt fjölskyldu frá þvi aö móöir
hennar dó, var hamingjusöm hjá bróður
sinum og þessu elskulega fólki, sem vildi
allt fyrir hana gera sem i þess valdi stóö.
Svo var það einn sólskinsdag i júli aö
Stefania ól sveinbarn, það var vafið reif-
um, ólaugað og borið út i gripahús og lagt
i jötu. Tildrögin voru þau að kveikt haföi
verið upp i eina eldfærinu á bænum til
þess að hita laugarvatnið, en vindáttin
var ekki hagstæö svo það sló án afláts of-
an ieldavélina, svoekki sasthanda sinna
skil og erfittvar að ná andanum. Þaö varö
þvi að bera allan eld út til þess að bjarga
barni og móður sem enn átti eftiraö losna
við fylgjuna og gera til góða. Þegar allt
hafði verið hreinsað og þvegið var litli
drengurinn sótturút, laugaður og færöur i
fót af litilli frænku sinni, dóttur Höllu og
Þorvaldar. Þarna leið Stefaniu vel en hún
ætlaöi sér aö veröa sjálfstæð og vinna fyr-
ir sinu barni. Hún réð sig vinnukonu aö
Hliö á Langanesi fyrir 40 kr. yfir áriö.
HUsbændur voru Björg Sigurðardóttir
og Hjörtur Daviðsson. Börn þeirra voru
Hólmfriður Soley rithöfundur, Hermann
kennari, Þóröur skósmiöur og Sigriöur
hjúkrunarkona. Þarna rifjuðust upp fyrir
Stefaniu ráð Þorbjargar um hjúkrunar-
námið.
Stefania segiriminningum sinum. „Svo
var þaö einn dag aö við fréttum að bjarn-
dýr heföi komið i' Eldja'msstaöi sem er
11