Heimilistíminn - 02.04.1978, Síða 32
Sagan nm Tóta
og systkin hans
stað handa þér,” sagði Óli, pabbi Litla-Jóns.
Eirikur stóð á fætur og þrýsti hönd karl-
mannanna fjögurra. Hann var bæði glaður og
þakklátur, þvi að honum var vel kunnugt um,
að það var ekki alls staðar auðvelt að fá jarð-
næði.
,,Þú ættir nú fyrst og fremst að þakka henni
Boggu,” sagðiafioghló. ,,Það er hún, sem hef-
ur undirbúið komu þina.”
Bogga hló. —,,Já, þvi að annars hefðu þau á-
reiðanlega haldið að þú værir einhver afbrota-
maður”.
Og nú varð Eirikur að segja frá fjölskyldu
sinni. Hann átti konu og litla telpu, — ,,álika
gamla og þessa þarna” sagði hann og benti á
Mariu litlu. Sjálfur var hann alinn upp á heim-
ili þar sem þau voru tiu, systkinin. Eins og
nærri má geta var óhugsandi að þau gætu öll
verið heima. Sum þeirra urðu að fara burt og
koma sér fyrir annars staðar.
,,Komuð þið gangandi alla þessa löngu leið?”
spurði mamma — Litla-Jóns.
,,Nei, ég á hest” sagði Eirikur, ,,svo að kona
min og dóttir gátu oftast setið á honum. Þær
dvelja nú á gistihúsinu niðri i sveitinni á meðan
ég lit hér i kringum mig.
,,En hvað það verður gaman fyrir Mariu litlu
að fá telpu til að leika sér við,” sagði mamma.
,,Já, og það kemur sér nú vist vel fyrir mina
dömu lika”, sagði Eirikur og hó, ,,þvi að hún er
mesti ærslabelgur.”
Þau sátu i kringum bálið, þangað til komið
var langt fram yfir miðnætti. Að lokum sofn-
uðu þær Þyri og Maria litla, og var þá ákveðið
8
að halda heim. Eirikur gisti i Bárðarbæ um
nóttina.
En Tóti og Bárður gátu ekki sofnað strax.
Þessi dagur hafði verið svo ánægjulegur og
reyn§lurikur og þeir spjölluðu saman i hálfum
hljóðum. Alveg sérstaklega fannst þeim þó á-
nægjulegt að fá brátt nýjan nágranna sem
gaman yrði að hafa samband við.
Eftir nokkra stund kom amma til þeirra og
sagði að nú yrðu þeir að fara að sofa. Þeir
mættu til með að hætta að spjalla saman, það
væri orðið svo framorðið.
,,Já, við skulum gera það, amma min” svar-
aði Tóti og lokaði augunum. En Bárður gat enn
ekki stillt sig og hnippti strax i hann.
„Hugsaðu þér, ef Eirikur er ekki sá, sem
hann segist vera,” hvislaði Bárður.
„Hvað áttu við?” spurði Tóti.
„Jú, sjáðu til... hugsaðu þér ef hann væri nú
ræningi eins og Bogga talaði um!”
„Hvað ertu nú að rugla þetta drengur, þetta
var bara sagt i gamni” hvislaði Tóti „Eirikur
ber það með sér, að hann er ekki neinn ræningi.
Og svo gæti ekki heldur einn maður rænt okk-
ur”.
„Já, en ... hugsaðu þér, ef hann hefði nú
marga menn sem biðu hans i felum uppi i fjöll-
um”, hvislaði Bárður.
Tóti gat ekki varizt hlátri undir teppinu.
„Þú ert að hugsa um söguna sem afi sagði
okkur einu sinni um ræningjahöfðingjann i
Fannadal.”
„Já, það er alveg rétt”, sagði Bárður ákafur
—■ „og hann hét Eirikur og hafði rautt skegg....
Eirikur rauði.”
„Þetta er meira bullið i þér Bárður”, sagði
Tóti syfjulega.... „Það eru mörg hundruð ár,
siðan þetta gerðist... Svo man ég ekki betur en
að ræningjarnir yrðu vinir bændanna og settust
að hjá þeim niðri i dalnum.”
„Já, en hver veit, nema sumir þeirra hafi
alltaf verið þar ” sagði Bárður þvermóðsku-
lega.
„Hættu þessu bulli tafarlaust”, sagði Tóti og
geispaði — nú vil ég fara að sofa.
4. kafli.
ÚTILEGUMENNIRNIR í TRÖLLHEIMUM
Næstu dagar voru einkar ánægjulegir og
reynslurikir. Morguninn eftir lögðu allir karl-
32