Heimilistíminn - 02.04.1978, Blaðsíða 11
menn, vel menntaða og mikilvirka, til að
kanna landið, byggð þess og efnahag,
búskap og gögn. Jafnframt lét hún taka
manntal um allt land. Það er elzta
varðveitta manntal i heiminum yfir heila
þjóð.
Með Jarðabók Arna Magnússonar og
Páls Vidalins, var lögð undirstaða að
mikilli þekkingu um islenzkt þjöðlif.
Lesanda hennar er raunverulega boðið
inn á hvert heimili i landinu, og hann
leiddur þar um húsakynni, garða og
gripahús, og hann kynnist búnaði öllum,
efnahag og fleiru, gögn og gæði jarðanna
eru talin, hlunnindi og Itök, einkenni
afrétta, jafnt i eignarhaldi og fleiru.
Manntalið mikla frá byrjun 18. aldar og
vottfesting þess er hin merkasta heimild.
Engin þjóð önnur á frá sama tima jafn-
haldgóða heimild um sjálfa sig. En raunin
varð, að þessar merku heimildir féllu i
gleymsku, lágu i þagnargildi, og voru
ekki notaðar af fræðimönnum fyrr en á
þessari öld. En ef til vill hafa þær haft
áhrif fyrir menningu landsog þjóðar i vit-
und og framkvæmd valdhafa i stjórnar-
skrifstofunum dönsku.
Eftir að landafundirnir miklu i vestri
fóru aö hafa áhrif á siglingar og viðskipti
um norður Atantshafið, varð þaö bráð
nauðsyn, að kanna höf og lönd á mörkum
hins byggilega heims. Það varö nauðsyn
aðvitanokkur deiliá ströndum landanna,
fjörðum, flóum og vikum, veöurfari og
fólkinu er þar byggði.
Islenzk náttúra átti gleggri og sér-
stæðarisérkennien önnur norræn lönd frá
ofanverðum miðöldum. Margar furðusög-
ur voru um land og þjóð i ritum lærðra
manna. Hin einstæða náttiíra landsins,
jöklar, eldfjöll og hverir, og feiknlegar
strendur, flatar og hryllilegar, er runnu
saman við hafið i sjón sæfarenda, og urðu
þar af leiðandi hin hryllilegasta gröf
hverjum er þar lenti.
Náttúruundur Islands voru rik af
ævintýrum i vitund erlendra þjöða. 1
Heklu voru heimkynni hins vonda, og um
op gigs Snæfellsjökuls, áttu sér stað sam-
bönd við fjarlæga heimshluta. íslenzk
náttúra áttisér engan lika um alla jarðar-
kringluna.
3
Arið 1742 var stofnað i Danmörku
merkilegt félag, er snertir mjög sögu
tslands. Það var danska visindafélagið.
Þetta félag hóf þegar mikla starfsemi
undir leiðsögn og stjórn norskra manna.
Það átti i sjálfu sér rlkar erfðir i
Danmörku og Danaveldi, er þá var
viðfeömt. Dönsk náttúra haföi ekki upp á
mikið að bjóða i rannsóknum, er vakti
athygli visindam anna Norðurálfunnar
sérstaklega. En rannsóknir á islenzkri
náttúru, landi, þjóð og lifnaðarháttum,
galt aðratiund á vettvangi visindanna um
þennan tima.
Danska visindafélaginu gafst kærkomiö
tækifæri við upphaf starfsemi sinnar til
slikra hluta. Um þann mund, er þaö var
stofnað kom út i Þýzkalandi bók um
Island, er var þrungin kynjasögum um
land og þjóð, náttúru þess og undur.
Danska visindafélagið tók þetta tæki-
færi kærkomnum höndum. Það greip til
þess ráðs, er áður var notaö af dönskum
stjórnvöldum að senda til tslands færan
mann, er gat sinnt þeim málefnum er
nauðsyn var að reka af skilningi og þekk-
ingu I landinu sjálfu.
Þessi bók var eftir borgarstjóra I
Hamborg, Anderson að nafni. Hún kom út
árið 1746, og varhöfundurinn þá dáinn, en
var bókin gefinúteftir handriti hans og er
ævisaga hans framan við hana. Tveimur
árum siðar kom hún út á dönsku, og var
prentuð með henni allitarleg lýsing
Islands rituö af útlendingi. Anderson var
lærður maðurog vandaðurog i miklu áliti
i Noröurálfu um sina daga. Hann var vel
kristinn eins og þá var háttur visinda- og
menntamanna, og getur þess i upphafi
bókarinnar að hann gefi drottni dýrðina af
verki sinu og vill lýsa hinum miklu
dásemdarverkum hans og fagurri gjörð
heimsins.
