Heimilistíminn - 28.04.1977, Blaðsíða 8

Heimilistíminn - 28.04.1977, Blaðsíða 8
Freddie Fox hjálpar drottningunni aö velja hatta. Hér er hann viö vinnu sina I fyrirtækinu viö Bond Streeet. reyndar sáust handaverk hans minna á myndum I þessari ferö en mörgum öör- um, sem drottningin hefur fariö. — Mér veröur stundum á aö bölva, heldur hann áfram, — þegar ég er aö horfa á stjónvarpsmyndir af feröalaginu, og ég sé eitthver barniö rétta drottning- unni blómvönd. Hún beygir sig niöur til þess aö taka viö blómunum, og einmitt þá taka ljósmyndararnir myndir. Þetta er ekki rétta stellingin, fyrir kjólana aö minnsta kosti. — Og mikiö var stórkostlegt aö bera saman klæðnaö drottningarinnar og kvik- myndaleikaranna i Hollywood. Þá var drottningin i svörtum einföldum samkvæmiskjól og ólikt glæsilegri en stjörnurnar i öllum þeirra mikilleik. Þetta var mikill sigur fyrir mig, heldur tizkuteiknarinn áfram. Fólkiö, sem saumar föt drottningarinn- ar, smiöar skó hennar og lagar hár henn- ar, má aldrei taka af skariö um hvaöa fatnaö hún velur sér. Þaö má koma meö tillögur en þegar til þess kemur aö taka ákvöröun, þá gerir hún það sjálf. Einn þeirra, sem sér um hatta og annaö áiika, sem drottningin þarf á aö halda viö klæönað sinn, er Freddie Fox I Bond Street. Hann segir: — Ég vildi óska þess, aö hún léti hattana koma ofurlítið meira fram á enniö heldur en hún gerir. Hún ýtir þeim alltaf aftur I hnakka. Þetta er ekki ég — Einu sinni taldi ég hana á aö fela allt háriö undir hattinum, en annars vill hún helzt láta sjást nokkra lokka I hvorum vanga. Drottningin var tilleiöanleg til þess aö reyna þetta, en svo sagöi hún: — Þetta er ósköp indælt, en þetta er bara ekki ég sjálf. Hún segir aldrei, aö henni falli ekki eitthvaö sjálfri. Hún oröar þaö miklu fremur á þá leiö, aö Filipusi muni ekki lika þetta eöa hitt. Allir, sem hafa einhver samskipti viö drottninguna, leggja á þaö mikla áherzlu, hversu hugulsöm og nærgætin hún er I öll- um samskiptum viö fólk. Sir Norman til dæmis hefur sagt frá þvi, aö einu sinni fyrir skömmu, þegar hann var aö störfum i höllinni, fékk hann eitthvaö yfir höfuöiö. Drottningin hljóp þegar tii og náöi í stól handa honum og bað hann um aö setjast niöur og reyna aö jafna sig. Hann neitaöi, þar sem drottningin stóö sjálf. Svo sagöi hann: — Hvilik framkoma, að hugsa sér aö drottningin af Englandi skyldi ná I stól handa mér. Þaö er Edward Rayne, sem framleiöir skó drottningarinnar. Þegar drottningin þarf aö vera á feröalagi i löndum, þar sem loftslagiö er heitt, vill hún helzt vera I ósköp einföldum skóm meö lágum hælum. Hún er meö granna fótleggi og lltinn fót, og löng og erfiö feröalög viröast ekkihafa nein áhrif á hana. Þrátt fyrir hitann og rakann i Kyrra- hafseyjaferö drottningarinnar var and- litsföröun hennar óaöfinnanleg. Þegar þak hrundi allt I einu einhvers staöar þar sem hún var nærstödd, og mikill mannfjöldi þusti aö úr öllum áttum, lét hún sem ekkert væri. Hún greip varalitinn upp úr töskunni sinni og bætti ofurlitlum rauöum lit á varirnar, eins og ekkert heföi I skorizt. Fallega, glansandi dökka háriö hennar er alltaf I réttum skoröum. Undanfarið hefur þaö veriö i mýkri liöum heldur en hún haföi þaö fyrr á árum. Hárgreiöslu- meistarinn hennar hefur alltaf meöferðis mikiö magn af hárþvottaefni, sem kallast Chocolate Kiss. Eftir aö drottningin hefur nú hvilt sig um sinn heima i Englandi eftir Astraliu- feröina hyggst hún leggja upp í margar og erfiöar feröir vegna 25 ára afmælisins. Ekki er I ráöi aö sauma á hana nein ný föt vegna þessa, heldur fær fólk tækifæri til þess aö sjá þann klæönaö, sem annaö hvort hefur þegar veriö saumaöur vegna þessa eða þá eldri föt, sem drottningin hefur áöur komiö fram i opinberlega ann- aö hvort heima eöa erlendis. (Þ. fb) 8

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.