Heimilistíminn - 02.04.1978, Qupperneq 7
Astamál leikaranna I Hollywood hafa
alltaf veriO vinsælt umræOuefni bæOi hér
og annars staOar. Nýjasta og mest um-
rædda ævintýriO er um hina glæsiiegu
Kate Jackson — dökkhærOu stúikuna meO
glampandi dökk augu, sem Bandarlkja-
menn aO minnsta kosti þekkja mæta vel
úr sjónvarpsþáttunum Charlie’s Angels,
en þá þætti höfum viO ekki enn fengiO aO
sjá I Islenzka sjónvarpinu, þótt viO ef til
vill eigum eftir aO sjá þá siOar. MaOurinn,
sem hún er hvaO hrifnust af þessa stund-
ina, er aftur á móti vel þekktur af skján-
um hér á landi, þvl hann er enginn annar
en súperstjarnan Nick Nolte úr
framhaldsmyndaþættinum Gæfa eóa
gjörvileiki.
Sjálfur segir Nolte: — Hún hefur haft
geysileg áhrif á mig. Okkur liöur einkar
vel saman! Hún er stórkostleg stúlka!
Þau sáust fyrst saman opinberlega 11.
september síöastliöinn, þegar úthluta átti
Emmy kvikmyndaverölaununum. Þá
komu þau arm i arm á hátiöina, og þaö er
vægt til oröa tekiö, aö þau hafi vakiö
athygli. Nolte var i smóking og Kate
Jackson i hvitum skinandi fallegum kjól.
Þetta var par, sem enginn komst hjá aö
veita eftirtekt.
Leynilegir fundir
Vinskapur Kate og Nick byrjaöi 1 ágúst,
en þá voru þau bæöi aö reyna aö jafna sig
eftir skilnaö frá fyrri ástvinum sinum.
Kate hafði átt vingott viö kvikmyndaleik-
arann Warren Beatty frá þvi i janúar, og
Nick hafði veriö að enda við aö kveöja
vinkonu sina, Karen Ecklund, sem hann
hafði búiö með I mörg ár.
Nolte haföi keypt sér búgarö langt úti i
eyöimörkinni, og þar bjó hann hamingju-
samur meö vinkonunni, sem haföi mikiö
yndi af alls konar ræktun. Eftir aö hann
vann svo leiksigurinn i Gæfa eöa gjörvi-
leiki dróst hann meira og meira inn í hiö
villta lif i Hollywood. Fljótlega varö hann
einn eftirsóttasti leikari borgarinnar.
Hann varö eins konar tákn, sem allir vildu
likjast og umgangast.
Enn þekktari varö hann svo, eftir ab
hann hafði fariö meö eitt aöalhlutverkiö i
kvikmyndinni The Deep, sem nýlega var
sýnd i Stjörnubiói. Hann gat nú skyndi-
lega valiö úr kvikmyndahlutverkunum.
Næsta stóra hlutverkiö, sem hann fer
meö, veröur I kvikmyndinni Dog
Summar, þar sem hann á aö leika annan
tveggja hermanna, sem komnir eru heim
úr striöinu i Vietnam.
Hetjan úr Gæfa eða gjörvileiki hefur eignast nýja vinkonu,
Kate Jackson, sem sjálf er þekkt fyrir leik sinn i framhalds-
myndaflokknum Charlie’s Angels, sem enn hefur ekki verið
sýndur hér i sjónvarpinu
7