Heimilistíminn - 02.04.1978, Page 6
anna uppi i skýjakljúfunum i Diamond
Dealers Club og Diamond Exchange. A
skrifstofum þessara fyrirtækja skipta
pokar fullir af demöntum um eigendur, og
þar eru þaö engar smáupphæöir sem um
er aö ræöa aö sögn Simpsons.
Leiðir þessara dýrmætu steina til 47.
götu liggja frá Suöur-Afriku og
Sovétrikjanna um London og einnig um
ísrael eöa Antwepen I Belgiu. Demantar
hafa nefnilega þann undarlega eiginleika
aö þeir geta tengt kapitalista og
kommúnista, svarta námuverkamenn I
Suöur-Afriku og hvita kúgara þeirra þar i
landi, Gyöinga og Araba.
Mest er unnið úr jörð af demöntum I
Suður-Afriku. Einnig berst töluvert magn
frá námum I Siberiu og I Oralfjöllunum I
Sovétrtkjunum. Eitt er það svo, sem
Sovétríkin og Suður-Afrika eru sammála
um, en þaö er, aö fyrirtækið De Beers i
London á aö ákveöa heimsmarkaösveröiö
á demöntunum.
De Beers I London er dótturfyrirtæki
jUÖur-afriska fyrirtækisins Harry F. Opp-
enheimer, sem eiginlega má segja, aö
hafi einokun á allri sölu á óunnum de-
möntum. Frá De Beers eru svo dótturfyr-
irtæki i Antwerpen og Ramat Gan i tsrael,
og þar eru demantar slipaöir áöur en þeir
eru sendir á heimsmarkaöinn. Þaö er aö
segja áöur en þeir eru flestir hverjir send-
ir til 47. götú i New York.
Á síðustu árum hafa demantaheildsal-
arnir i 47. götu farið aö eiga viðskipti við
demantssli'para á Puerto Rico, og þaö er
einmitt þessi siöasti viökomustaöur
demantsins á leiöinni til kaupandans, sem
stendur I sambandi viö siöustu afbrotin I
New York.
Akveði nú arabiskur oliufursti að kaupa
50karata, gallalausan, fimmlitan demant
handa konu sinni, þá má fullkomlega
reikna með þvi, aö hann snúi sér til ein-
hvers aðila á 47. götu, þar sem mest er úr-
valið. Og demantar, sem kosta ca. 100
þúsund dollara, eöa meira en um 20 millj-
ónir isl. króna hver karat (karat sam-
svarar einum fimmta úr grammi) hefur
nokkurn veginn örugglega veriö sliðaður i
ísrael. Verö demantsins hefur veriö
ákveöiði London og meö samþykki Sovét-
rikjanna. Þó hefur þessi demant trúlega
verið unninn úr höröu i Suður-Afriku og
það hefur gert svartur námaverkamaður,
sem færir suöur-afrisku fyrirtæki meö þvi
umtalsveröa fjármuni.
Þetta er leið demantsins um hnöttinn.
Eiginlega eru demantar aðeins kol, kol i
dýrmætu formi, sem hafa legið undir
miklum þrýstingi i árþúsundir. Þessi
„kolategund” er þeim hæfileikum gædd,
aö draga athygli mannsins aö sér, og
lokka fram hinar verstu hvatir i honum,
ágirnd og græðgi. Ágirnd þessi hefur i
aldaraöir kostað mörg mannslif.
Þetta vita demantasalarnir viö 47. götu
I New York. Þess vegna eru þeir svona
taugaóstyrkir.
Demantar voru tald-
ir haf a lækningamátt
Demanturinn hefur haft
ótrúlega mikil áhrif á
mannkynið frá örófi alda,
haldið lifinu i sumum, dreg-
ið aðra til dauða, verið ein-
um til hamingju og öðrum
til ógæfu.
Demantsduft hefur lengi
verið notað sem eitur og til
hegninga. Hindúar héldu
þvi fram, að lélegir demant-
ar orsökuðu hræðilega sjúk-
dóma, en duft úr góðum
demöntum hefðu gagnstæð
áhrif.