Anderson getur þess, að hann vill
hrekja hinar mörgu missagnir um Island,
og segist hafa leitaö til skipstjóra, er siglt
hafa til Islands um upplýsingar, og jafn-
framt fengið upplýsingar hjá undirkaup-
mönnum, er fluttu vörur frá Islandi til
þýzkra borga. En Anderson var of trú-
gjarn, hann trúði alls konar furðusögum
og bábiljum, og er bók hans full af sliku.
Bók hans varð þvi einhver sú vitlausasta
bók, er skrifuð hefur verið um Island og er
þá mikið sagt, full af alls konar óhróður-
sögum og hin illorðasta.
I upphafi bókarinnar lýsir hann náttúru
landsins og er þar mörgu safnaö saman,
er varð til mikils fróðleiks fyrir erlenda
menn á þeim timum. Sannast þar sem
oftar, aö fátt er svo fánýtt, að það geri
ekki gagn. Anderson virðist hafa haft
talsveröa þekkingu um þessi efni af sæmi-
legum heimildum rituðum, og notfærir
sér hana mjög.
En öðru máli gegnir, þegar hann hefur
frásögn sina af landi og þjóð. Þar kastar
fyrst tólfunum. Hann lýsir Islendingum
sem algerum villimönnum, heimskum,
fákunnandi, lötum og framtakslausum.
Frásögn hans er full af alls konar hindur-
vitnum og furðusögum, sem voru
einkenni sjómanna á miðöldum um fjar-
lægar þjóðir.
Bók Andersoris er einhver hin skelfileg-
asta lýsing á landi og þjóö, lik bókum
Blefkensog Martiniere, þó hann nái þeim
ekki fullkomlega, og hefur sennilega samt
sem áður þegið nokkuö frá þeim.
En bók Anderson hafði mikil áhrif.
Vísindafélagið danska tók afstöðu af
henni, og notfærði sér hana til þess að
senda til tslands menn til rannsókna. og
visiridastarfa. Jafnhliöa ritaði Jón
Þorkelsson gegn bókinni og vakti þaö
nokkra athygli.
4
Anderson byrjar bók sina á þvi að lýsa
landinu, og heldur aö það hafi oröið til um
það leyti, sem syndaflóðiö flæddi yfir
jörðina. Hann lýsir þvi að landið sé
hrjóstugt og þar se'u há föll, sett kletta-
beltum og jöklum. Hann segir, aö á
hálendi landsins búi eingöngu afbrota-
menn, sem flúið hafi þangað til aö foröast
lög og rétt. Hann lýsir samgöngum um
landið mjög hryllilega, og segir aö menn
ferðist þar aöallega fótgangandi og að
nokkru á hestum. Hann telur jaröskjálfta
tiða, og telur það að nokkru afleiðingu
þess, að jarövegurinn sé allur holóttur og
bergtegundir mjög eldfimar.
Hann greinir frá þvi, að á Skagaströnd,
en þar var um þetta leyti ein fjölsigldasta
höfnin noröan lands, hafi oröiö svo mikill
jarðskjálfti áriö 1726, að hátt fjall hafi
hrunið að grunni á einni nóttu, og þar hafi
orðið stórt vatn. En á öðrum stað hafi
vatn horfið — allstórt stööuvatn — og botn
þess oröið að allhárri hæð.
Anderson telur að jarðvegur á íslandi
sé íúllur af brennisteini og saltpétri, og
standi það fyrir jurtagróðri. Hann segir
lika, að jaröeldar séu algengir og eldgos
og geri þar mikinn skaöa.
Hann segir frá þvi, að áriö 1729 hafi
komið upp jarðeldur i he'raðinu Huuswich
og brenndi þorpið Myconiu, svo allur
jarðvegur, kirkjan, hús, kindur, kýr og
hestar brunnu til ösku. Hann greinir að
jarðeldurinn hafi farið svo hratt yfir, að
menn urðu aö hlaupa allt hvað af tók til
þess að komast undan. Eldurinn eyddi
þremur kirkjusóknum, eftir sögn hans, og
lá við sjálft, að aðrar þrjár yröu fyrir
sömuörlögum. Endrottinnbættiúr. Hann
sendi hellirigningu og þoku og slökkti eld-
inn.
Anderson lýsir fjöllum á Islandi á
furöulegan hátt. Hann segir þau mjög
eldbrunnin.ogþegar minnst vari, springa
þau i sundur með ógurlegum hvelli og
steypa ösku og hrauni yfir sveitirnar.
Hann segir,að árið 1721 hafi f jall eitt viö
Portlands Bay gosið ógurlega og eyddust
þá stór héruö af grjóti og jarðeldi. Einnig
segir hann aö stór hluti fjallsins hafi
runnið fram i sjó. I þrjá daga var loftiö
svo þrungiö ösku, að ekki sást til sölar.
Næstu tvö ár varð kvikfénaöur veikur I
munni af ösku og grjótmylsnu, sem falliö
hafði á beitilöndin. Hann segir að hraun
hafi runnið 18 milur á jafnlendi.
Framhald.
11