Heimilistíminn - 19.07.1979, Page 33
tveir rösklegir náungar voru tilbúnir að hlaupa
á eftir þeim... Drengjunum var strax ljóst, að
nú var ekki um neitt annað að ræða fyrir þá, en
að flýja og hlupu tafarlaust út af veginum, hvor
til sinnar handar.
Halli hrasaði illa i brekkunni neðan við veg-
inn, komst þó fljótt á fætur aftur, en varð að
fórna töskunni, sem hann hafði alltaf haldið á,
og var nú með dótinu, sem Villi hafði lagt undir
sig i verzluninni. Þrátt fyrir þetta óhapp,
komst Halli inn i greniskóginn, töluvert á und-
an manni þeim, sem elti hann. Og nú datt hon-
um allt i einu i hug bragð eitt, eða brella, sem
einn af gömlu strákunum, eins og þeir yngri
kölluðu þá, hafði eitt sinn kennt honum, ef þeim
dytti i hug að strjúka. Bragðið var i þvi fólgið,
að rugla i riminu þá, sem leituðu, með þvi að
kasta steini i gagnstæða átt. Það átti að geta
tekizt i vondu skyggni, eða i þéttum skógi, ein-
mitt eins og nú var ástatt hér... Hann fann þvi
stein og kastaði honum af alefli i gagnstæða átt
við þá, sem hann ætlaði, og féll steinninn niður
i skóginn með nokkru braki og brestum. Og viti
menn. — Halli sá, að þetta bar strax tilætlaðan
árangur, þvi að maðurinn hljóp i þá átt þar
sem steinninn féll niður. En Halli reyndi að
gæta þess af fremsta megni, að láta sem allra
minnst heyra til sin, — stiga niður af mikilli
varfærni. Annars mundu þeir sennilega finna
hann og ná honum. Til öryggis fór hann þvi um
stund úr skónum og gekk á sokkunum... Svo
kastaði Halli öðrum steini, og það bar alveg
sama árangur. Maðurinn hljóp aftur á hljóðið.
Nú var maðurinn kominn svo langt i gagn-
stæða átt að Halli hætti á, að ganga i sveig til
baka, faldi sig þar i þéttu grenitré og sá þaðan
niður til vegarins. Þar fór hann aftur i skóna og
varð nú hugsað til Villa. Það voru litlar likur
til, að hann kæmist undan mönnunum. Hann
var alltaf eitthvað svo framtakslaus og ósjálf-
bjarga i skóginum. Eina vonin var sú, að hann
hefði getað hlaupið ofurlitið á undan, og svo
tekizt að fela sig. En Halli óttaðist, að hann
mundi brátt sjá stóran og sterkan mann koma
með hann út úr skóginum... Þá varð Halla lika
hugsað til töskunnar, sem var tilfinnanlegt fyr-
irþá að missa, eins og á stóð. En það var alltof
mikil áhætta fyrir hann að reyna að ná henni.
Enn heyrðist ekkert frá skóginum hinum
megin. Ef til vill hafði þá Villa tekizt að fela
sig?
Nú brakaði hátt i sprekum á ný, og Halla létti
mjög, þegar hann gerði sér grein fyrir, að það
var hans megin. Stór maður steig þungt til
jarðar, skammt frá honum, og nálgaðist lim-
gerði, sem var þar við veginn. Maðurinn nam
staðar við limgerðið, beið þar lengi og hlustaði.
Loksins klöngraðisthann þó yfir það og niður á
veginn, i áttina til bilsins. Halli heyrði, að það
small i töskulásnum. Enn þá var allt hljótt hin-
um megin. Halli varð bjartsýnni. Hann heyrði,
að billinn var ræstur, hélt hægt af stað eftir
veginum og var brátt horfinn en nú var aðeins
einn maður i honum. Hinn maðurinn hlaut þvi
að vera að leita að Villa, það var ekkert vafa-
mál. Og Halli, sem þekkti vel, að þolinmæði
Villa var mjög takmörkuð, var hræddur um, að
nú þryti hún of fljótt, og hann yrði kannski tek-
inn.
Halli laumaðist nú frá grenitrénu og skreið
undir limgerði, sem var við veginn. Og þegar
hann sá, að enginn var á veginum, hljóp hann
leifturhratt yfir hann og inn i skóginn hinum
megin, viðbúinn þvi, að einhver náungi kynni
að leynast þarna og festa hendur i hári hans.
Það varð þó ekki, sem betur fór, og þvi lengra,
sem hann kom inn i skóginn, varð hann örugg-
ari. Ef til vill var heimskulegt af honum að
fara frá veginum, þvi að nú gat hann ekki
fylgzt með þvi, hvort Villi næðist, — og hér gat
hann reikað um i skóginum og leitað allt til
jóla... Halli settist niður um stund, i þungum
þönkum, og raunar ráðvilltur. Það var vissu-
lega enginn leikur, ekkert gamanmál að
strjúka.... Hann ákvað að halda göngunni
áfram, inn i dimman skóginn, þótt hann vissi
tæpast, hvað hann var að gera. Að sjálfsögðu
var hættulegt fyrir hann að vera hér á ferli, þvi
að þessi náungi gat legið hér nærri i leyni, og
ráðist á hann fyrr en varði.
Hann nam staðar við stórt grenitré og hlust-
aði. Litil mús þaut fram hjá honum og inn i
þéttan runna. Annað hljóð heyrði hann ekki.
Hvað átti hann að gera?.. Hvert átti hann að
fara? Hann mundi væntanlega geta haft sig
fram úr þessum vanda einn. En hvað mundi
verða um Villa? Og hvar var hann nú?..Hann
hlustaði á ný. Allt var kyrrt og hljótt, það bærð-
ist ekki hár á höfði. Það var sem grenitrén
stæðu lika á öndinni og hlustuðu.
Þá heyrðist allt i einu hár brestur fáa metra
frá honum. Halli hrökk við. Hvor þeirra skyldi
þetta vera?.. Svo varð allt hljótt á ný. Halli
kraup niður og horfði athugull inn á milli trjá-
stofnanna. Var ekki þarna áreiðanlega einhver
dökk þúst, hjá einu grenitrénu? Jú, þarna
hreyfði hún sig, og svo heyrðist annar brestur.
Var þetta Villi eða maðurinn frá bilnum?... Nú
33