Íslendingaþættir Tímans - 03.03.1982, Page 8

Íslendingaþættir Tímans - 03.03.1982, Page 8
Böðvar Pálsson kaupf élagss tj óri Fæddur 12. febr. 1889 Dáinn 20. febr. 1982 Vestfirskur höfðingi er fallinn.1 dag er Böðvar á Bakka kvaddur, er lést 93 ára að aldri á Hrafnistu. Böðvar á Bakka var fæddur á Prests- bakka i Hrútafirði. Foreldrar hans voru Páll Ölafsson prestur þar og kona hans Arndis Pétursdóttir Eggerz. Skrifað var um Böðvar á Bakka i Morg- unblaðið er hann var sjötugur um hann er sagt i þeirri grein. „Með sliku foreldri hefði það mátt und- . ur heita, ef Böðvar hefði orðið ótindur miðlungsmaður, þvi frábær voru þau hjón talin um allan höfðingsskap og mannkosti séra Páll og frú Arndis.” Ennfremur: skrifar skólabróðir hans i sömu grein: ,,Og i dag vil ég sérstaklega minnast eins félaga frá Flensborg sem ég ætla að Bessastaðaskáldið hefði viljað segja um að varla mundi á voru landi verða betri drengur fundinn.” Böðvar á Bakka var stórbrotinn öðling- ur og heiöursmaður i héraði, hvar sem hann bjó að áliti þeirra er kynni af honum höfðu. Séra Páll faðir hans var prestur i nær 55 ár þar af prestur á Prestsbakka i 21 ár hann var og prófastur og alþingismaður Strandamanna. Arið 1901 flyst hann vest- ur i Vatnsfjörð og um hann var skrifað meðal annars. „Þótti Hrútfirðingum ærinn sneyðir að brottför hans. Var hann þá talinn með landsins merkustu prestum og þar að auki uppbyggilegur og góður félagsmaður, framkvæmdasamur, frjálslyndur og lipur forsprakki allra góðra og gagnlegra mála og svo vel hefði hann rækt sitt starf að á- lita mál að nokkur hafi verið honum fremri samtiðarmanna hans meðan hann var upp á sitt besta.” Böövar á Bakka var af merkum og sterkum ættum. Föður afihans var Ólafur Pálsson dómkirkjuprestur i Rvik siðar á um ekkert um uppruna lifsins á þessari jörð og þaöan af siður hvað um lifið verður að lokinni jarðvist okkar. Og ég gli'mi dckert við ráðgátuna miklu um þaö, hvað við tekur.” Nú hefur þessi aldni heiðursmaður slit- ið öll þau bönd, sem bundu hann þessari jörð, sem hann unni af alhug. Honum fylgja hugheilar kveðjur ættingja, vina og sveitunga. Blessuð sé minning Vil- mundar i Árnanesi. Torfi Þorsteinsson. Melstað i Miðfirði, kona Ólafs Pálssonar var Guðrún ólafsdóttir Stephensen sekre- tera I Viðey. Móður afi hans var Pétur kaupstjóri Eggerz bóndi og kaupmaður i Akureyjum. Böðvar var 3. maður frá Páli amtmanni Melsteðog séra Páli Ólafssyni presti i As- um og Guttormshaga. 4. maður frá Magn- úsi Stephensen konferensráði. 5. maður frá Magnúsi sýslumanni Ketilssyni i Búð- ardal og séra Jóni Steingrimssyni eld- presti. Böðvar ólst upp á Prestsbakka i stórum systkinahópi. Við þann stað voru hans margarmætar bernskuminningar bundn- ar,um hamingjusama æsku i f jölmennum systkinahópi á heimili góðra foreldra. Þar i nágrenni kynntist hann Stefáni Ól- afssyni föðurbróður sinum er var barna- kennari hans um tima. Stefán var mikill gleði- og selskaps- maður.músikalskur með afbrigðum er lék á hljóðfæri svo af bar og söng svo orð fór af. „Tónþyrstir sönghallargestir i stór- borgum heimsins hefðu fallið að fótskör hans og baðað sál sina af sora og syndum. Hann hafði allt til að bera til þess að túlka dramatiskar óperur heimsmeistaranna, kynborinn persónuleiki sem af bar leiklist og raddstyrk sem hefði fært hásæti guð- anna niður i táradal mannlifsins hefði hann menntast á þvi sviði og töldu hann heföi orðiö annar Carússó, eða eitthvað i þá átt hefði hann menntast.” Svo hefur veriðfært á prent um Stefán Ólafsson föð- urbróður hans og kennara. Af 13 börnum prestshjónaanna þeirra séra Páls Ólafssonar og frú Arndisar Pét- ursdóttur komust 11 til fullorðinsára.hér talin i aldurs röð: Elinborg f. 22. nóv. 1881, d. 15. nóv. 1929, átti Guðmund Theodórs bónda i Stórholti. Guðrún f. 25. jan. 1883, d. 3. júli 1970, átti Þorbjörn Þórðarson lækni i Bildudal. Olafur f. 29. jan. 1884, d. 12. des. 1971, framkvæmdastjóri á Isafirði Pétur f.11. febr. 1886, d. 4. mai 1966, bóndi i Hafnardal. Sigriður f. 15. febr. 1887, d. 29. nóv. 1968, átti Hannes B. Stephensen kaupmann á Bildudal. Böðvar f. 12. febr. 1889, d. 20. febr. 1982, kaupfélagsstj. á Bakka. Stefán f. 7. febr. 1890, d. 31. okt. 1967, bóndi i Miðhúsum. Pállf. 10. sept. 1891, d. 8. sept. 1972, bóndi i Þúfum. Jakobina f. 15. okt. 1892, d. 18. febr. 1943, átti Agúst Sigurðsson kaupmann á Bildu- dal. Sigþrúður f. 19. des. 1893, d. 22. sept. 1974, átti Odd Guðmundsson kaupmann i Bol- ungarvik Sigurður f. 4. apr. 1897, d. 23. júni 1973, bóndi á Nauteyri. Böðvar á Bakka var gagnfræðingur frá Flensborg 1908. Nam verslunarfræði I Brödrenes Pauhlmans Handelsakademi i Kaupmannahöfn 1911-12. Að loknu námi kom hann heim i Vatns- fjörð og verður þar barnakennari um hrið. Sfðar verður hann verslunarmaður hjá a/s P.J. Thorstensen og c/o 1912-14 og hjá Hannesi B. Stephensen og c/o á Bildudal 1914-20. A Bildudal kynntist Böðvar sinum lifs- förunaut og kvænist 9. apr. 1917 Lilju f. 26. mai 1895 d. 8. febr. 1965, Árnadóttur bónda á Tjaldanesi Arnasonar og Jóninu Hall- dórsdóttur bónda á Horni i Mosdal i Arn- arfirði, Jónssonar. Böðvar og Lilja bjuggu á Bildudal i 4 ár. Arið 1920 flytja þau að Bakka i Ketildölum og hefja þar búskap. Jafnframt var Böðv- ar útvegsbóndi i mörg ár og i samfélagi með Guðmundi Lárussyni i Vinaminni. A Böövar hlóðust ýmist trúnaðarstörf skulu þau helstu talin upp hér. Oddviti Ketildalahrepps 1921-42. Syslunefndarmaður Vestur-Barða - strandasýslu 1921-43. 8 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.