Heimilistíminn - 02.04.1978, Blaðsíða 19

Heimilistíminn - 02.04.1978, Blaðsíða 19
 el d i \ íúskrókur” Terta með sítrónuhlaupi í þessa köku þarf: 3 egg, 2 dl. sykur 2 1/2 dl. hveiti, 1 1/2 tsk. lyftiduft, 4 msk sterkt kaffi. Fylling: hlaup: 1 pakki af sitrónujello 2 dl. þykkur rjómi 2 tsk vanillusykur. Skreyting: 1 dl þeyttur rjómi, ananassneiðar og ber. Þeytið eggin og sykurinn létt. Blandið hveiti og lyfti- dufti út i og hrærið einnig út i smátt og smátt kaffinu. Hellið deiginu i vel smurt form. Bakið kökuna við 175 st. hita i ca 30 til 35 minútur. Búið nú til sitrónuhlaupið og hellið þvi i vatnsskolað form af sömu stærð og tertubotninn. Látið hlaupið stirðna á köldum stað. Látið þvi næst tertubotninn kólna vel. Skerið hann i tvennt. Þeytið rjómann vandlega. Leggið saman tertubotnana með hlaupbotninum á milli og einnig þeytta rjómanum. Skreytið tertuna að ofan með þeyttum rjóma, ananas og berjum eða einhverju öðru sem þið óskip frekar eftir að nota. 19

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.