Heimilistíminn - 28.04.1977, Blaðsíða 24
og amma hjálpaði drengjunum til að bera hann
heim að selinu. Hún spurði ekkert um hann, og
drengirnir sögðu ekki heldur neitt. Samræður
um kálfinn urður að biða, þangað til seinna.
,,Var þetta björninn, amma?” apurði
Bárður, þar sem hann hljóp við hlið ömmu.
„Já, það var björninn,” svaraði amma,
„fannst þér hann ekki vera skritinn!”
„ Jú, hann hagaði sér mjög skrítilega,” sagði
Bárður. „Hann velti sér á bakinu, alveg eins og
Brúnn gerir stundum, þegar hann er útí í
haga”.
Tóti og Jón iitu hvor til annars. Bárður var
aðeins fjögurra ára gamall og ekki hræddur við
neitt.
Og Tóti minntist, þegar hann var sjálfur á
sama aldri og hræddist ekkert, — fyrr en hann
gerði sér ljóst, að eitthvað væri hættulegt.
Þegar þau komu heim að selinu, báru þau
hreindýrskáifinn inn i sumarfjósið og lögðu
hann þar á þurran heybing. Amma sótti handa
honum ferskt vatn að drekka, og svo sögðu
drengirnir henni alla söguna.
„Það var gott, að þið skylduð finna hann,”
sagði amma. Þetta er fallegur kálfur, og ég
held hann sé ekki meira meiddur en svo, að við
getum grætt hann á ný. Pabbi athugar vel fót
hans, þegar hann kemur heim”.
Þvi næst gekk hún aftur út og kom fljótt á ný
með dálitinn hreindýramosa, sem hún fleygði
niður fyrir framan hann, og hann hámaði i sig
feginsamlega.
„Sjáum til, sagði amma og klappaði á koll
hans. ,,Á meðanþú hefur matariyst, er góð von
um, að þú náir þér á ný. Nú látum við þig i friði
um stund, svo að þú getir hvilt þig og jafnað
þig.... Annars setjum við bráðum hestana héf-
lika inn,” bætti hún við, „svo að þú verður senn
i góðum félagsskap”.
Eftir nokkra stund fór hún enn út, kallaði á
hestana, sem komu strax skokkandi til hennar,
og hleypti þeim inn i sumarfjósið. Þeír röltu
strax til hreinkálfsins og þefúðu af honum, en
hann virtist ekki verða vitund hræddur og lá
hinn rólegasti. Og þegar amma hafði fylgst
með þeim nokkra stund gekk hún tii drengj-
anna og lokaði dyrunum.
„Jæja, blessaðir drengirnir,” sagði hún...
„nú skulum við fara inn og fá okkur eitthvað að
borða eftir allt þetta erfiði.”
Sól var enn á lofti, en nú var ekki langt til sól-
seturs, enda byrjaði að kólna i veðri. Drengirn-
ir hlupu út að læknum og sóttu meira vatn, og
24
þegar þeir komu inn, hafði amma kveikt á arn-
inum og sett grautarpottinn yfir eldinn.
„Nú hallar að hausti drengir minir, sagði
amma brosandi...” og þvi dimmir fljótt. Ég
vona bara, að piltarnir komi ekki mjög seint
heim.”
„En nú er tunglsljós, amma,” sagðí Tótí, —
næstum þvi fullt tungl.”
„Já, það er alveg rétt,” sagði amma og hló,
— „ég er að verða gömul og gleymin... Þá er
engin hætta á, að þeir villist. Og þar sem nú er
heiðrikja og hægviðri, verður nóttin áreiðan-
lega björt og mild. En gaman verður að vita,
hvort þeim tekst að finna kindurnar.”
Svo lagði amma á borðið, bjó út matinn,
hrærði i grautarpottinum og horfði öðru hverju
út um gluggann.
Allt i einu sló hún saman höndum, þéttings-
fast, og drengirnir litu strax til hennar.
„Og við höfum alveg gleymt berjafötunum
okkar úti i mýrinni”, sagði hún.
„Já, alveg rétt,” sagði Jón ákafur, „en eig-
um við ekki að skjótast snöggvast eftir þeim?”
„Nei,nei, það liggur ekkert á þvi fyrr en á
morgun.” sagði amma, „Það er að minnsta
kosti orðið of seint núna að tína ber.”
„En það er bjart enn þá,” sagði Tóti.
,, Já, en það getur beðið til morguns,” endur-
tók amma.
Tóti leit undrandi til hennar. Það likist ekki
ömmu að fresta einhverju til morguns. Og gat
ekki eitthvað komið fyrir fallegu berjaföturn-
ar, sem afi hafði búijýtil siðastliðinn vetur?.
Nei, það var eitthvað skrýtið við þetta........
amma hlaut að vera eitthvað óvenjulega utan
við sig i kvöld.
Skyldi þetta geta verið eitthvað i sambandi
við björninn?
Hún hafði lika látið hestana inn. Annars var
Brúnn alltaf látinn vera úti alla nóttina, þegar
veðrið var gott. Skyldi það hafa verið eingöngu
vegna kálfsins, hún setti inn hestana? Og hvað
áttu þessar sifelldu ferðir hennar að þýða út að
glugganum? Hún var alltaf að lita út um glugg-
ann, — og stundum opnaði hún meira að segja
dyrnar og horfði úr yfir mýrina.
Já, það fór ekki á milli mála, — amma bjóst
við einhverju sérstöku.
Og allt i einu kom það fram, sem amma hafði
búizt við.
Hún hafði einmitt skotizt fram að dyrunum
og litið út, en kom tritlandi óvenju fljótt aftur.
„Komið strax, drengir minir, og sjáið
óvænta sýn,” mælti hún og veifaði til þeirra...
L