Íslendingaþættir Tímans - 16.02.1983, Side 3

Íslendingaþættir Tímans - 16.02.1983, Side 3
Gunnar Guðmundsson Lyngheiði 6, Selfossi Fæddur 10. maí 1926 Dáinn 1. janúar 1983 ■ Gunnar Guðmundsson frá Egilsstöðum, al- nafni minn og besti vinur er allur. Sú staðreynd minnir okkur aðeins á að við lifum á hverfulum heimi og ráðum aðeins næsta augnabliki. Ég var svo lánssamur að eiga með honum langa samferð, ýniist í störfum á vinnustað eða í mannfagnaði á góðri stund. Hann var sú manngerð sem alltaf bætti umhverfi sitt, með nærvcru sinni, þrátt fyrir líkamlegt og andlegt andstreymi, sem við gengum sameiginlega í gegnunt. Gunnar fæddist að Egilsstöðum í Villingaholts- hreppi 10. maí 1926. Hann ólst upp á góðu sveitaheimili síns tíma í stórum systkynahópi. Lífsbaráttan var hörð eins og þá var algengt, en heimilið komst af. Gunnar var hreinræktaður íslenskur sveitadrengur og naut þess síðar á lífsleiðinni. Hann unni fæðingarsveit sinni og bernskuslóðum. Gunnar naut ckki annarrar skólagöngu í æsku en barnaskólakennslu hjá Jóni Konráðssyni kennara, scm hann mat mikils. • Þeim mun betur stundaði hann skóla lífsinS, sem nýttist honum vel. Hann náði góðum tökum á margskonar ólíkum verkefnum, hafði góðar gáfur og opinn huga. Hann var sérstaklega trúr og samviskusamur í því starfi sem hann tók að sér. Gunnar hóf ungur störf hjá Kaupfélagi Árnes- inga, fyrst í pakkhúsi, en tók fljótlega við byggingavöruverslun kaupfélagsins og sá um rekstur hennar í um 20 ár. Hann lét af störfum þar fyrir þrábeiðni mína og kom til starfa í Fossnesti. sem ég hafði nýlega tekið við rekstri á. Við unnum lengi saman hjá Kaupfélagi Árnes- inga. Ég var á skrifstofunni. Starfið í bygginga vöruversluninni var mikið og erfitt og gekk rekstur hennar vel. Fyrstu árin í Fossnesti starfaði Gunnar sem bensínafgreiðslumaður. Ég taldi að þjónustufyrir- tæki í vexti hefði þörf fyrir slíkan starfsmann og það sannaðist fljótt. Eftir að húsið hafði verið stækkað og hafinn var rekstur veitingastaðar. réði égekki lengureinn við umsjón og bókhaldsvinnu. Ég lagði áherslu á að fá Gunnar með mér á skrifstofuna. Þótt hann hefði ekki reynslu eða menntun til skrifstofustarfa. var hann ótrúlega fljótur að tileinka sér og komast inn í þau ntargvíslegu verkefni sent þar eru unnin daglega. Þar starfaði hann í fullu starfi til æviloka. að nndanskildum tveimur tímabilum sem hann var frá vinnu vegna sjúkrahúsdvalar. Árið 1956 kvæntist Gunnar Sigríði Vigfúsdóttur frá Húsatóftum á Skeiðum. Hún var eins og Gunnar frá traustu sveitaheimili og úr fjöl- mennurn stystkinahópi. Sigríður var góð stúlka, Nu stofnuðu heimili að Austurvegi 30 í kjallaraíbúð. Börn þeirra eru tvö Kristín fædd íslendingaþættir 1956 og Vigfús Þór fæddur 1958. Sigríður dó úr krabbameini 6. júní 1959, eftir aðeins þriggja ára hjónaband. Var það mikill missir fyrir ciginmann- inn og börnin ungu og fjölskyldurnar. Það sár var lengi að gróa. Eftir lát Sigríðar átti Gunnar hcimili hjá foreldrum sínum og systkinum að Skólavöllum 14, en þau voru um það leyti aö Ijúka bygingu þess. Vigfús Þór var strax tekinn í fóstur af ömmu sinni og afa á Húsatóftum og h.efur átt þar heimili síðan. Gunnar mat mikils þá miklu hjálp scm Húsatóftaheimilið veitti honum'. Kristín var áfram í heimili hjá pabba sínum. Hún ólst upp hjá ömmu sinni og Æsu föðursystur sinni og á þeim og fjölskyldunni allri mikið að þakka. Síðast byggðu