Heimilistíminn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Heimilistíminn - 19.07.1979, Qupperneq 28

Heimilistíminn - 19.07.1979, Qupperneq 28
sem alltaf á sér stað á landar- eign hans”. Hann geröi smá- hlé á máli sinu og spurði svo: ,,t>d hefur þó ekki verið með strákunum, sem stálu frá mér rófum f haust?” Köld augun störðu framan i Hilmar, sem sá ekki annaö vænna, en að hrækja framan i karlinn. Sig- mundur veinabi eins ogkona i barnsnauð, sleppti hálstakinu og notaði báöar hendurnar til að kýla Hiimar. Hann reyndi aö veita einhverja mótspyrnu, en hún haföi ekkert aö segja, Hér var viö ofurefli að etja. Með nokkra marbletti og bólgna ogsprungna vör, slapp hann frá honum. Sigmundur hélt áfram að hreyta i hann ónotum. „Þú skalt bara vara þig framvegis, góurinn, og ekki reyna aö leggja hendur á þér meiri máttar. Já, þið eruð sko ailir eins, ormarnir ykkar”. Hilmar fetaði sig hægt og rólega aftur á bak ogsiðan tók hann á rás inn götuna. Sig- mundur stóð sperrtur og barði stafnum i jörðina, blóðið ólgaði I æðum hans, og hann fann til sárrar réttlætis- kenndar. Þaö dugði ekkert annað en að sýna þessum vill- ingum, að hann Sigmundur Stefánsson iéti ekki vaða ofan I s[g. HÚmar hljóp heim á leiö og reyndi að forðast ab mæta nokkrum manni. Tárin streymdu niður kinnar hans, og augun voru grátbólgin. KHkankom saman til skrafs og ráöageröa skömmu eftir kvöldmat. Þá lá fyrir skýrsla Hilmars um málið, sem óli 28 hafði fengið. Var samþykkt einróma að með einhverjum hætti skyldi þessarar árásar á . Hilmar verða hefnt. óii kom með sniðugar hug- myndir i þeim efnum. Heim- spekingurinn hafði hugsað málib siðdegis og bætli við stórsniðugum hugmyndum. Nonni ætlaði að redda öllu. Þá var fundi slitið. 2 kafli Makleg málagjöld. Mikla hefndarför átti aö fara þetta veðurmilda laugar- dagskvöld. Heimspekingurinn hlakkaði mjög mikið til og ekki að ástæbulausu. Hann hafði llka margoft fengið að finna fyrir hnefum Sigmundar og f flest- um tilvikum hafði hann veriö tekinn I misgripum fyrir aðra þrjóta, sem höfðu logið ýms- um ódæðum upp á hann, en verið svo sekir sjálfir. lleimspekingurinn þambaði óspart svaladrykk og þurfti við ogviðað laga hornspanga- gleraugun, sem jafnóðum runnu fram á nefið á honum. Hann var að gera nákvæman uppdrátt af vigvellinum, þar sem Hilmars skyldi hefnt. Ekkert mátti fara úrskeiðis. Nonni var aftur á móti að sulla með tjöru inn f bátaskýl- inu hans pabba sfns niður við höfnina. Hann hafði gefiö hon- um allan þann afgang, sem hann átti eftir um haustið, eft- ir að Nonni hafði hjálpað hon- um við að tjarga bátinn hans. Nonni átti nefnilega lftinn kanó, sem var einsmanns bát- ur, og kom þá tjara sér oft vel tQ að þétta hann betur undir. Nonni losaði fóðurbætisfötu, sem hann fann f skýlinu og setti tjöruna I hana. Hann mátti alls ekki eiga á hættu að nokkur sæi hinar réttu umbúð- ir, þegar klikan færi að Bakkabæ. ÓIi hafði það rólegast af strákunum þennan eftirmið- dag. Hann þurfti aðeins að At- vega vasaljós. Það var nóg fyrir foringjann að þurfa að bera ábyrgð á klikunni i heild.. Strákarnir hittust við báta- skýlið, þegar tók að rökkva. Þeir komu allir á svipuðum tima. Nonni opnaði skýlið, sem var læst aftur meö stór- um hengiiás. Það var kalt og drungalegt þar inni og niðamyrkur. óli varö að kveikja á vasaljósinu, svo þeir sæju til. Skýlið var nokkuð stórt. Alls staöar var á að lita alis kyns veiðarfæara- dót svo sem belgi, baujur, handfærarúilur, linubala og þarna var lika geymd lftil trilla, sem pabbi Nonna var að byggja yfir fyrir annanmanni þorpinu. Stýrishúsið var rétt hálf klárað. ,,Hvar er tjörufatan?” spurði Óli, en hann hafði ekki komib auga á hana. Nonni benti f áttina að segl- dúk.sem lá ofan á miklu dóti. ,,Hún er falin þarna undir”. Heimspekingurinn varö fyrritil að athuga máUð. Hann byrjaði aö draga til segldúk- inn, en skyndilega sleppti hann honum og veinaöi af hræðslu. Eitthvert óhugnan- legt, loðið Aýr stökk framund- an oghljóp á lappirnar á hon- um með miklu hvæsi. „Minkur”, vældi Heim- spekingurinn og stóð stjarfur af ótta. Hann greip ósjálfrátt i buxnaskálm arnar og hélt þeim að sér. Dýrið tók á rás beinustu leið út. óli náði að lýsa á það ljós- inu, rétt áður en það slapp út. Nonni oghann ráku upp skelli- hlátur. Heimspekingurinn vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið.Hann var ennþá i sjokki. „Þetta var bara Htiil og sak- laus köttur”, sagði Óli hlæj- andi. „Þessir viIUkettir eru alltaf annað slagið hérna inni”, mælti Nonni, „ég skil bara ekki hvar þeir komast inn”. Heimspekingurinn var ekki á sama máli og þeir. „Minkar geta verið eins á Btinn og kettir”. „Ég þekkti strax köttinn, þegar ÓU lýsti á hann”, sagöi Nonni, „trúðu mér”. „Köttur hvæsir ekki svona mannætuiega”, sagöi Heim- spekingurinn og hryllti við. Hann var ekki á þvi aö gefast upp, allra sist úr þvf að strákarnir hlógu að honum. Nonni og óli þekktu báðir þrjósku hans og hættu öUum þrætum. Þeir tóku aUir að leita að fötunni og fundu hana á visum staö. „Vá, hvaö hún er þung”, gall I Heimspekingnum þegar hann tók á henni. Nonni potaði i bakið á hon- um. „1 guðánna bænum, tal- aðu lægra maöur. Þú vekur annars keisarann i Kfna. Það gæti alltaf einhver strákalýð- ur verið að þvælast hér við höfnina”. „Fyrirgefið”, muldraði Heimspekingurinn og ýtti gleraugunum upp á nefið á sér. Hann „spældist” yfir þvi að hafa ekki gætt sfn. Vitan- lega varð að gæta allra ó- hljóða á svona kyrrlátu haust- kvöldi. „Dugarþessitjara?” spurði Óli Nonna. „Þaö vona ég. Það er ekki meira til”. * i

x

Heimilistíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.