NT


NT - 24.04.1984, Blaðsíða 15

NT - 24.04.1984, Blaðsíða 15
.... ... :.. . . ^s^BBP^ZZ^ Þiiðjudagur 24. april 1984 15 ¦ Allt á fullu á ritstjóm- arskrifstofum NT í morg- un, þegar unnið var við að leggja síðustu hönd á fyrsta NT blaðið. Húsnæði blaðsins hefur verið gjör- breytt og endurskipulagt í samræmi við þarf ir nýrra tíma. NT mynd: Róbert ugnum in, þau Heiður Helgadóttir, Skafti Jónsson, Guðmundur Sv. Hermannsson og Jón Guðni Kristjánsson hafa nú þegar fengið mikinn liðsauka og fleiri eru á leiðinni. Að undanförnu hafa fimm blaða- menn hafið störf í deildinni: Guðlaugur Bergmundsson, fyrrum blaðamaður á Helgar- póstinum og Dagblaðinu, Jón Daníelsson, fyrrum ritstjóri Norðurlands og útvarpsmaður í Svíþjóð, Árni Daníel Jú- líusson, áður á Vikunni og Bjarni Harðarson, fyrrum rit- stjóri Stúdentablaðsins. Þá hefur Gunnar E. Kvaran, fjöl- miðlafræðingur og fyrrum fréttamaður á ríkisútvarpinu hafið störf á blaðinu. Gunnar mun gegna störfum á NT sem deskstjóri. f>á má nefna, að hinn þekkti skákmaður, Helgi Ólafsson, verður skákdálka- höfundur NT. Sem fyrr munu þær Bjarg- hildur Stefánsdóttir og Kristín Leifsdóttir sjá um margvíslegt innblaðsefni í blaðinu. Atli Magnússon hefur fyrir nokkru fengið Jón Ársæl Þórðarson til liðs við sig hvað helgarblað NT varðar. Þeir félagar eiga svo von á liðsauka. í íþróttadeildinni á sér stað sú bylting, að íþróttafrétta- maður blaðsins, Samúel Örn Erlingsson, fær tvo í deildina til viðbótar. Annar þeirra, Björn Leósson körfuknatt- leiksmaður, hefur þegar hafið störf. Oddur Ólafsson, sem nú tekur við erlendu fréttadeild- inni fær Ragnar Baldursson til liðs við sig. Ragnar er mörgum kunnur fyrir skrif sín um kín- versk og japönsk málefni, enda bjó hann í þeim heimshhita um árabil. Ljósmyndadeildin yerður undir stjórn Róberts Ágústs- sonar. Deildin á von á liðs- auka, en þar eru nú fyrir þau Árni Sæberg, Sverrir Vil- helmsson og Eygló Stefáns- dóttir með myndasafnið. Guð- jón Einarsson, sem áður var yfir deildinni hefur tekið við starfi sem skrifstofustjóri rit- stjórnar. í þessari upptalningu hafa ekki verið taldir þeir fjölmörgu fréttaritarar innanlands sem utan, er munu tengjast frétta- skrifum blaðsins' beint jafnt sem óbeint. Ritstjórar blaðsins verða þeir Magnús Ólafsson og Þór- arinn Þórarinsson og frétta- stjóri Kristinn Hallgrímsson. Lúrir þú á frétt? Síðast af öllum verða mikil- vægustu ritstjórnarmeðlimir NT taldir upp, en það eru lesendur blaðsins og aðrir landsmenn. Til að auðvelda þeim leikinn við að koma frétt- um á framfæri bjóðum við landsmönnum upp á að hringja inn þær fréttir og hugmyndir að fréttum, sem þeir kynnu að lúra á. Við á ritstjórn NT munum síðan vinna úr upplýs- ingum ykkar og koma á fram- færi. Við leggjum mikla áherslu á, að farið verður með nöfn þessa fréttamanna okkar sem fyllsta trúnaðarmál. Til að bæta ykkur upp fyrirhöfnina og hugmyndaríkið veitum við ykkur 1000 króna þóknun fyrir hverja birta frétt og frétt mán- aðarins er verðlaunuð með myndarlegri upphæð sem hvern munar um, þ.e. heilar tíu þúsund krónur (10.000)- Svo skemmtilega vill til, að Dagblaðið hrinti nýlega svip- aðri hugmynd af stað. „Ein- kennileg tilviljun," sögðu sumir, sem vissu að þessi hug- mynd hafði fyrir