Heimilistíminn - 19.07.1979, Qupperneq 13
og i Sviss. Hann hét Howard Tierney og
seldi tryggingar.
Gene var „uppgötvuö” eins og þaö var
kallað i Hollywood i þá daga, þegar hún
var i skipulagðri hópferð hjá kvikmynda-
félaginu Warner Bros áriö 1938. Hiln seg-
ir, aö forstjórinn, Anatole Litvak, hafi
litið áhana ogsagt umleið: — Unga kona,
þú ættir að leika i kvikmyndum. Þessi
stórfallega stúlka fékk þó ekki allt of
mörg hlutverk til aö byrja með, og helzt
leit út fyrir, að kvikmyndaframleiðend-
unum gengi illa að finna hlutverk fyrir
þessa 18 ára gömlu leikkonu sina. Þess
má geta, aö i samningnum, sem geröur
var viðhana, var tekið sérstaklega fram,
að ekki skyldi átt við framtennurnar i
henni, en þær voru ofurlitið skakkar, og
þóttu fremur til prýði en hitt. Fyrstu
hlutverkin voru ekki annaö en það, að hún
var látin halla sér hér og þar upp að ein-
hverjum fallegum bakgrunniog „taka sig
út”. Það nægöi þó til þess, aö stjörnu-
kóngurinn Howard Hughes veitti henni
þegar athygli,ogátti eftir að vera nákom-
inn henni i allmörg ár. — Ég held þó, að
aöalvandinn hafi veriö sá, segir Gene, —
að Howard gat ekki elskað neitt það, sem
ekki var meö vél innanborðs.
Arið 1941 hljópst Gene á brott til Las
Vegas meöfatahönnuðinum Oleg Cassini.
Þetta varekki vel ráðið.enda þótt Cassini
væri af rússneskum aöalsættum. Hann
var álitinn „útlendingur” f Hollywood, og
foreldrar Gene voru heldur ekki hrifin af
ráðahagnum. Hún var miður sin yfir af-
stöðu foreldranna, en um leið varð hún
fyrir miklu áfalli, þegar henni varð ljóst,
að faöir hennar, sem hún hafði alla tið til-
beðið var i þann veginn aðskilja við móö-
ur hennar til þess að kvænast f jölákyldu-
vinkonu. Fram aö þessuhöföu laun Gene
veriö greidd fyrirtæki, sem Howard
Tierney stjórnaöi. Mikið strið hófst nú
milli feðginanna, þegar Gene varö ljóst,
aö faðir hennar haföi eytt þeim 50 þúsund
dollurum, sem hún haföi lagt til hliðar.
Særö og hrygg sagði Gene skiliö viö fööur
sinn, og átti ekki eftir að sjá hann nema
einu sinni áður en hann dó árið 1963.
Brátt bættist enn ein hörmungin við.
Hún hafði fengiö rauöa hunda á skemmti-
ferðalagi meðal bandariskra hermanna
erlendis, en þetta var i siöari heimsstyrj-
öldinni. Genevar ófriskþegar þetta gerð-
ist, og afleiöingarnar af sjúkdómnum létu
ekki á sér standa. Gene mun bera þess
merki til æviloka, hvað á eftir kom, en
rúmum fjórum árum síðar varð hún aö
koma dóttur sinni Dariu fyrir I skóla fyrir
vangefin börn.
— Tómleikinn innra meö mér lfktist
einna helzt djúpri gjá, segir hún. — Litla
stúlkan var dásamleg, með gullna lokka
og mjúkt skinn. Hún var I útliti eins og
venjuleg litil fjögurra ára gömul stúlka.
Ég grét vegna Dariu og yfir sjálfri mér,
þangað til ég vissi ekki lengur, hvaöan
tárin komu. Daria er nú 35 ára gömul, og
enn með andlegan þroska smábarnsins.
Hún er á hæli i New Jersey.
Ari eftir að litla stúlkan fæddist, kom
kona til Gene I veizlu, sem hún var i. Hún
sagðist hafa séö hana á skemmtuninni, en
hefði þá reyndar átt að vera lokuð inni,
vegna þess að hún var með rauða hunda.
Hún heföi læözt út, vegna þess aö hana
langaöi svo mikið að sjá Tierney. — Ég
varð aö gera þaö, sagöi honan hrein-
skilnislega. — Þú varst alltaf uppáhalds-
leikkonan min. Leikkonan varö orðlaus,
og svaraöi engu.
A meðan Gene var að leika I Dragon-
wyck hitti hún Jack Kennedy, sem kom-
inn var úr striðinu, og varð að liggja á
sjúkrahúsi mánuðum saman. Hann skildi
Hún var ekki fallegt ungbarn, en þriggja,
ára var hiin sannarlega farin aö biómstra.
Hún á lifandi bróður ogsystur i Fairfield f
Connectic ut.
tilfinningar hennar, vegna þess að sjálfur
átti hann vanheila systur. Hjónaband
Gene og Cassini var nú ekkert orðið nema
lagabókstafurinn, og brátt urðu þau
Kennedy Elskendur. Hann var kaþólskur,
hafði mikinn stjórnmálalegan metnað og
auk þess mjög yfirráðagjarn. — Þú veizt
vel, Gene, að ég gæti aldrei gifzt þér,
sagði hann dag nokkurn. — Vertu sæll,
Jack, hvislaði hún og gekk út.
Cassini og Gene sættust um stundarsak-
ir, og Gene eignaðist aðra dóttur, Tinu,
sem nú er 30 ára og á heima 1 Paris með
eiginmanni si'num og þremur börnum.
Hjónabandið endaöi þó meö skilnaði árið
1952. Hún hellti sér enn dýpra niöur i vinn-
una, og andlegt jafnvægi hennar var ekki
mikið. Annan daginn var hún ofsakát, og
þann næsta mjög þunglynd. Hún skemmti
sér nú meö þeim mönnum, sem fóru með
aðalhlutverkin á móti henni i kvikmynd-
Daria dóttir Gene fæddist árið 1943 og var
vangefin. Sú staðreynd öðru fremur varð
til þess að hiin lagðist f þunglyndi.
unum: Spencer Tracy, Clark Gable,
Tyrone Power. Hún dansaöi, hló og sigldi
um i' Evrópu með Aly Khan prinsi. Henni
fannst hann bæði töfrandi og menningar-
legur, en um leið „glaumgosi” með svo-
litla samvizku. Hún var bæði glöð og ham-
ingjusöm með honum. En svo leið tfminn
og þaöfór að halla undir fæti fyrir henni
og peningaráðin minnkuðu. Hún var ó-
hamingjusöm og sneri aftur til Banda-
rlkjanna.
Þegar svo Humphrey Bogart lék á móti
henni í kvikmyndinni The Left Hand of
God árið 1955 varð honum ljóst, að leik-
konan var alvarlega veik. Hann varaöi
Fox-kvikmyndafyrirtækið við, en þar
hlustaði enginn á hann. Menn sögðu
aðeins — Gene er hress og káL Hún
var það á meöan á kvikmyndatök-
unni stóö, þar fyrir utan var
hún nær hjálparlaus. — A með-
an ég var að leika einhvern annan,
leiðmér vel, segir húnnú. — En þegar ég
Framhald á 26. siðu
Oleg Casskii, fyrri maður Gene var liös-
foringi i bandariska hernum I sfðari
heimsstyrjöldinni.
13