Heimilistíminn - 20.09.1979, Side 19

Heimilistíminn - 20.09.1979, Side 19
Carl Johan flissaði, þar sem hann lá á gólf- inu. Roland starði á hann og Carl Johan sagði: — Já, fyrirgefðu, en þetta hljómar svo skemmtilega. Göran hlýtur að hafa búið i borg- inni. — Hjá Elsu, eða hvað? sagði Katarina allt i einu. — 1 læsta herberginu.. — 1 læsta herberginu, sagði Roland og kink- aði kolli, og hafði gaman af að segja þetta. Hann brosti. — Var þetta þá þin hugmynd frá byrjun? sagði Katarina og gaut hornauga að kaffikönn- unni. Mikið gekk þetta hægt. Roland játaði þvi, og sjálfsánægjan skein úr svipnum. — Það má segja það, sagði hann. Katarina lagði sig alla fram og hélt áfram: — En hvað hefðuð þið gert, ef ég hefði ekki orðið hrifin af Göran? — Já, það er nú það, sagði Roland. — Það var lika það eina, sem við vorum ekki alveg vissir um i byrjun. Afgangurinn hlaut að ganga eins og i sögu. En þetta fór allt vel. Katarina hugleiddi það, hvernig nokkur maður gat verið svona viss i sinni sök, að hann skyldi ekki hafa efazt um, að hún yrði ástfang- in af honum. Og hann hafði lika haft á réttu að standa, það var nú reyndar það allra versta. En hann hefði getað hrifið hvaða stúlku sem var, eins öruggur og hann var með sjálfan sig, skemmtilegur i framkomu og kátur. En nú stóð hann þarna með byssuna i hendinni. Katarina tók i sig kjark og sagði: — Þið tókuð á ykkur mikla áhættu. Hugsaðu þér bara, ef Carl Johan hefði náð i mig strax i byrjun. Hugsaðu þér, ef Thomas hefði fengið tækifæri til þess að segja mér það, sem hann hafði ætlað að segja? Hvað sem það nú annars var, bætti hún við. — Hann ætlaði að segja þér frá viðskiptum Görans, skaut Carl Johan inn i. — Hann hélt að Göran væri dáinn. Hann trúði þvi, að hann væri öruggur. Hann hafði sjálfur selt — nú ætlaði hann að hætta, og hann ætlaði að hjálpa til við að ná i fleiri af hinum stóru, sem höfðu sagt honum frá Göran. En... —Hann var mesti kjáni, sagði Roland. —- Við hættum ekki á neitt. Við tvö vorum alltaf saman, manstu ekki eftir þvi? Katarina gat næstum ekki afborið svipinn á andliti hans. Hún fann hvernig roðinn hljóp fram i kinnar hennar, þegar hún hugsaði um það, sem á undan var gengið. Hún leit niður fyrir sig og um leið hætti kaffikannan að suða. — Hvar eru bollarnir? spurði Roland. — Þarna i skápnum, svaraði Katarina. — En ég get... — Stattu kyrr, sagði Roland stuttaralega. Katarina lét sem sér stæði á sama og stóð kyrr, en nú barðist hjartað i brjósti hennar og hend- urnar skulfu. Skyldi þetta takast — ef henni mistækis- væri öllu lokið. Roland setti bollana á borðið, leit til Carls Johans, eins og til þess að fullvissa sig um að hann lægi kyrr þar sem hann hafði verið, og beygði sig siðan fram hjá Katarinu til þess að taka kaffikönnuna af vélinni. Á sama augnabliki öskraði Carl Johan, og kastaði sér til hliðar á gólfinu. Allt gerðist þetta svo snöggt, að hvorki Katarina né Roland gerðu sér grein fyrir þvi hvaðan hljóðið kom og litu ósjálfrátt við. Roland lyfti byssunni en á sama augnabliki greip Katarina kaffikönnuna og skvetti úr henni beint framan i Roland, sem æpti af sársauka og undrun. Byssan datt á gólfið með háu glamri, kannan sömuleiðis og fór i þúsund mola. Katarina hljóðaði lika upp yfir sig i æsingnum og hljóp yfir til Carls Jo- hans, sem reyndi að standa á fætur. Fyrir aftan hana reyndi Roland að standa á fótunum en hné svo niður á gólfið. Carl Johan hrópaði til Katarinu að reyna að ná byssunni, og þegar hún hvorki heyrði hann né skildi, sparkaði hann i hana, svo hún flaug þvert yfir gólfið. — Hjálpaðu mér að losa mig! sagði Carl Jó- han og rétti fram hendurnar. — Flýttu þér....! Katarina starði tryllingslega i kringum sig. Skæri, hnifur, tvort tveggja hékk á hnifabrett- inu á veggnum. Hún skar snærið en hendur hennar skulfu svo, þvi hún var hrædd um að skera i hendur hans. Hún leit yfir öxl sér og sá að Roland reis á fætur, óstöðugur á fótunum, en hélt höndunum fyrir andlitinu. Hann fálm- aði svo i kringum sig eins og hann væri að leita að byssunni. Hann ætlaði ekki að missa tökin á þvi, sem þarna var að gerast. En svo féll hann fram yfir sig og rak höfuðið i borðbrúnina og lá hreyfingarlaus á gólfinu. Hann reyndi ekki að hreyfa sig, og næstu augnablikin notaði Carl Johan til þess að ná byssunni, og svo greip hann i handlegginn á Katarinu og dró hana með sér út úr eldhúsinu. Þau höfðu bæði séð Roland læsa eldhúsdyr- unum, og lykillinn var i vasa hans. Carl Johan eyddi ekki timanum i að athuga hvort stóru dyrnar væru lika læstar. Hann opnaði næsta glugga og sagði: 19

x

Heimilistíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.