NT - 24.04.1984, Blaðsíða 11

NT - 24.04.1984, Blaðsíða 11
't Þriðjudagur 24. apríl 1984 11 Ung stúlka slasast í bílveltu í Skaftártungu: Ökumaður grunaður um ölvun - var með annan bíl í drætti og er talin mesta mildi að ekki fór verr ■ Dodge jeppi á austurleið með Lödu bifreið í drætti valt skammt vestan við Eldvatnsbrú í Skaftártungu með þeim afleið- ingum að tvítug stúlka slasaðist og var flutt með flugi frá Kirkju- bæjarklaustri á slysadeild Borgarspítalans. Meiðsli hennar munu ekki vera mjög alvarlegs eðlis. Mesta mildi var að ekki fór verr en ökumanni Lödubif- reiðarinnar tókst að sveigja frá jeppanum á síðustu stundu. Ökumaður Dodge jeppans er grunaður um ölvun við akstur. Aðdragandi slyssins, sem átti sér stað á skírdagskvöld var að ökumaður jeppans missti stjórn á bíl sínum í beygju rétt vestan við Eldvatnsbrú þannig^ að bifreiðin snerist á veginum og valt. ■ Flugleiðaþota sá um Akureyrarflugið í allan gærdag og veitti ekki af, enda margir á faraldsfæti á leið suður eins og þessi mynd ber með sér. NT-mynd: gk-Akureyri Annríki í innanlandsflugi: Hundraðasti hluti þjóð- arinnar á lofti í gær ■ Flugleiðir fluttu um 2.000 manns í 26 flugferðum innanlands í gær, flesta utan af landsbyggðinni til höfuðborgarinnar. Hjá Arnarflugi urðu farþegar innanlands rúm- lega 300 talsins. Að meðtöldum farþegum minni flugfélaganna er því ljóst að vel yfir einn af hverjum hundrað íslendingum hefur brugðið sér í loftið í gær. Mikill fjöldi Sunnlendinga hefur heimsótt Norðurland um páskahelgina því auk þeirra sem komu þaðan fljúgandi í gær komu 5 rútur með um 300 farþega að norðan á Umferðarmiðstöðina í gærkvöldi. Á Um- ferðarmiðstöðinni var búist við a.m.k. um eða yfir þúsund farþegum utan af landi í gær. INNLÁNS SKÍRTEINI ÚTVEGSBANKANS BERA HÆSTU VEXTISEM NOKKUR ÍSLENSK INNLÁNSSTOFNUN BÝÐUR ---OG ÞVÍ FYLGJA FLEIRIGÓÐIR KOSTIR.- RÁÐGJAFINM í (JTVEGSBAMKANUM LEIÐIR ÞIG í ALLAM SAMMLEIKAMM UM ÞAÐ. KOMDCI Á EIMHVERM AFGREHDSLCJSTAÐ CITVEGSBAMKAMS OG SPYRÐU EFTIR RÁÐGJAFAMCJM. ÚTVEGSBANKINN EINNBAHKI-ÖLLMÓNUSTA Sovéskur sjó- maður með al- varlega heila- himnubólgu - þyrla komst ekki til að bjarga honum ■ Slysavarnafélag íslands var í morgun að kanna möguleika á að senda þyrlu til móts við rússneskan togara út af Reykjanesi, en þar um borð er sjómaður með heilahimnu- bólgu. Pyrla frá Varnarliðinu reyndi að sækja sjómanninn í gærkvöldi en varð að hverfa frá vegna þéttrar þoku. Sjómaðurinn er skipverji á rúss- nesku frystiskipi sem var statt 230 sjómílur SV af Reykjanesi þegar hjálparbeiðni barst í gærdag. Kl. 6.30 í morgun bárust þær fregnir að sjó- maðurinn hefði verið fluttur um borð í verksmiðjutogara sem var á leiðinni til lands. Pá var togarinn staddur um 120 sjómílur frá Reykjanesi. Sjúk- lingurinn var meðvitundarlaus og á- stand hans alvarlegt.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.