Heimilistíminn - 28.04.1977, Blaðsíða 3

Heimilistíminn - 28.04.1977, Blaðsíða 3
ALvitur. , svatarbrélum Kæri Alvitur, Ég hef ekki skrifaö þér áöur, svo ég vona aö þú svarir bréfinu mlnu. Er hægt aö skrifa greinar I Heimilis- timann? Hvaö er happalitur hrúts? Hvaö þarf maöur aö vera gamall til þess aö fá byssuieyfi? EB Stöku sinnum tökum viö aösendar greinar I Heimilisttmann, eöa annaö efni, aösent. Þaö gerir ekkert til aö reyna aö tala viö okkur um sllkt, ef þú hefur upp á eitthvaö gott og skemmti- legt aö bjóöa. Rauöi liturinn á bezt viö hrútinn. Almennt byssuleyfi er hægt aö fá 20 ára. Gildir þaö fyrir haglabyssur og riffla. Leyfi fyrir notkun loftriffla er hægtaöfá lRára gamall.Sækja veröur um byssuleyfihjálögreglu. Þar er sér- stakt umsóknareyöublaö, sem fylla þarf út, og einnig veröur aö koma meí sakavottorö og meömæli tveggja manna þurfa aö fylgja umsókninni. AC leyfinu fengnu afhendir lögregla inn- kaupaseöil, sem framvísaö er viö kaup á skotvopni, og enginn má kaupa skot- vopn, án þess aö framvísa þessari heimild. Kæri Alvitur. Mig langar til þess aö biöja þig aö svara nokkrum spurningum fyrir mig. Hver er happaiiturinn minn. Ég er fædd I júlf? Af hverju eru mánuöirnir ekki skrif- aöir maö stórum staf? Hvernig finnst þér skriftin, og hvaö heldur þú aö ég sé gömul? Bless bless, Fanney Magnúsdóttir, Miöhúsum Nú veit ég ekki nákvæmlega hvenær I júlí þú ert fædd, Fanney, en sé þaö fyrir 21. júli, þá eru happalitirnir þínir grænn og grár. Sértu fædd eftir 21. júll eru litirnir gulur og gulbrúnn. Samkvæmt stafsetningarreglum eru mánuðirnir meö litlum staf og þaö gildir. Skriftin er ekki sem verst, og ég gæti trúaö aö þú sért 8-9 ára gömul. Alvitur, Ég er einn þeirra, sem hafa fengiö skákdeilu vegna skákeinvfgisins, en vantar tiltakanlega kennslubók f skák, sem kennir byrjunarleiki. Þvl spyr ég þig hvar ég geti fengiö slikar bækur á islenzku. Ég hef enga fengiö I bóka- söfnum. Slöan langar mig til aö spyrja þig, hvaö löglegt borötennisborö sé stórt. og hvaö mundi svo stór spónaplata kosta. Ég hef heyrt, aö hægt sé aö fá þær I réttri stærö til aö leika borötenn- is. Hvar get ég fengiö sllka plötu? Hvernig er skriftin og stafsetningin? Ég hef skrifaö þér áöur, en þau bréf hafa ekki fengiö náö fyrir augum þfn- um. Mig langar til aö þakka ritstjóran- um og öörum, sem stjórna blaöinu og skrifa I þaö fyrir gott Heimilisblaö. RH Þvf miöur komast ekki nærri öll bréf- in I blaöiö, sem Alvitur fær, en nú er rööin komin aö þér RH. Viö þökkum llka orö þln um blaöið. Hjá Máli og menningu fengum viö þær upplýsingar, aö til væru m.a. eftirtaldar skákbækur: Skákkveriö, sem kostar um 3500 krónur, Fléttan, sem kostar um 1900 krónur og Miðtafl- ið, sem kostar tæpar 3500 krónur. Hvort þetta eru bækur viö þitt hæfi er ekki gott aö segja, en þú ættir aö biöja bókavörðinn I bókasafninu þlnu aö panta einhverjar skákbækur, þær hljóta aö vera til viöa, og sjálfsagt er að hafa þær i safninu. í sportvöruverzlun fékk ég þær upp- lýsingar, aö borötennisboröin ættu aö vera 274x152 cm á stærö. Stflhúsgögn, t Auöbrekku 63 saga niöur og selja spónaplötur, og miöaö viö 19 mm. þykka plötu ætti borðtennisborðiö aö kosta um 7000 krónur, aö þeirra sögn. Meðal efnis í þessu blaði: Enginn elskar mælameyjarnar..........bls. 4 Fataval drottningarinnar.............bls. 6 Risaköttur á heimilinu...............bls. 8 Blómaþátturinn.......................bls. 13 Barnaeignir hættulegar...............bls. 14 Kafað í kröfuna — handavinna.......bls 16 Eldhúskrókurinn ...................bls.28 Hann er þúsund þjala smiður........bls. 28 Köngulóarmaðurinn..................bls. 35 Föndurhornið.......................bls. 36 V ✓ 3

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.