NT


NT - 24.04.1984, Blaðsíða 29

NT - 24.04.1984, Blaðsíða 29
 II f Iþróttir Skídaþing: Landsliðsmálin efst á baugi Hreggviður Jónsson endurkjörinn formaður Skíðasambandsins ¦ „Það má segja að aðalmál þessa þings hafi verið umræður um landsliðsmálin almennt, og uppbyggingu á . liðum Skíðasambandsins" sagði Hreggviður Jónsson formaður Skíðasambands Islands er við ræddum við hann að afloknu Skíðaþingi sl. föstudag. Þar var Hreggviður endurkjörinn ¦ Hreggviður Jónsson for- inaður Skíðasambands íslands. formaður SKI og fjórir nýir menn kosnir í stjórn. Það voru Trausti Ríkharðs- son, Sigurður Einarsson, Jón Ásgeir Jónsson og Hans Kris- tjánsson. Fyrir voru í stjórn - kosnir til tveggja ára í fyrra - Ingólfur Jónsson, Ottó Leifs- son, Guðný Aradóttir og Her- mann Sigtryggsson. Þingið á Akureyri var gott vinnuþing og víst er að meira logn er nú innan SKÍ en oft áður. „Það er ekki algjört logn, það viljum við ekki" sagði Hreggviður og bætti við að andinn innan skíðaforustunnar væri mjög góður núna og allir væru tilbúnir að leggja sitt að mörkum til þess að gera veg íþróttarinnar sem mestan. Eins og Hreggviður sagði hér að framan voru landsliðs- málin ofarlega á baugi. Lagðar voru fram tillögur um tilhögun æfinga landsliðanna næsta vet- ur og er Ijóst að kostnaður við að halda þeim úti verður geysi- legur. Rætt var um að kostnað- ur á hvern keppanda yrði á bilinu 160-180 þúsund krónur og stefnt er að því að sá kostnaður skiptist að jöfnu á milli Skíðasambandsins, kepp- andans, og þess Hér- aðssambands sem hann keppir fyrir. gk-Akureyri ¦ Árni Þór Árnason frá Reykjavík í sviginu en þar tryggði hann sér gullverðlaun. „Sigurinn kom mér ekkert á óvart" - sagði Árni Þór Árnason frá Reykjavík ¦ Svigið er mín sérgrein og því kom það mér ekkert á óvart að vinna sigur í þeirri grein hér" sagði Ami Þór Árnason frá Reykjavík eftir að hann hafði sigrað í sviginu á Lands- mótinu. Árni hafði forustu eftir fyrri ferðina sem farin var í glampandi sól og blíðu á laugar- dagsmorgun og hann sýndi að það var engin tilviljun með því að ná langbesta tímanum í síðari ferðinni. „Það miðaðist allt við að vera í sem bestri æfingu fyrir Olympíuleikana þannig að ég var í bestri æfingu í lok janúar" sagði Árni. „Eftir leikana fór ég í nokkra lægð, en síðan hefur verið góður stígandi í þessu og nú var ég í góðu formi á Landsmótinu." - Áttir þú von á svona auð- veldum sigri hérna? „Nei, ég átti von á harðri keppni eins og var í fyrri ferð- inni. Ég reiknaði með að Dan- íel Hilmarsson frá Dalvík sem hefur verið mjög sterkur að undanförnu yrði erfiður, en það gekk ekkert upp hjá hon- um núna." - Árni Þór vann sinn fjórða íslandsmeistaratitil í karla- flokki á Landsmótinu. Hann vann stórsvig 1982 og svig og alpatvíkeppnina í fyrra. Arni er 23 ára og við spurðum hann hvort hann ætti ekki mörg góð ár eftir á skíðunum. „Við verðum að reikna með því, ég vona að ég verði með í baráttunni í svona 4-5 ár í viðbót". - Árni sagði að framkvæmd mótsins á Akureyri hefði verið mjög góð. „Þetta hefur verið fínt mót, allar tímasetningar staðist og allt varðandi fram- kvæmdina eins og best hefur verið gert hér á landi." - gk judagur 24. apríl 1984 29 Óvæntur árangur ¦ Atli Einarsson frá ísafírði kom mjög á óvart á Landsmót- .iiiu á Akureyri. Hann var að keppa í fyrsta skipti í karla- flokki eftir að hann varð nógu gamall til þess, en hel'ur reynd- ar keppt í karlaflokki tvö undanfarin ár sem unglingur. Uppskeran hjá þessum 17 ára pilti var ekki slorleg. Hann varð í 2 sæti í sviginu, í þriðja sæti í stórsvigi og í 2 sæti í alpatvíkeppninni. „Ég er mjög ánægður með þetta, þessi árangur er framar öllum þeim vonum sem ég gerði mér þegar ég kom hingað" sagði Atli er við rædd- um við hann. „Það kom mér sérstaklega á óvart að ég skyldi ná 2 sætinu í sviginu, ég reikn- aði frekar með góðum árangri í stórsviginu þar sem ég varð þriðji, þar hefði ég viljað ná 2 sætinu líka. Það er herslu- munurinn sem vantar, en hann kemur hugsanlega næst". - Þessi ungi framtíðarmaður sagðist hafa farið að keppa á skíðum 5-6 ára og-hafa keppt síðan. „Þetta er mjög gaman og sérstaklega þegar vel gengur eins og núna. Ég æfði mjög vel fyrir þetta mót og er á toppnum núna. Það er að koma í Ijós árangur af því erfiði sem maður hefur lagt á sig í vetur. Ég hef æft 3-4 tíma á dag alla daga nema mánudaga" sagði Atli Einarsson, hinn stórefnilegi skíðamaður sem svo sannar- lega kom manna mest á óvart á Landsmótinu. - gk-Akureyri Allar skrúfur, múríestingar, draghnoð og skotnaglar SAMBANDIÐ BYGGINGAVORUR SUÐURLANDSBRAUT 32 - SIMI 82033

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.