Heimilistíminn - 02.04.1978, Blaðsíða 37

Heimilistíminn - 02.04.1978, Blaðsíða 37
Altt benctír nú til þess að i Noregi, Sviþjóð og i Þýzka- laodi verði menn brátt að fá nokkurs konar „ökuskirteini” eða reiðkort áður en þeir fá að fara á bestbak að nokkru ráði. Prá þessu var nýlega skýrt i norska blaðinu Nationen. Það segir Ingemann Vager yfir- maðnr Oslo Ridehus að honum litiet vel á þessa hugmynd, en hún sé nú mikið rædd i Sviþjóð og Þýzkalandi. Astæöan fyrir þvi, aö menn ræða nú þessi mál af meiri alvöru en áður, er, að slysumá hestamönnum fer nú mjög fjölg- andi. I Vestur-Þýzkalandi er undirbúningur aö þessari nýskipan langt kominn, enda slysatiöni hestamanna mjög há. A fjórum vikum létu þar lifið fjörir reiðmenn, þeg- ar þeir voru í útreiðartúr á vegum úti, að þvier segir I frétt frá vestur-þýzku frétta- stofunni Ritzau. Vager skýrir ennfremur frá þvi i Nationen, aö Norsk Rytterforbund hafi nýlega ákveðiö að gefa út skráningar- númer fyrir þá, sem eiga að fá leyfi til þessað fara á hestbak. Slys á hestamönn um i Noregi eru enn ekki orðin eins tið og til dæmis i Sviþjóð og Vestur-Þýzkalandi. Samkvæmt upplýsingum Norsk Rytter- forbund verður sjaldan slys á kappreið- um, en hins vegar verða stundum slys i reiðskólum. Allir keppnisknapar verða þó að hafa leyfi, eða vera skráðir em slikir, ef þeir eiga að fá að taka þátt i keppni. Einnig er ætlazt til þess að þeir gangist undir læknisskoðun af og til, aðsögn Kjell Ellingsen framkvæmdastjóra Norsk Rytterforbund. — Það er eiginlega hesturinn, sem er i mestu hættunni, segir Ellingsen ennfrem- ur. — Margir reiðmenn gera sér enga grein fyrir þvi, hversu mikið hesturinn raunverulega þolir. Skyldi það eiga eftirað verða framtiðin, að reiðmenn bæði hér á landi og annars staðar verði að fá ,,reiðkort” áður en þeir fá aðfara á hestbak og riða út. Sennilega þyrftu sumir þeirra á þvi að halda, en aðrir ekki, rétt eins og gerist með öku- mennina, enda er misjafn sauður i mörgu fé. Einhverjar leiðbeiningar um umferð og samskipti við aðra á vegum úti myndu eflaust ekki skaða reiðmenn frekar en ökumenn, svo fremi þeir færu eitthvað eftir sliku. Þfb. Sonur minn getur átt eft- ir að verða góður þjónn. Hann kemur aldrei, þeg- ar ég kalla á hann. Ef þú sérð hjón úti í gönguferð, þá er það sá sem skammast sín, sem er nokkrum skrefum á undan. Því meiru, sem maðurinn hellir í sig þeim mun minni möguleiki er á að hann drekki rödd sinni. Dáðin ber með sér hegninguna. Þegar karlmaðurinn er loksins farinn að skilja konur leyfir konan hans honum ekki að notfæra sér skilninginn. Því lengra aftur sem þú getur rakið ætt þína,þeim mun lengur hefur þú verið afkomandi. Þegar rakari klippir ann- an rakara hvor þeirra talar þá? 37

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.