Heimilistíminn - 02.04.1978, Page 4
Deman.tarn.ir eru eíiífU;
demantssalarnirekki
— að minnsta kosti við 47. götu i New York
Tuttugu og fimm ára gamall
Gyðingur, sem verzlaði með
demanta fannst nýlega myrt-
ur i klæðaskáp i New York.
Lik tveggja annarra demanta-
sala fundust um svipað leyti á
sandströnd i Puerto Rico.
Þessir atburðir hafa orðið þess vald-
andi, að skelfing hefur gripið um sig
meðal demantasalanna i 47. götu i New
York.
Um leið og þessir þrir demantasalar
voru myrtir hafa dýrir steinar milljóna —
ef ekki milljaröa — virði, horfið, og það er
álit FBI — bandarisku rikislögreglunnar,
að eitthvert samband sé þarna á milli.
Leiða menn getum að þvi, að glæpahring-
ur standi á bak við morðin og steinaþjófn-
aðina.
Þessar grunsemdir lögreglunnar fengu
meiri hljómgrunn en áður, við morðið á
hinum 25 ára gamla demantasala,
Pinchos Jaroslawics, sem myrtur var i
október siðast liðinn. Fyrr á árinu höfðu
þrir demantasalar úr 47. götu horfið, en
það var ekki fyrr en Jaroslawics var
myrtur, að lögreglan vissi fyrir vist, aö
glæpir stóðu að baki þessum mannshvörf-
um. Sönnunin var augljós. Lik hans fannst
i klæðaskáp á skrifstofu starfsbróður hans
i 47. götu. Jaroslawics hafði verið troðið
niður i plastpoka, en hvergi fundust
demantarnir, milljóna virði, sem hann
daginn áður hafði tekið út úr peningaskáp
sinum.
Nokkrum vikum siðar var staðfest, að
að minnsta kosti annað likið, sem fannst á
Puerto Rico var af demantasala úr 47.
götu. Þaö var lik hins 31 árs gamla
Abrahams Shafizadeh.
FBI segir, að demantssalarnir tveir,
sem fundust á Puerto Rico hafi haft þar
viðskiptasambönd og sömu sögu sé aö
segja um hina tvo, sem enn hafa ekki
fundizt.
Á 47. götu, bilinu milli Fifth Avenue og
Avenue og the Americas, sem eru aðeins
3—400 metrar, hafa menn lengi óttazt hinn
ókunna óvin, ræningjann og glæpamann-
inn, sem að sögn demantasalanna, er
stöðugt á höttunum eftir tækifæri til þess
að ræna þessum eðlu steinum.
Meira en helmingur allra demanta i
heiminum fara einhvern tima i gegnum
hendur demantssalanna á 47. götu. USA
flytur inn ca 52% allrar demantafram-
leiðslu heimsins, og áður en demantarnir
fara út til smásalanna á meginlandi
Ameriku hafa þeir farið um hendur heild-
salanna á 47. götu.
— Hér skipta kannski um eigendur
demantar aö verömæti 150 milljónir doil-
Demantarnlr höföa U1 margra og kalla
fram þaö versta, sem til er I hverjum
manni.
Hitt og þetta um
demanta og
demants hringa
ara dag hvern, segir Jacob Simpson, sem
rekur fyrirtæki, sem veröleggur
demanta.
— Opinberar tölur segja, aö verömætiö
sé ekki nema 30—40 milljónir dollara, en
mikið af viðskiptunum fer fram úti
á götunni og önnur viðskipti eru hvergi
skráð, heldur Simpson áfram.
Hann er Gyðingur eins og reyndar um
90% allra demantasala við götuna.
' — A siðari árum hafa menn af öðrum
þjóðernum nokkuð farið að taka þátt I
þessum viðskiptum, en ástæöan fyrir þvi,
að Gyðingar réðu að mestu yfir demanta-
sölu heimsins er eiginlega byggð á sögu-
legum forsendum, segir Jacob Simpson.
- Við höfum i aldaraðir lagt fjármuni
okkar i demanta og verzlað meö þá,
einfaldlega vegna þess að demantar voru
verðmæti, sem auðvelt var að flytja meö
sér á flótta. Ef Gyðingar urðu fyrir
ofsóknum i Austur-Evrópu, eða einhvers
staðar i heiminum gátu þeir lagt á fótta
með demanta sina i poka.
Jarðir og eignir allar, eins og til dæmis
sláturhús, urðu menn aö skilja eftir.
Þetta er ein meginástæðan fyrir þvi, að
Gyðingafjölskyldur hafa orðiö miklir sér-
fræðingar i demöntum og öllu þvi, sem
þeim við kemur i gegnum aldirnar. Nær
þetta jafnt til demantsslipunar, verðlagn-
ingar demanta og demantaverzlunar,
segir Jacob Simpson.
Hvorki Simpson né nokkur af starfs-
félögum hans vill tala um hverjir það eru,
sem standa að baki þessum siöustu
glæpaverkum: — Það er ekki til neins, að
vera að tala um þetta opinberlega, segir
hann. Lögreglan getur hvort eð er ekkert
við þessu gert.
Sumir vilja halda þvi fram, aö þaö séu
stuðningsmenn Meir Kahane, öfgasinn-
aðra rabbía, sem standi að baki glæpa-
verkanna. Enginn hefur þó getaö fært
sönnur á, að svo sé I raun og veru. Allir
vita þó, að þrátt fyrir það, að stærsti hluti
demantasalanna sé Gyðingar, þá eru þeir
ekki I einu og öllu sammála, hvorki hvaö
við kemur trúarbrögðum sinum né stjórn-
malaskoðunum.
47. gata likist að mörgu leyti venjulegri
4