Heimilistíminn - 28.04.1977, Blaðsíða 34
mig. Þú ættir að vera honum þakklátur, því einmitt
það hef ur þig langað til að gera árum saman, ekki
satt?
Andartak óttaðist Mary að Desmond f engi tilf elli.
David virtist óttast hið sama, því hann f lýtti sér að
segja: — Get ég náð í drykk?
— Til f jandans með alla drykki, þrumaði Des-
mond.— Eigiðþér við góði maður... hann sneri sér
að Judson... að þér hafið vogað yður að slá dóttur
mína opinberlega?
8. kafli
Það varð afar óþæegileg þögn. Pearl hvítnaði í
framan, beit saman tönnunum og hálsvöðvarnir
titruðu. Mary hafði aldrei áður séð hana svo reiða.
— Jæja, jæja, sagði hún loks og sneri sér að hin-
um. — Erum við tilbúin?
Desmond leit alls ekki út fyrir að vera tilbúinn.
Einhver undarleg hljóð komu upp úr hálsi hans. —
Ja hérna, ég verð að segja...ég veit ekki...
— Vitleysa, pabbi! hrópaði Pearl hvössum rómi.
— Komdu inn að borða. Sendu tvo bakka hingað inn,
Perkins. Hún sneri sér að David og brosti sínu blíð-
asta. — Réttu mér arminn, David. Pabbi, getum við
ekki fengið svolitið kampavín?
Þetta kom illa við David. Ekki aðeins koma Jud-
sons...satt að segja hafði það glatt hann að hitta
hann svona óformlega... en lýsing Pearl á því, sem
gerzt hafði á fundinum hafði gert hann reiðan og
auðmýkt hann. Hann vissi ekki hvort hann átti að
reiðast Pearl f rekar fyrir að hafa komið sér í þessa
aðstöðu, eða Judson fyrir að hafa notað sér aðstöð-
una. Ofan á allt saman komu síðan vandræðin með
matinn. Hannóskaði þess að Desmond-hjónin hefðu
boðið Mary að borða með þeim. Hún hafði alltaf
borðað með móður hans og honum, þegar hún var
að vinna frameftir heima hjá þeim. Þetta hafði
komið illa við hann, en hann hafði ekki vitað, hvort
hann ætti að skipta sér af því. En hann þóttist viss
um að Mary mundi skilja þetta, hún var skynsöm
stúlka. En svo hafði Judson þurft að efna til vand-
ræða aftur. Hann hafði valdið því að David fannst
hann líta út eins og höfðingjasleikja. Bara að hann
gæti f undið upp á einhverju til að minnka spennuna
í andrúmsloftinu, en þess í stað gekk hann með
Pearl við arm sér inn í matsalinn. Hún brosti upp til
hans, en samt hafði hann á tilfinningunni, að hún
væri alls ekki að hugsa um hann, heldur það sem
gerzt hafði í dagstofunni, samt talaði hún og hló
mikið undir borðum. Desmond gerði aðeins eina at-
hugasemd um viðburðinn.
— Þarna sérðu, hvað getur gerzt, þegar þú kemur
með svona fólk heim, Pearl.
Frú Desmond sagði i lágum kvörtunartón: — Ég
vona bara að lafði Preston frétti þetta ekki. Hún er
afar ströng. Lafði Preston var formaður íhalds-
félagsins á staðnum.
— Það skiptir ekki nokkru máli þó hún f rétti það,
sagði Pearl þrákelknislega. — Hún lætur bara eins
og ekkert sé. Hún er enn að vona, að ég gif tist þess-
um kjánalega syni hennar. Hann hefur þegar eytt
milljónum og vill nú endilega krækja í mínar.
34
— Almáttugur, hvað þér getur dottið í hug að
segja, Pearl, sagði frú Desmond.
Dvaid hló og virtist vera að endurheimta eitthvað
af góða skapinu.
Þegar dyrnar lokuðust á hæla Desmond-
f jölskyldunnar og Davids, stóðu Mary og Judson og
horfðu hvort á annað.
— Þér hefðuð ekki átt að gera þett, sagði hún í
áhyggjutón. Það mátti meira að segja segja greina
tár í augum hennar.
— Hvers vegna ekki? spurði hann herskár. —
Þessir bannsettir snobbar eiga það skilið að einhver
segi þeim til syndanna öðru hverju. Því skyldi þeim
leyfast að flokka fólk svona niður í bása? Hvers
vegna skyldu þau fara brosandi inn í boðsalinn, en
þú að f á matinn hingað á bakka? Það gerði mig svo
bálreiðan...svo spurði hann snöggt: — Var þér bara
sama?
— Nei, ekki alveg, viðurkenndi hún. — En þegar
allt kemur til alls, er þetta heimili þeirra og ef þau
óska ekki eftir að ég borði kvöldverð með þeim,
hafa þau fullan rétt til að hafa það þannig. Ég er
ekki hérna sem gestur og þess vegna vildi ég óska,
að þér hefðuð ekki gert þetta. Mér er alveg sama
hvað þau hugsa, en David getur orðið órólegur út af
því, sérstaklega vegna þess sem þér gerðuð við
ungfrú Desmond i dag.
— Heldurðu að henni sé sama? spurði hann
skyndilega.
ÁAary neri saman höndunum. — Ég held að henni
haf i verið minna sama um að þér vilduð ekki borða
með þeim, en hitt. Henni gæti meira að segja hafa
þótt hittskemmtilegt, sem gerðist í dag. Skiljið þér,
ég þekki hana ekki eins vel og áður.
Hann spurði snöggt: — Hvað eigið þér við með
ekki eins og áður? Þekktuð þér hana áður?
Mary eldroðnaði. — Ég...ég átti ekki við neitt sér-
stakt. Ég var bara að reyna að segja, að ég hefði
ekki kynnzt henni fyrr en nýlega..
Hann leit rannsakandi á hana. — Það er einkenni-
legt, að þú virðist vita margt um hana, eða að þér
yfirleitt verður hugsað til tilfinninga hennar og
hugsana. Líttu bara á allt, sem hún hef ur fengið um
ævina. Peningar, góð aðstaða....ef einhver hefur
einhverntíma verið dekurbarn, þá er það hún.
Hvers vegna skyldi einmitt hún fá að njóta alls
þessa: Hann gekk um gólf og baðaði út höndunum
og hækkaði ósjálfrátt róminn.
Skyndilega fór Mary að hlæja. — Freeman, þér
eruð ekki að halda ræðu núna.
Hann þagnaði snögglega og sneri sér að henni,
strauk hendinni gegnum þykkt hárið og roðnaði
vandræðalegur. — Ah, fyrirgefðu. Ég býst við að
þetta sé orðinn vani hjá mér að tala. Bráðum fer ég
líklega að halda ræður yfir sjálfum mér í baðinu.
Hvar vorum við?
— Ég var að segja, að það væri indælt af yður að
vilja borða með mér, þó ég vildi, að þér hefðuð ekki
gert það.
— Ég vil að minnsta kosti heldur vera hérna,
sagði hann ákveðinn. — Ég er ekki ennþá búinn að
innprenta þér skoðanir mínar, og er að hugsa um að
Jeggja áherzlu á það núna, meðan við n jótum mol-