Heimilistíminn - 19.07.1979, Page 37

Heimilistíminn - 19.07.1979, Page 37
Snemma um morguninn, þegar konan, sem bjó i hús- inu, leit út um gluggann, sá hún eitthvað grænt i hnipri á tröppunum. Hún hraðaði sér niður, og sá að þetta var lit- ið kaktus barn.Hún flytti sér aftur inn i húsið og náði i tusku til þess að geta tekið barnið varlega upp, en ekki vildi hún nú stinga sig. Þótt hún legði tuskuna utan um Lynga, vaknaði hann ekki. Hún bar hann innn i húsið. Þegar Lyngi vaknaði, gat hann alls ekki hreyft sig, og skildi ekki, hvernig á þvi stóð. Hann renndi augunum til allra hliða, upp og niður, og komst að raun um, að bú- ið var að setja hnn i blómst- urpott úti i glugga. Hann gat ekki einu sinni grátið. Þetta var svo hræði- legt. Hann var fangi. Hann myndi nú enda lif sitt sem kaktus i glugga, og aldrei komast heim til Kaktus- lands aftur. Hvað gat hann gert? Konan, sem hafði sett hann ipottinn, var gift garð- yrkjumanni. Þau voru bæði mjög hrifin af að hafa fengið svona sjaldgæfan kaktus upp i hendurnar alveg óvænt. Aðrir garðyrkju- menn viðs vegar að af land- inu komu til að skoða þenn- an skritna kaktus, sem var svona fallega grænn. — Alveg sérstakur, sögðu allir, sem sáu hann. Aldrei hafði nokkur garðyrkju- maður séð svona fallegan kaktus. En Lyngi varð ljót- ari og ljótari með hverjum deginum, sem leið. Hann varð gulleitur og sprotar duttu af honum daglega. Bráðum myndi hann deyja af sorg og heimþrá. Kvöld eitt, sagði konan við manninn sinn, að hún skildi ekkert i þvi, hvernig kaktusinn hennar væri að verða. Hann veslaðist upp og yrði brátt að engu. Hvað gætu þau gert? Þau skildu ekki bókina, sem hann hafði tekið með sér frá Kaktus- landi, og þvi vissu þau ekki, hvernig fara átti með kakt- usbarn. Loks komu þau sér saman um, að bezt væri að senda hann til Kaktuslands, þegar skipsferð félli. Lyngi var heppinn. Varlega var búið um hann og hann settur út i skip, sem átti að fara til heimalands hans. Á leiðinni heim ákvað Lyngi, að aldrei skyldi hann freista þess aft- ur að fara til annars lands, og um leið kastaði hann bókinni um önnur lönd i sjó- inn. Ekki eru öll kaktusbörn eins heppin og Lyngi, að komast heim til sin aftur. Þessi tegund er með gifsumbúðir sem fylgja ókeypis SP0 sbe Bergmál er það eina, sem getur haft síðasta orðið í samræðum við konu. * Ég drekk ekki meira, og þess vegna drekk ég heldur ekki minna. Reynsla er vizka, sem maður hefur aflað sér, þegar allt er orðið um sein- an. Þú getur komizt hjá ádeilu með því að gera ekki neitt, segja ekki neitt og vera ekki neitt. I stóru fyrirtæki hugsa of margir um sjálfa sig, en í litlu fyrirtæki hugsa menn of mikið um aðra. Ef þú ert duglegur og vinn- ur átta tíma á dag af miklu kappi getur þú ef til vill orðið yfirmaður og unnið tólf tíma á dag. Kappræður eru viðræður, þar sem tvær persónur tala saman og hlusta á sjálfa sig. 37

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.