Þá er lika sagt, að töframáttur fylgi
demöntunum: Þeir eiga aö hafa góö
áhrif á nætursvefn manna, kjark,
árásarvilja og hörku, og þess vegna
báru menn oft demanta i striði. Geymi
menn demant i hverju húshorni
vernda þeirhús og ibúa fyrir eldingum
og óvættum.
Margar og gamlar ástæður liggja til
þess, aö april er talinn mánuöur de-
mantanna. April er demantsmánuöur-
inn. Orðiö april er komið af latneska
oröinu aprilis, sem visar til Etruskia
og gyðjunafnsins Afrodite. Hún var
gyðja fegurðar, ásta og frjósemi i
griskri goðafræöi. Þaö eru nautið og
hrúturinn sem ráða yfir aprilmánuði
og stjarnfræðingarnir i Mesópótamiu
til forna útnefndu hrútinn „konung yfir
hinum eðlu steinum”, demöntunum,
vegna eiginleika hans. Demantur er
dregið af orðinum „adams” grisku,
sem þýðir „ósigrandi”. Demantinn er
harðastur allra steina, sem menn
þekkja, upphaflega kol, sem legið hafa
i miklum hita og þrýstingi, og hafa
krystallast fyrir hundrað milljónum
ára. Visindamenn halda þvi fram, aö
eldgoshafi oröið til þess aö færa okkur
þessa „guðsgjöf” upp á yfirborð jarö-
arinnar, eöa þvi sem næst. Enn liggja
þó þessir dýrmætu steinar grafnir
langt niðri f iðrum jarðar.
Nokkuö af hinu dulræna, sem talið
var umsveipa demantana fyrr á öld-
um, finnum við enn I trú manna og
skoöunum, og fylgir þessi trú oft
óvenjulega stórum og frægum stein-
um.
Heimsins stærsti, slipaöi demantur
er Cullinan: Þaö var Sir Cullinan, sem
fann þennan stein áriö 1902 i Suöur-
Afriku og seldi hann til Tansval-
stjórnarinnar, sem siðan færöi Ját-
varöi konungi hinum 7. hann að gjöf
árið 1907.
Annars eru tveir þekktustu demant-
ar sem til eru Hope og Koh-i-noor.
Fyrst er talað um þann siðarnefnda
áriö 1304 og þá var eigandi hans Rajah
af Malwa. Þegar Nadir Shah rakti siö-
ar úr túrbani sínum og hrópaöi koh-i-
noor festist það nafn viö steininn.
Nafniö þýöir Ijóssins fjall.
A siöustu árum hefur vakið mikiö
umtal perulaga demantur, sem met-
inn er á nokkur hundruð milljónir, og
hefur honum verið gefiö viöurnefniö
Taylor-Burton-demanturinn. Liggja til
þess drjúgar ástæður, þar sem þessi
eitt sinn svo hamingjusömu hjón hafa
mikið komiö viö sögu steinsins. Upp-
runalegt nafn þessa steins var Cartier
eftir demantsfyrirtækinu Cartier de
Paris, sem keypti hann fyrst áriö 1969.
En þaö eru ekki allir demantar á
stærö við valhnetur né heldur kosta
þeir tugi milljóna króna. A Norður-
löndum hafa demantar oröið mun vin-
sælli en áöur. Einnig hafa demants-
hringar orðiö sivinsælli þar. Hefur það
mjög rutt sér til rúms, að fólk kaupi
sér hring úr hvitagulli með einum eöa
fleiri demöntum. Stundum er aðeins
einn demantur i hringnum til aö byrja
með, en svo fjölgar þeim, þegar fram
liða stundir.
Demantar erunú ekki lengur sérrétt-
indi fáeinna rikra og útvaldra, heldur
eru þeir að verða eign fjöldans. Aukin
tækni og bætt lifskjör gefa stöðugt
fleiri og fleiri möguleika á aö eignast
demantsskartgripi. Þfb
Meö demantshring á hverjum Hngri og
I eyrunum glampar lika á demanta.
6