Íslendingaþættir Tímans - 03.03.1982, Side 2
Björgvin
S veinbj ör ns son
frá Skriðustekk
f. 22. janúar 1919
d. 5. október 1981
Kveðja frá fóstursystur
Sunnanblætinn signir dalinn,
sveipar geislum hæð og mó.
Hiiminn faðmar hamrasalinn
helgri kyrrð um fjöll og sjó.
Þannig vill nú vin sinn kveðja
vonagliti, sveitin þin.
HUn vill ástargulli gleðja,
Guðs á vegum börnin sin.
Þú varst sannur sonur dalsins,
sem hér gekkst þin æskuspor.
Ég bið himin hamrasalsins
helga þér sitt draumavor.
Þökkum allt sem vannstu og varstu
veljum þér nú Ijóðakrans
TrUr og heill i hjarta barstu
helgu dyggðir fólks og lands
Er ég kem á æskuslóðir
allra mest ég sakna þin.
Far nú heill minn fósturbróðir,
fónnin glitrar, máninn skin.
Jólin nálgast. Ljósin ljóma.
Ljúfir ómar nálgast hljótt.
Draumljóð engla af himni hljóma
i helgum friði. Góða nótt.
Jólanóttin ljúf og fögur
lækni þinna harma sár,
láti bliðar bamsins sögu
brosin ski'na gegnum tár
son margvi'sleg trúnaðarstörf fyrir land-
búnaðinn. Var m.a. formaður Búnaðar-
sambands Kjalamesþings 115 ár og fram-
kvæmdarstjóri ræktunarsambands þess i
nokkur ár. Á Búnaðarþing var hann kjör-
innfyrstárið 1967 og sat til ársins 1979 eða
i 12 ár.
Sem aður er getiö hefur afmælisbnrnið
nú starfaö sem forstöðumaður Græn-
metisverslunar landbúnaðarinssiðan árið
1956eða i meir en aldarf jórðung og sem er
liðlega helmingur af hansstarfsaldri þeg-
ar frá eru dregin námsárin.
Jóhann Jónasson hóf störf hjá Græn-
metisverslun landbúnaðarins með atorku
og áhuga en stofnunin var sem kunnugt er
að mestu arftaki Grænmetisverslunar
rikisins sem lögð var niður um þetta leyti
er við tók samkvæmt afurðasölulögum
sjálfseignarstofnun bænda, Grænmetis-
verslun landbUnaðarins
Meðal úrbóta sem nýi forstjórinn beitti
sér þegarfyrir var m.a. að hefjast handa
með ræktun og útvegun heilbrigðara og
betra útsæðis fyrir kartöfluræktendur.
Voru það aöallega Eyfirðingar sem
fengnir voru til aö framrækta svokallað
stofnútsæði. Arangur þessara fram-
kvæmda hefur yfirleitt gefið góða raun
svo aö oft hafa sunnlenskirbændur fengið
um 30% meiri og jafnframt betri upp-
skeru að hausti en þegar notað er heima-
fengið útsæöi. Þá beitti Jóhann sér fyrir
þviað komiðværiupp pökkunarstöð fyrir
neytendaumbúöir. Að visu tók það hann
um 20 ár að fá viðunandi umbúöir er
hentuöu vöru og neytendum. Sá dráttur
mun þóað mestu skrifast á „kerfið” eða
hina úreltu 6-manna nefnd, sem var treg
að fallast á þann kostnaðarauka er réttar
umbúðir mundu valda.
Á byggingarmálunum tók Jóhann með
sérstökum dugnaði og viðsýni. Kartöflu-
framleiöendur lögðu sig einnig fram um
að styðja hann i þvi máli. Geröu þeir það
m.a. með þvi aö lána í byggingarsjóð
Grænmetisins upphæð er samsvaraði kr.
5,- af hverjum 100 kg. af kartöflum sem
inn var lagt, það mun hafa verið 1959 sem
til þessa sjóös var stofnað svo krónan var
þánokkursviröi. Grænmetisverslun land-
búnaöarins getur þvi i dag vel unað hag
sinum hvaö byggingar og starfsaöstöðu
áhrærir. Þar tala verk Jóhanns frá öxney
við Sfðumúla 34.
Eins og alþjóö er kunnugt um þá eru i
dag mjög skiptar skoðanir um nauðsyn á
rekstri og þvi rekstrarformi sem Græn-
metisversluninni er ætlað að þjóna
samkv. afurðas ölulögum. Þennan
skoðanamun hefur Jóhann Jónasson orðið
að liða fyrir, bæði meðal bænda og neyt-
enda, stundum ekki aö ástæðulausu
kannski en þó oftar vegna misskilnings,
úreltra lagaákvæða og enginn sveigjan-
leiki i kerfi eða viðskiptum. Það er ekki
óeðlilegt á tima frjálsræðis i velferðar-
þjóðfélagi að menn séu ósammála um
rikjandi fyrirkomulag á dreifingu og
verslun með kartöflur og grænmeti. Þó
þetta fyrirkomulag á viðskiptaháttum
hafi átt rétt á sér fyrir hálfri öld eða þar
um bii þegar Grænmetisverslun rikisins
var stofnuðþá var viðhorfið svoallt annaö
en það er i dag. Þá rikti stór-kreppa i
landinu. Innfhitningur var mjög af skorn-
um skammti, og kartöflur fengu neyt-
endur t.d. ekki nema með höppum og
glöppum erlendis frá. Siðan kemur
heimsstyrjöldin og strangar
skömmtunarreglur á innfiutningi.þörfum
sem óþörfum. 1 dag eru neysluvenjur
fólks og viðhorf svo gjörbreytt að saman-
buröur í þvi efni kemur ekki til greina.
Þvi verður manni á að spyrja? Er ekki
það skipulagsform sem við eigum að
vinna eftir i þessum efnum orðið úrelt. Er
ekki ástæða til að stokka upp og gefa að-
eins meiri sveigjanleika i „kerfið” svo
næsti forstjóri Grænmetisverslunar land-
búnaðarins geti orðiö enn vinsælli en vin-
ur minn Jóhann Jónasson frá öxney hefur
orðið að sætta sig viö uppá siðkastið i
vandlátu starfi.
Það væri verðug afmælisgjöf og neyt-
endur garðávaxta mundu samgleðjast
þeirri ráðstöfun innilega.
Með bestu árnaðar óskum.
Eövald B. Malmquist
2
islendingaþættir