Heimilistíminn - 02.04.1978, Síða 23

Heimilistíminn - 02.04.1978, Síða 23
— Ekki mjög mikið. — Það voru fáir, sem þekktu Fran vel, sagði Jennie. — hvernir skyldi Bryan Foster liða núna, þessum ræfli. — Það er ekki hægt að kenna honum um þetta að öllu leyti, sagði Barbara, og furðaði sig á þvi að hún skyldi segja þetta. — Hverjum öðrum? Jennie rak upp stór augu. — Ef til vill Fran sjálfri. Og svo var þetta auðvitað lika doktor Davidson að kenna, ef hann hefur kært hana fyrir slæma framkomu. — Það væri honum likt, hann er með sann- kallað steinhjarta. — Vel getur verið að doktor Davidson hafi lit- ið á þetta sem skyldu sina. — Kannski hefur hún Daisy okkar átt þarna einhvern hlut að máli, sagði Jennie. — Hún lét sig hafa það að koma hingað i morgun undir þvi yfirskini, að hún ætlaði að fá sér kaffibolla. Hún spurði mig, hvort ég hefði þekkt hjúkrun- arkonuna, sem framdi sjálfsmorðið, og ég sagði hanni að ég hefði ekki þekkt hana. Jennie hristi svartan kollinn. Rétt i þessu komu tveir læknar inn til þess að fá sér kaffi. Jennie fór til þess að sinna þeim. Jennie hafði aldrei verið eins falleg og þessa stundina, þegar hún hfði verið að ræða af mik- illi tilfinningu um Fran, hugsaði Barbara um leið og hún vafði fallegum pappir utan um gjafapakkann, sem hún átti að senda i póst um kvöldið, og fór svo að leggja saman afrakstur dagsins. Þetta hafði verið góður dagur i gjafabúðinni. Hugh hafði sérstaka hæfileika til þess að vita alltaf i hvers konar skapi hún var. Barböru varð þetta ljósara en nokkru sinni áður, þá um kvöldið. — Ég verð vist ekki til mikillar skemmtunar i kvöld, sagði hún við Hugh, um leið og þau gengu út úr sjúkrahúsinu saman. Hann brosti góðlega. — Ég þoli það. En sem læknirinn þenn, verð ég að segja þér að hætta að hugsa um þennan sorglega atburð. Þú getur ekki fært okkur Fran aftur. Þú eyðileggur að- eins þina eigin heilsu með þvi að vera alltaf að hugsa um þetta. Hugh hafði á réttu að standa, en það fór næst- um i taugarnar á henni, hversu kaldranalega hann tók þeirri staðreynd, að Fran var horfin þeim fyrir fullt og allt. — Hvernig get ég gleymt Fran? Hún var daufleg i málrómnum. —Ég ætlast ekki til þess a þú gleymir henni, en mundu, að Fran hugsaði ekkert út i það hvernig þér myndi liða, þegar hún var sá kjáni að svipta sig lifinu. Þetta var hennar lif.sagði Barbara þrá- kelknislega. — Ekki er ég þér sammála þar, sagði Hugh mildilega, en þó ákveðinn. — Lif hennar var mörgum til gagns, en Fran eyddi þvi samt. Það er aldrei hægt að afsaka slikt, Barbara. Þau óku um stund i rökkrinu, og bæði voru djúpt sokkin niður i hugsanir sinar. Að lokum sneri Hugh bilnum út af veginum og að litlum veitingastað, og lagði þar. —Mig langar ekkert i mat, sagði Barbara. — Góði Hugh, reyndu að skilja, hvernig mér lið- ur. i —Ég skil það, sagði hann ákveðinn. — En lif- ið verður að halda áfram, þrátt fyrir hörmung- arnar. Hugh gat lika verið þrár. Barbara fór inn á veitingastaðinn meira til þess að gera honum til geðs, heldur en vegna þess að hana langaði i matinn, en henni til mikillar undrunar var hún svöng. Hún hafði borðað litið sem ekkert frá þvi hún fékk fréttirnar um dauða Fran Harri- son. —Þetta er betra, sagði Hugh og leit með vel- þóknum á diskinn hennar. Hann fór að tala um hitt og þetta, sem var að gerast á sjúkrahúsinu, og fór aftur að tala um ótta sinn um að lömunarveikifaraldur væri i þann veginn að brjótast út i nágrenninu. — Á hvern hátt snertir það þig? spurði Bar- bara. — Það snertir mig ekki. John Davidson er sérfræðingur okkar i lömunarveliki og hann mun annast alla þá sjúklinga, sem verða fyrir alvarlegum skakkaföllum, vegna veikinnar. Það kann vel að vera, að þér falli ekki maður- inn vel i geð persónulega, Barbara, en þú verð- ur þó að viðurkenna, að hann vinnur sitt verk vel. þó að viðurkenna, að hann vinnur sitt verk vel. — Læknir ætti lika að vera mannlegur eða hvað? ' — Hvaða sönnun hefur þú fyrir þvi, að hann sé ekki mannlegur? — Þurfum við alltaf að vera að ræða um doktor Davidson? sagði Barbara óþolinmóð. — Þvi miður mun hann án efa eiga eftir að verða mest umtalaði maðurinn á Hilton- sjúkrahúsinu áður en langt liður. Þau fóru að tala um annað, og svo bað Bar- 23

x

Heimilistíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.