löngu verið þróuð hjá okkur. „Eðlileg þróun", segjum við hins vegar á NT, „því nú sjáið þið að við erum þegar farin að hafa áhrif á íslenskum blaðamarkaði, áhrif, sem eiga eftir að vera öllum til góðs." Málsvari frjálslyndis, samvinnu og frjálshyggju Útgefandi: Nútíminn h.f. Ritstjórar: Magnús Ólafsson (ábm) og Þórarinn Þórarinsson Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 86300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86306. Verð í lausasölu 25 kr. Áskrift 250 kr. Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blaðaprent hf. .___ Nýr Tími gengur í garð ¦ Nýr Tími er genginn í garð og jafnframt því ein mesta bylting íslenskrar blaðasögu. Eftir nær áratugs stöðnun í íslenskum blaðaheimi er gerð tilraun til að rífa þennan heim upp úr djúpum öldudal með því að bjóða upp á lifandi frétta- blað, sem hæfir íslendingum á þessum tímum tækni og hraða. Auðvitað eru það lándsmenn einir, sem munu dæma árangurinn og við á NT getum aðeins farið fram á, að sá dómur verði felldur fordómalaust. Ritstjórn nýja blaðsins mun í stjórnmála- skrifum sínum leggja megináherslu á að styðja þær stjórnmálastefnur, sem eru í anda frjáls- lyndis, umbóta, samvinnu og félagshyggju. Við munum hins vegar berjast af alefli gegn þeim stjórnmálastefnum, sem eru öfgafullar hvort sem þær nefnast hrein markaðshyggja eða sósíalismi. Slíkar öfgar hafa ekkert erindi til okkar fámenna þjóðfélags á íslandi þar sem samvinna og samheldni í tengslum við sjálfstætt framtak hins frjálsa einstaklings á frekar að sitja í fyrirrúmi. Á fortíð skal framtíð byggja, og það er því ekki úr vegi að rifja upp þau orð, sem hinn merki stjórnmálamaður Jónas Jónasson frá Hriflu, reit í fyrsta tölublað Tímans 17. mars 1917. Jónas skrifaði þá um stefnu blaðsins: „Þetta blað mun eftir föngum beitast fyrir heilbrigðri framfarastefnu í landsmálunum. Þar þarf að gæta samræmis, hvorki hlynna um of að einum atvinnuveginum á kostnað annars né hefja einn bæ eða eitt hérað á kostnað annarra landshluta, því að takmarkið er framför alls landsins og allrar þjóðarinnar." Þessi orð getum við á NT haft kinnroðalaust að leiðarljósi, þrátt fyrir að þau séu skrifuð fyrir meir en 67 árum. Hvað fréttir varðar er stefna blaðsins að bjóða landsmönnum upp á lifandi fréttablað, sem er hannað með þarfir lesenda á þessum síðustu áratugum 20. aldarinnar í huga. NT mun leggja megináherslu á lifandi fréttir af mönnum og málefnum, óháð flokkslínum og stjórnmála- stefnum. Við munum leitast eftir að svara hlutlaust þeim spurningum, sem þjóðin krefst svara við. Fyrir íslenskan almenning er mikið í húfi, að okkur á NT takist vel upp með útgáfu þessa blaðs svo og í samkeppninni við Mbl. og DV. Hér er ekki einungis átt við, að þessi tvö útbreiddustu blöð landsmanna, sem voru þróuð fyrir áratugum, eru löngu stöðnuð fréttablöð og því illa í stakk búin að sinna hlutverki sínu á níunda áratuginum. Hér er frekar átt við, að öllum sjálfstæðum og hugsandi íslendingum hlýtur að standa uggur af þeirri staðreynd, að risablöðin tvö skuli bæði styðja sömu stjórnmála- stefnuna. Það er því augljós þörf á öflugu mótvægi og við á NT munum gera okkar besta til að tryggja það mótvægi.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.