Heimilistíminn - 03.06.1976, Blaðsíða 18

Heimilistíminn - 03.06.1976, Blaðsíða 18
í heims pressuna Dýr þorsti Ariö 1972 greiddi almenningur i Sovét- rikjunum 3750 milljarða (isl. króna) i áfengisskatt, en það er hærri tala, en not- uð var til landvarna. Þetta er þrátt fyrir tilraunir yfirvalda til að fá fólk til að drekka minna áfengi og meira af mjólk og vatni. Ekkihafa veriðgefnar út opinberar tölur um áfengisneyzlu i Sovét siðan 1963, en samkvæmt áreiðanlegum heimildum drekka Sovétborgarar 33% meira áfengi en Frakkar og Bandarikjamenn. Meðal- fjölskylda eyðir tiunda hluta tekna sinna i áfengi. (Jeune Afrique, Hollandi) Skrímsliö fundið? Brezki tómstundakafarinn Leo Sheridan tilkynnir, að hið fræga Loch Ness—skrimsli sé hvorki fornaldardýr né sæslanga. heldur flak vikingaskips, sem i fljótheitum geti likzt dýri. Af myndum þeim, sem bandariski könnuðurinn Robert Rines hefur tekið segist Sheridan sjá, að sporðurinn sé stýri farkostsins og langi hálsinn með skrýtna höfðinu sé stefni vikingaskipsins. (Daily Mirror, Englandi) í landi Goethe 1 Vestur-Þýzkalandi eru lesnar flestar bækur, að þvi segir I niðurstöðum brezkr- ar rannsóknar. 22% af ibúunum telja lest- ur bóka beztu tómstundaiöju sina. Siðan kemur sjónvarpið með 15%, skemmtanir með 13%, Iþróttir með 10%. Italir lesa ekki aöeins minnst, heldur horfa þeir lika mest á sjónvarp. A eftir þeim koma Bretar, Svíar, Hollendingar, Svisslend- ingar og Belgir. Þjóðverjar, Frakkar og Austurrikismenn hafa minnstan áhuga á sjónvarpinu. (Welt, V-Þýzkalandi) Hún gengur enn Hið heimsfræga leikrit Agöthu Christie „Rottugildran” er nú komið á 24. árið. Til þessa hafa um 3.750.000 manns séð sýn- ingar á þvi, en þaö var frumsýnt 25. nóvember 1952, þegar Churchill var for- sætisráðherra og undirbúningur krýn- ingar Elisabetar drottningar stóö sem hæst. Uppselt er á allar sýningar langt fram á næsta ár. (The Guardian, Eng- landi) 18 Sjúkdómur aldarinnar Þunglyndi má teljast sjúkdómur aldar- innar fremur en nokkur annar. Meira en 100 milljónir manna og kvenna eiga viö þunglyndi að striöa og i Vestur—Evrópu og Bandarikjunum eru framin um 1000 sjálfsmorð á sólarhring, að þvi er segir I „Neyðarópi” frá Alþjóða Heilbrigöis- stofnuninni. Þessi sjúkdómur leggst jafnt á unga sem gamla, rika sem fátæka, konur sem karla. (Express, Frakklandi) Ævintýri? Bandariski ljósmyndarinn Peter Beard var á ferð i Kenya og kom þar auga á ákaflega fallega, svarta stúlku meðal hirðingjanna. Hann varð bergnuminn og tók þegar i stað 600 myndir af dömunni, sem sendar voru til New York. Umboðs- skrifstofa fyrirsætna ákvaö á stundinni aö ráða Iman hina fögru af hirðingjakyni. En þá kemur völvan illa til sögunnar i ævin- týrinu. Ýmsir telja sig vita, að Iman sé ekki hirðingi, heldur dóttir Hilton—hótel- stjórans I Nairobi. En Iman og Peter halda fast við sitt og þaö skiptir raunar ekki öllu, fyrst takmarkinu er náð — Iman er komin á samning og hefur 2.400.000 dollara á ári i byrjendaiaun! (Express, Frakklandi) Það er arfur líka Forsetadóttirin Caroline Kennedy, 18 ára, er efst á lista yfir verst klæddu konur heims, sem tizkukóngurinn Blackwell gefur út I Los Angeles. Hann heldur þvi fram að slæmur smekkur sé arfgengur og visar til Jaqueline, móður stúlkunnar. Nancy Kissinger og Anna Bretaprinsessa eru lika á umræddum lista. (Los Angeles Times, Bandarikjunum) Heimsmet i bleytu Bernhard Beatty var dauöþreyttur en afskaplega hamingjusamur, þegar hann var búinn að ná nýju heimsmeti i steypi- böðun.U.ngi Bandarikjamaöurinn var ekki á þvi aö gefast upp, fyrr en fyrra met, 175 timar og 7 minútur var slegið. En hann ætlar sér ekki að fara i þurrkvi fyrr en hann hefur náö 200 timum undir steypi- baðinu. (Daily News, USA) Ljónaæði? Það er sama hvar i heiminum sænska óperusöngkonan Birgit Nillson kemur fram, alltaf situr bandariska fyrirsætan Nell Rheobald á áhorfendabekkjunum og fagnar gifurlega. Þessa ayru tömsíunaa iðju getur hún leyft sér vegna þess að ljón beit hana. Það gerðist á bilasýningu, þar sem Nell og ljónið áttu að veröa saman á mynd. Nell sótti bilfyrirtækið til saka og fékk 62 milljónir (isl) i skaðabætur. (Die Welt, Þýzkalandi) f Fokið í flest skjól Stigarnir frægu upp að tindum Himalayafjalla eru varðaðir úrgangi. Niðursuðudósir, pappir, tómar flöskur og annað rusl er allt i kringum leiðir hinna huguðu og hver einasti náttúruverndar- maður fengi áfall ef hann sæi tjaldstæðin. Meðfram mestu umferöarleiðunum um fjöllin eru flest tré dauö og hin i hættu. A árinu 1974 einu fóru 800 lestir af viði til að haida hita á 14696 fjallgöngumönnum það árið en þeir voru f jórum sinnum fleiri en árið 1970 (Der Spiegel, V—Þýzkalandi) Hvað skyldi setningin kosta? Nú, þremur árum eftir siöustu kvik- mynd sina, kemur Brigitte Bardot aftur fram á sjónarsviðið — i auglýsingamynd. Þrisvar sinnum kemur hin 41—árs gamla stjarna fram, klædd nlöþröngum siðbux- um. Myndina má kalla þögla, þvi BB segir aðeins eitt orð, nafnið á vörufram- leiöandanum. Fyrir þetta fær hún um 3 milljónir (ísl.) króna. (Paris—Presse, Frakklandi) Hættuleg huggun Bretar hafa aukiö áfengisneyzlu sina um 37% á fimm árum. Ef þessi þróun, verður ekki stöðvuð, mun fjöldi áfengis- sjúkra aukast úr 400 þúsundum sem hann ernú, i hálfa aðra milljón árið 1980. A ár- unum 1970 til 1974 eyddu Bretar helmingi meira fé i áfenga drykki en áöur. Fólk huggar sig við flöskuna á timum efna- hagslegrar óvissu og verðbólgu, segja sérfræðingar og visa i því sambandi til Þjóðverja á þriðja áratugnum. (Daily Express, Englandi)

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.