Heimilistíminn - 13.07.1980, Page 3

Heimilistíminn - 13.07.1980, Page 3
Jólatréð og agúrkur œktin Gróðurhúsum fer stöðugt fjölgandi hér á landi, og þá á ég við gróðurhús i einka- eign, heima við ibúðarhús. Fjölmargir eru því farnir að rækta grænmeti, t.d. tómata og agúrkur, og uppskeran getur orðið býsna góð hjá mörgum. Eitthvað þarf að gera til þess að halda uppi agúrkuplöntunum, og flestir binda þær liklega upp, en nýlega rakst ég á tvær snjallar hugmyndir fyrir agúrkuræktendur i banda- risku blaði. Birti ég af þeim myndir, sem ættu að auðvelda fólki, að notfæra sér leiðbeiningarnar. Þvi miður getið þið vist ekki notfært ykkur hugmyndina um agúrkuvaxið jólatréð fyrr en á næsta sumri og þá þvi aðeins aö þið leggið i vana ykkar að kaupa lifandi jólatré. Þið eigið nefnilega að halda þvi til haga, þegar jólin eru um garð gengin. Leyfið þvi bara að liggja einhvers staðar utan dyra i roki og rigningum, svo allar barrnálarnar detti af greinum þess. Þegar svo er kominn timi til þess að hefja agúrkuræktina i gróðurhúsinu skulið þið ná i jólatréð. Klippið stuttar greinar af, og styttið lengstu greinarn- ar þannig, að þær verði ekki nema 50 cm langar, i mesta lagi. Stingið trénu niður i moldina i gróðurhúsinu, og nið- ur með þvi skulið þið svo stinga tveim- ur góðum spýtum, sem hægt er að binda það við, svo það falli ekki um koll. Þá er komið að agúrkuplöntun- um. Þegar þær taka að hækka og lengjast eiga þær að vefjast utan um og styðja sig við greinar trésins, og i staðinn fyrir jólatré hafið þið eignast agúrkutré. Hin hugmyndin fyrir agúrku- ræktandann er, að fá sér bildekk. Sá agúrkufræjunum innan i það, i góða og frjásama mold. Setjið svo nokkuð gróft virnet, gjarnan girðingarnet utan um dekkið, eins og sést að gert hefur verið á myndinni, og látið þaö ekki ná alveg saman. Þannig verður auðveldara að teygja sig inn og lag- færa eða hagræða agúrkuplöntunum. Festið netið niður með tveimur spýt- um eða kústsköftum, eins og sést á myndinni. I bandariska blaðinu er gert ráð fyrir, að agúrkurnar séu ræktaðar utan dyra, enda er þar hitinn nægur. Þar er talað um, að svart dekkiö haldi vel hita að fræjum og plöntum og það genr þaö án efa ekki siður hér, þótt i gróðurhúsi sé. Einnig er sagt, að rigningarvatn renni ekki eins auðveld- lega frá plöntunum vegna dekksins, en i gróðurhúsinu ætti að vera hægt að vökva nægilega oft til þess að sá kostur komi ekki til greina. Vonandi getiö þið hagnýtt ykkur þessar hugmyndir, þótt ekki verði fyrr en næsta vor, og jóla- tréð er tilbúið til notkunar. fb Blómin okkar 3

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.