Íslendingaþættir Tímans - 16.12.1981, Blaðsíða 6

Íslendingaþættir Tímans - 16.12.1981, Blaðsíða 6
Eyjólfur Hallfreðsson Bakka í Geiradalshreppi F. 13. júli 1907 D. 30. okt. 1981. Eyjólfur Hallfreðsson, Bakka i Geira- dalshreppi er látinn. Hann var jarðsettúr i heimabyggð sinni að Garpsdal 7. nóvemb- er s.l. Eyjólfur var fæddur 13. júli áriö 1907, sonur hjónanna Hallfreös Eyjólfssonar og Kristrúnar Jónsdóttur er bjuggu á Bakka. Eyjólfur var næst elstur systkina sinna en alls voru börnin sex er upp komust, þvi kom það snemma I hans hlut að vinna i þágu heimilisins. Jörðin var fremur lftil og ræktun skammt á veg komin, bú- stofninn gat þvi ekki veriö stór. A fyrri hluta aldarinnar var fátækt al- menn hjá islenskum bændum, þvi varö ekki komist hjá að vinna oft langan vinnu- kraftarnir fóru aö þverra, hélt Oddur kyrru fyrir á heimili sinu. Lifði hann þá i skjóli og umsjá barna sinna og barna- barna.sem ölleru búsettsyðra, aðallega i Reykjavik. Hann var lengst af heilsu- góður, en þö var heilsan farin að bila undirþaö siðasta. Hann andaðistá heimili sinu þann 3. mars 1981. Mikill starfs- maður þurftihvildarinnarmeö eftir langa ævi. Siglufjarðarbyggðir voru aliar taldar afskekkt útnes, allt fram á siðustu alda- mót, er þessir staðir urðu miðpunktur sildveiðanna og míkilla athafna. Þó urðu breytingarnar í samgöngumálum á siöustu árum, með tilkomu nýs vegar, jarðganga og flugvallar til þess að ein- angrun þessara byggða varaðfullu rofin. Lifsskilyrði eru nú allt önnur og betri en áður var, og tílik þvi sem var á dögum Úlfsdala-og Siglunesbænda, á öldinni sem leið og á fyrri hluta þessarar aldar. Þessi mikilúölegu og fögru héruð hafa alið marga hrausta syni og dætur. Mun ekki ofmælt að Úlfsdalattin hafi verið meðal styrkustu stofnanna i Siglufjarðarbyggð- um, og sem breyttu og bættu búsetuskil- yrðin, og meö dugnaði og þrautseigju gerðu garðinn frægan. Einn af þessum ættstofni er nú kvaddur hinstu kveðju, með þakklæti fyrir drengi- lega samfylgd og ágætar minningar. Aðstandendum eru sendar einlægar samúðarkveðjur fráættingjum og vinum. Þ. Ragnar Jónasson. dag til að framfleyta stórri fjölskyldu. Þetta var fjölskyldunni á Bakka fullljóst, þvi var hún samhent um aö hver stund skyldi notuö eftir þvi sem best var hægt til að vinna heimilinu gagn. Eyjólfur naut litillar skólamenntunar, nema i skóla lifsins, hann bar betri verk- maður en almennt geröist, það var næst- um sama hvaöa verk honum voru falin, þau einkenndust af vandvirkni, trú- mennsku og miklum afköstum. Samstarf okkar Eyjólfs varð langt eða um þrjátiu og fimm ára skeiö, á hverju ári vann hann um lengri eða skemmri tima i þágu Kaupfélags Króksfjarðar, sem ég veitti forstöðu á þvi timabili, aldrei féll neinn skuggi á samstarf okkar. Samhliða landbúnaöarstörfum og bygg- ingarvinnu i nágrannasveitum var Ey- jólfur landpóstur að vetrinum um ára- tugaskeiö á leiðinni Króksfjarðarnes- Búðardalur. Oft hreppti hann vond veður og þunga færð I Gilsfirði og á Svinadal, þetta starf sem önnur stundaði hann með stakri samviskusemi og atorku. Þegar vegasamband batnaði og farið var að ryðja snjó af vegum var þessum feröum landpéstsms hætt. Nú er glæsilegt ibúðarhús á bakkanum fyrir ofan ána og stór grasgefin tún, þar býr nú bróöir Eyjólfs ásamt stórri fjöl- skyldu sinni. Þar hafa margir notið hjálpandi handa Eyjólfs á Bakka. Foreldrar mínir bjuggu á næsta bæ við Bakka- Valshamri-, þar áttum við börnin okkar æsku, stutt er á milli bæjanna. Bakká skiptir löndum, þaö er ánægjulegt að geta nú rifjað upp margar góðar minn- ingar okkar barnanna I dalnum frá þess- um árum, betri nágranna hafa tæplega aðrir átt en við, þar sem var fjölskyldan á Bakka. NafnEyjólfsá Bakka varekki tengt titl- um, en aö mfnum dómi heföi hann boriö titilinn heiðursmaður með sanni. Nú hefur Eyjólfur lokið ferð sinni hér á meðal okkar. Ég og fjölskylda min mun- um lengi minnast hans með virðingu, þakklæti og vinarhug. ólafur E. ólafsson, frá Króksfjarðarnesi. t Kveðja frá Karli Guðmundssyni/ konu hans og börnum. Þótt sjáist á lofti lifsins sól i launsátri dauðinn biður, og vald hans öflugt um byggð og ból ei brýtur né stöðvar lýður. Hann sigðina hvessir þá sizt er von og sundur stofnana sniður. Svo fannst oss vinur sem skyggöi ský svo skjótt yfir dalinn fríða, er sjúkur þú fluttur varst sjúkrahús f og sárustu þraut máttir liöa. Og mót okkar vonum þér versnaöi fljótt og varðst svo dauöann að biða. Og þá fann ég hugur minn þunga fól, þvi þáttur i æfi minni, með vetur og hriöar, með sumur og sól var samofinn veru þinni. Og þegar ég lit yfir liðna tið ég lofa þau góðu kynni. Þinn vilji var stæltur og mögnuð þin mund og margþættum störfum aö sinna Og þrekið var fágætt og þróttmikil lund, sem þrekraunir girntist að vinna. Og löðriö var bariö unz lokuðust sund. Þú lézt ekki nægja þér minna. íslendingaþættir 6

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.