Heimilistíminn - 02.04.1978, Side 26

Heimilistíminn - 02.04.1978, Side 26
DXANA ÆTLAR ÞÚ AÐ GIFTAST ÞESSUM GRÍMUMANNI, DREKA? Brúökaup Dreka og Diönu nálgast, og Falk og kona hans Elizabeth hafa klætt sig i tilefni af giftingunni. Lesendur Tim- ans hafa um áraraöir getaö fylgst meö ævintýrum Dreka, og er hann án efa ein- hver vinsælasta myndasagan sem birtist i islenzkum blöðum um þessar mundir. sinu fara á milli New York og Hauskúpuhellis i Bangalla, en hún starfar hjá Sameinuðu þjóðunum i New York. Maður hennar berst gegn öllu illu i Bangalla. Vinir 21sta Drekans hafa alltaf verið að velta þvi fyrir sér, hvenær hann myndi finna réttu stúlkuna, og setjast i helgan stein, og nú er komið að þvi' að hann geri það. En hvers vegna beið hann svona lengi? —Það er nú einhvern veginn þannig, að hann hefur aldrei fundið sér tima til þess, segir Lee Falk, sá, sem skapað hefur og teiknað þessa myndasöguhetju, sem nú er orðin 41 árs. —En þetta er sjálfstæður maður og mjög duglegur. Loks ákvað hann, að timi væri til kominn að gifta sig. Eftir þvi sem sagan segir var fyrsti Drekinn vikadrengur á skipi. Hann var sá eini sem komst lifs af er sjóræningjar sökktu skipi hans fyrir 400 árum, undan strönd Bangalla. Þarna björguðu honum dvergar, sem kenndu honum að lifa i frumskóginum. Þessi fyrsti Dreki klædd- ist rauðum bUningi sinum og setti upp grfmuna, og sór, að allir afkomendur hans myndu flygja i fótspor hans og hóf að berjast gegn óréttlætinu. IbUar Bangalla sem trUa þvi að fyrsti Dreki hafi verið vikadrengur á skipi, hafa kallað afkomendur hans Ghost Who Walks, eða nánar til tekið Vofuna. Þess vegna valdi nUverandi Dreki sér nafnið Walker (sá sem gengur) þegar hann var sendur til Bandarikjanna tíl náms, 12 ára að aldri. (Það var þegar hann bjó hjá frænku sinni og frænda i Missouriað Dreki hitti Diönu, sem bjó i næsta húsi). A meðan hann dvaldist i Bandarikjunum var hann þekkt fótboltastjarna, lærði að skilmast og einnig náði hann langt á ýms- um öðrum sviðum. Þegar svo faðir hans var myrtur af sjóræningjum sneri Walker aftur heim til Bangalla til þess að taka að sér umsjá fjölskyldurnnar þar. Dreki býr i Hauskúpuhelli, og þaðan hefur hann radiosamband við um- heiminn. Þótt ekki sé neitt frárennsli úr hellinum er þar margt annað að finna, sem mönnum þætti eftirsóknarvert að sjá ogeiga. Þar eru til dæmis kistur fullar af gulli, demöntum og rUbinum, og allt eru þetta g jafir frá þeim, sem Drekarnir hafa hjálpað i gegnum árin. Gagnrýnendur hafa viljað halda þvi fram, að nýlendustefnu gæti i þessari sögu, en Falk bendir á, að Kit Walker sé ákafur demókrati — já, og svo mikill, að eitt sinn lét Franco einræðisherra á Spáni banna birtingu myndaáögunnar þar i landi. Dreki hefur verið þýddur á 15 tungumál og sagan verið birt i 500 dagblöðum i 40 löndum. Er þvi liklegt að ekki njoti aðr- ar myndasögur jafnmikilla vinsælda. Hinn 62 ára gamli höfundur sögunnar er mjög ánægður með þessa staðreynd. —Þegar á uppvaxtarárum minum hafði ég mjög mikinn áhuga á hetjum fyrri alda. Dreka má telja meðal þeirra. Falk er fæddur I St. Louis, en hann var 19 ára gamall og stundaði nám i bók- menntum við Illinoisháskólann, þegar hann fékk fyrst hugmyndina að sögunni Mandrake the Magician ( en Mandrake mun verðameðal gesta i brUðkaupi Dreka og Diönu). Tveimur árum siðar kom hann fyrst fram með Dreka, en það var árið 1936 Hann skrifar nákvæmlega söguþráð inn i Drekasögunum áður en hann fær Sy Berry hana i hendur, listamaðurinn hefur teiknað myndirnar frá árinu 1963 Falk hefur skrifað 12 leikrit og sett að minnsta kosti um 300 leikrit á svið i sum- arleikhúsum. 1 augum teiknimynda fræð- inga eins og Francis Lacassin við Reikningsþraut Hvaö færö þú mikiö út úr þessu samlagningardæmi, ef þú leggur saman allar tölurnar á mynd- inni? O ch & * ‘í’OI jnQjaA ueiuo5nr> tnej(js6u!u>Ha2l Sorbonne i Frakklandi er mesta afrek Falks þó að hafa skapað manninn frá Svörtu skógum. Lacassin segir, að Dreki eigi eftir að lifa lengur i hugum fólks en Falk sjálfur rétt eins og Odysseifur lifði skapara sinn Homer. þfj,_ Frú Lily Palmer i St. Louis Missouri tilkynnir að dóttir hennar Diana sé i þann veginn að ganga i hjónaband með hr. Kit Walker, sem einnig er þekktur undir nafninu Dreki. Athöfnin muni fara fram i Svörtu skógum i Afró-Afriku- rikinu Bangalla, og mun for- seti landsins, dr. Lamanda Luaga framkvæma gifting- una. Hjónin munu siðan fara i brúðkaupsferð til eyjunnar Eden undan Keela-Wee, en siðan mun brúðurin, sem hyggst halda fyrra eftirnafni 26 27

x

Heimilistíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.