Heimilistíminn - 28.04.1977, Blaðsíða 32

Heimilistíminn - 28.04.1977, Blaðsíða 32
6 FRAMHALDSSAGAN Jennifer Ames: Neydd til að gleyma verið viss reynsla. Hún kaus að hugsa ekki um, hvað fósturforeldrar hennar segðu við þessu, en hún hafði áður vakið á sér athygli, og þó að þau hefðu haft sitt af hverju að segja, hafði alltaf allt komizt í lag að lokum. Hún stóð öðrum megin í salnum nálægt útgöngu- dyrunum og horfði á Judson, meðan hann talaði. Hún heyrði ekki hvað hann sagði, en virti hann vandlega fyrir sér. Hann var sannarlega skapmikill ungur maður og mikið var hann sterkur! Hún minntist þess að armar hans höf ðu verið eins og úr stáli, þegar hann bar hana upp á pallinn. Hún hafði reynt að gera hann að athlægi, en hafði þess í stað orðið það sjálf. Hún reyndi að f inna til andúðarinn- ar á honum aftur, en tókst ekki. I staðinn reyndist þetta vera aðdáunartilf inning í hans garð. Ef til vill er ég sú viðbjóðslega kvengerð, sem f innst gott að láta berja sig, hugsaði hún og reyndi að finna til viðbjóðs, en brosti í staðinn. Hún hefði gaman af að kynnast Judson Freeman betur! Og þar sem Pearl haf ði vanizt þvt í tæp tíu ár að gera nákvæmlega það sem hana langaði til, stóð hún og beið eftir honum. Hann kom bráðlega og var einn. Húngekktil hans, brosti sinu blíðasta brosi og sagði: — Sælir, Freeman, ég hef bílinn minn hérna. Má ég aka yður eitthvert? Það var rétt eins og þau væru gamlir vinir. — Það var vægt til orða tekið, að Judson yrði hissa. Þessi stúlka hafði kastað í hann tómötum og slegið hann utan undir, hann hafði gert hana að at- hlægi opinberlega og þó að hann hefði talið það mátulegt á hana, hafði hann samt gert það. Þessa stundina ætti hún ekki aðeins að hata hann, heldur gera allt sem i hennar valdi stæði til að hefna sín. — Yður er ekki f isjað saman, sagði hann loks. — Ekki yður heldur, svaraði hún að bragði. — Ég hef ði gaman af að sjá karlmann, sem gerði mér það sama og slyppi vel frá því! — Má ég spyrja hvers vegna ég nýt sérréttinda? — Ég er bara í góðu skapi í dag, svaraði hún. — Hvert má ég aka yður? — Ég hef ekkert á móti þvi að fara í stutta öku- 32 ferð út í sveit, sagði hann eftir stutta þögn. — Það er heitt og fundurinn var þreytandi, eins og þér hljótið að verða að viðurkenna. Hún brosti og hann greip andann á lofti. Hún var afar fögur þegar hún brosti. Engin kona getur verið svona falleg, hugsaði hann um leið og hann steig inn í bílinn við hlið hennar. — Ég skal aka yður út í klúbbinn, þar sem við get- um fengið okkur drykk og síðan... hún hnykkti höfð- inu aftur og hló... hvers vegna skylduð þér ekki koma í kvöldverð heim til mín? — I kvöldverð heim til yðar? sagði hann forviða. — Eruð þér gengin af vitinu? — Hvers vegna ekki? spurði hún glaðlega. — Ég viðurkenni að pabbi er óskaplega íhaldssamur, en þér gætuð ef til vill breytt skoðunum hans eitthvað. Þau hlógu bæði. Reiði hans í hennar garð var horf in og hann komst að raun um að honum geðjað- ist að henni. En auðvitað gat hann ekki farið með henni heim til kvöldverðar. Honum yrði likast til varpað á dyr um leið og hann birtist. — Eigum við ekki að verða dús? sagði hún. Hann hikaði. — Þú ert hræddur, sagði hún. — En skemmti- legt! Þú ert hræddur við að þiggja kvöldverðar- boð mitt. — Ég er alls ekki hræddur, sagði hann herskár. — Þá kemurðu, sagði hún kuldalega. — Þér mun þykja gaman að hitta pabba á heimavelli, og ef þú kemur, muntu meira að segja hitta „háttvirtan keppinaut" þinn, David Woolf, „já-bróður" pabba. — Þú veizt ósköp vel, að ég get ekki komið, sagði hann stuttlega. Hún andvarpaði. — Þú veldur mér vonbrigðum. Eftir f ramkomu þinni í dag að dæma, hélt ég að þú mundir geta gert hvað sem væri. — Það er ekki það sem um er að ræða, sagði hann. — Það er ekki til siðs að þrengja sér inn, þar sem nærveru manns er ekki óskað. — Hver segir, að hennar sé ekki óskað? Ég á þó heima í húsinu og hef rétt til að bjóða þangað hver j- um sem er. Hún hallaði sér að honum og hann

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.