Heimilistíminn - 14.11.1974, Qupperneq 29
með tilraunir eftir eigin höföi og geröu
mörg mistök.
Ein mistökin voru þau að þeir tóku aö
nota stærri dósir, bæði til aö spara tima og
efni. Eftirlitsmaður hjá brezka hernum
sem rannsakaöi mikið af ónýtum dósum
um 1850 fann aö kjötiö i miðjum dósunum
ar alveg hrátt. Dósirnar voru einfaldlega
of stórar til að kjötið næði að sjóöa al-
mennilega. Þess vegna lifðu gerlarnir.
Þótt smátt og smátt fyndust aðferðir til
aðhitadósirnarlangt upp fyrir suðumark,
hurfu vandræðin ekki. Arum saman
reyndu hugvitsmenn að lakka dósirnar
innan á allan hugsanlegan hátt, en ýmsar
matartegundir urðu torkennilegar á litinn
og fengu vont bragð eftir skamman tima.
Gat verið að riöi innan i dósunum væri um
að kenna?
Það var svo um 1890 að niðursuðuiðnað-
urinn i Bandarikjunum hóf kerfisbundnar
rannsóknir. Veirurnar fundust og rétt
hitastig og meðhöndlun hinna ýmsu teg-
unda, sem sjóða átti niður. En þó leið
langur timi áður en fólk gleymdi gömlu
dósunum með úldna kjötinu.
Sumar matartegundir varð að sjóða
niður eins hratt og unnt var. Verksmiðjur
risu upp úti i sveitum, i grennd við akrana
og fjöldaframleiðslan hélt innreið sina I
Bandarlkin. Allt fram til 1860 var hver dós
fyllt með handafli og lokið lóðað á. Nú
komu vélar, sem bæði mótuöu dósirnar,
fylltu þær og innsigluðu með sjálfvirkni.
Afleiðingin varð sú, að nú vantaði
vélar til að framleiða matinn hraðar en
nokkur manneskja. Sjálfvirkar bauna-
tinsluvélar voru fundnar upp, vélar sem
flokkuðu sardinur, skáru af haus og sporð
og lögðu siðan i raðir I dósir. Þessar vélar
gerðu hundruð manna atvinnulausa.
■ Rotnun hefst svo að segja um leið og llf-
inu lýkur og það hefur alltaf verið vand-
kvæðum bundið að geyma mat, þvl mað-
urinn getur ekki við allar aðstæður borðað
hann um leið. Þurrkun, reyking og söltun
voru kunnar aðferðir og margar tegundir
er einnig hægt að leggja I súr, sykur, edik
eða krydd.
Cook skipstjóri hafði með sér litla,
harða súputeninga i hnattferð sina
1772—1775. Þeir litu út eins og storknað
llm og voru gerðir úr kjöti sem var soðiö
og þurrkað. Teningarnir voru settir út I
hveiti og vatn og komu áreiðanlega I veg
fyrir hörgulsjúkdóma meöal áhafnarinn-
ar. 1 Krim-striöinu voru þurrkaðar
kartöflur og gulrætur sendar hermönnum
sem þjáðust af skyrbjúgi. en þaö var
hræðilegt á bragðið og öllu hentugra sem
hægöalyf. Næringargildið var heldur ekki
mikið.
Uppgötvun Nicholasar Appert á mögu-
leikum niöursuðunnar var nánast bylting.
Þá var hægt að geyma mat næstum um
óákveðinn tima og taka hann með sér
hvert sem var. Niðursuöan hefur verið
ómetanlegt hjálpartæki i baráttunni gegn
hungri og næringarskorti.
29