systkinin hús saman að Engjavegi 47. Um 1965 kynntist Gunnar góðri konu, Arnheiði Helgadóttur frá Ey í Vestur-Landeyj- um. Hún var ekkja, missti mann sinn sviplega frá tveimur ungum sonum þcirra árið 1955. Þau Adda og Gunnar urðu lífsförunautar upp frá því. Adda átti hús og bjó á Lyngheiði 6. Gunnar flutti til hennar um 1970. og átti þar heimili síðan. Gunnar naut sín vel í sambúðinni við Öddu. heimili þeirra cr hlýlegt og fallegt og þau bæði gestrisin og góð heim að sækja. Gunnar var maður gleðinnar. hann hafði mikla þörf fyrir að vera í góðum hópi. Hópurinn gat vcrið árshátíðir, þorrablót, verslunarmannahelg- arferðir, óbyggðaferðir, réttaferðir. allt niður í það að við sátum saman tveir og nutum stundarinnar. Hann var alltaf veitandinn við slík tækifæri, annaðhvort með flutningi skemmtiefnis í bundnu eða óbundnu máli, eða með nærveru sinni því alltaf fylgdi manninum líf og fjör. Gunnar varði miklum tíma af tómstundum sínum í þetta starf. Gunnar starfaði í tveimur kórum hér á Selfossi. Hann gekk í Kirkjukórinn fljótlega eftir að hann fluttist á Selfoss, en síðustu 10 til 15 árin starfaði hann eingöngu með karlakórnum. Hann hafði góða tenórrödd. Einn listhæfileika hafði Gunnar, hann saumaði í. Nokkrir kunningj- ar hans eiga eftir hann útsaumaðar myndir sem hann gaf þeim á merkisafmælum þeirra. Uppbygg- ing myndanna er þannig að þær tengjast lífi hvers áðila ásamt vísu, sem hann orti sjálfur um tilefnið. Þessar myndir eru miklir dýrgripir fyrir eigend- urna. Síðustu árin átti Gunnar við heilsuleysi að stríða, en hafði fengið bót og framtíðin virtist björt. Hann fékk kransæðastíflukast haustið 1978 og lá á Gjörgæsludeildinni í Reykjavík tvær vikur, en náði sér vel og byrjaði að vinna aftur eftir tvo mánuði. Um sama leyti tók sjónin alvarlega að gefa sig, hann var með augnsjúkdóm, þar sem augastein- arnir eyðileggjast smám saman og menn verða blindir. Nútímatækni gerir kleift að hjálpa slíkunt mönnum, og fá þeir oftast fulla sjón aftur. Fyrir tveimur árum var gerð aðgerð á öðru auganu á Gunnari og fékk hann fulla sjón á það eftir hæfilegan biðtíma. Þessi tínú var erfiður hjá Gunnari og reyndi á andlegt þrek hans. Mig langar að segja frá atviki, sem hann sagði mér frá og gerðist þegar hann lá á Gjörgæsludeildinni. Hann var tekinn að hressast vel ogorðinn þreyttur á tækjadraslinu og kippti því úr sambandi. Eftir augnablik komu stelpurnar á vaktinni á fullri ferð náfölar og dauðhræddar og héldu að hann væri steindauður, en þegar svo var ekki urðu þær öskureiðar og hundskömmuðu hann, en hann skellihló. Við Lilja vorum hjá Gunnari og Öddu síðasta gamlárskvöld. Það var ómctanleg stund fyrir okkur. Fjörið og lífsgleðin voru óskert. Gunnar var að biðja okkur að koma með þeim til Wales og hcimsækja vini sem þau eignuðust þegar karlakórinn fór þangað. Við verðum að fresta því í bili. Kallið kom á nýársdag, um kvöldmatarleytið fékk Gunnar kransæðastíflukast. Allt var gert sem í mannlegu valdi stóð til að bjarga honum. Maðurinn með ijáinn var nýbúinn að brýna og beit vel. Gunnar dó um miðnætti. Að lokum flyt ég þér kæri vinur þakkir fyrir samfylgdina frá okkur Lilju og börnunum okkar, einnig frá félagahópnum stóra. Ég bið Guð að blessa Öddu, Helga og Dísu, Þorvald og Ellu, Stínu og Sigga Þór og Vigfús og barnabörnin öll. Gunnar Guðmundsson Engjavegi 32 Selfossi 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.