NT


NT - 24.04.1984, Blaðsíða 32

NT - 24.04.1984, Blaðsíða 32
HRINGDU i»Á í SÍIVIA 8-65-38 Við tökum vid ábendingum um fréttir allan sólarhringinn. Greíddar verða lOOO krónur ffyrir hverja abendingu sem leiðir til frettar í blaðinu og 10.000 krónur ffyrir ábendingu sem leíðir til bitastœðustu ffrettar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gaett Bjarni - varð Norðurlandameistari í opnum flokki ¦ Bjami Á._ Friðriksson júdómaður í Ármanni náði frábærum árangri í Norður- landamótinu í júdó, sem háð var í Danmörku um helgina. Bjarni sigraði glæsilega í opn- um flokki og varð í öðru sæti í flokki keppenda léttari en 95 k8- . , Næst bestum arangri is- lensku júdómannanna náði Kolbeinn Gíslason, en hann varð annar í flokki keppenda yfir 95 kg að þyngd. Þeir Halldór Guðbjörnsson, Magn- ús Hauksson og Rúnar Guð- jónsson náðu einnig ágætum árangri, þótt það dygði ekki til verðlauna. Þeir glímdu þó allir um þriðja sætið í sínum þyngd- arflokkum, en urðu að lúta í lægra haldi. Islenska keppnisfólkið hafn- aði í fjórða sæti flokkakeppn- innar, en árangur þess verður þó að teljast vel viðunandi, þar sem hann sýnir að bestu jiídó- menn okkar eru vel samkeppn- isfærír við þá bestu meðal Norðurlandaþjóðanna. Svíar léku til úrslita í Monte Carlo: Sundström vann Mats Wilander ¦ Svíar komu heldur betur vel út úr Monte Carlo Open keppninni í tennis sem háð var nú um helgina. Flestar sterk- ustu tennisstjörmir heims tóku þátt í þessari keppni sem Sví- jnn Mats Wilander sigraði í á síðasta ári. Peningaverðlaun þessa móts nema ekki neinni smáupphæð, þar sem verð- launaféð er 400.000 dollarar. Fyrirfram þótti Tékkinn Ivan Lendl sigurstranglegastur í keppninni, en hann lék í 8 manna úrslitum gegn Svíanum Hendrik Sundström. Sund- ström kom á óvart og lagði Lendl að velli. Hann sannaði síðan að þessi sigur var engin tilviljun með því að sigra Jimmy Arias í undanúrslitum. f hinum undanúrslitaleiknum bar Mats Wilander sigurorð af Frakkanum Yannick Noah, sem sigraði hann í keppninni um opna franska meistaratitil- inn á síðastliðnu ári. Úrslitaleikurinn stóð því milli Wilanders og Sundström og sigraði Sundström mjög óvænt 6-3, 7-5 og 6-2. Sigur Sundström var mjög óvæntur enda fagnaði hann mjög að leikslokum. Þessi úrslit í Monte Carlo sýna glöggt hversu framarlega Svíar standa í tennis á heimsmælikvarða. "Ætla að verða knapil' - Kevin Keegan snýr baki við knattspyrnunni ¦ Knattspyrnusnillingurinn kunni, Kevin Keegan, hefur nú lýst því yfir að hann muni leggja skóna á hilluna eftir þetta keppnistímabil, en lið hans Newcastle Utd., á nú góða möguleika á að vinna sér sæti í fyrstu deildinni ensku. Keegan hyggst þó ekki með öllu segja skilið við íþróttavell- ina, því í sjónvarpsviðtali kvaðst hann mundu verða knapi í bresku veðreiðunum „The Grand National" á næsta ári. Keegan hefur um árabil verið mikill áhugamaður um veðreiðar og hestarækt og á hestaræktarstöð í félagi ¦ við Mick Channon, fyrrverandi landsliðsfélaga sinn sem nú leikur með Norwich City. „Mér er full alvara með þessu", sagði Keegan aðspurð- ur um hvort alvara fylgdi þess- ari yfirlýsingu. „Ég veit að ég verð að leggja hart að mér við æfingar, en þetta hefur alltaf verið mér metnaðarmál." Það er því ljóst að breskir „tipparar" geta enn veðjað á Keegan, þótt naumast verði það lengur á knattspyrnuvöll- unum. Ásgeir á toppinn - sjá bls. 26 og 27 íþróttir á bls. 25,26, 27,28,29,30,31 og 32 Maradona var rekinn útaf ¦ Atletico Bilbao heldur for- ysru simii í spönsku knatt- spyrnunni eftir útisigur gegn Valenda á sunnudaginn. Leiknum lauk 2-1 fyrir Bilbao og það var Jose Noriega sem skoraði sigurmarkið, aðeins fjórum mínúf um fyrír íeikslok. Real Madrid sigraði Vall- adolid, 2-1, á heimavelli sínum og voru yfirburðirnir mun meiri en úrslitin gefa til kynna. Leikur Barcelona og Espanol varð sögulegur fyrir margra hluta sakir. Lauk honum með 5-2 sigri Barcelona og gerði miðfrámherjinn skeinuhætti, Marcos Alonso, hvorki meira né minna en fjögur mörk. Sex mínútum fyrir leikslok var argentísku súper-stjörn- unni Diego Maradona vikið af lcikvelli fyrir brot á varnar- manni andstæðinganna. í næstu umferð verða svo úrslit- in á Spáni útkljáð því þá leikur Bilbao heima gegn Real Socie- dad, Real Madrid leikur á útivelli gegn Espanol og Bar- celona verður á útivelli gegn Espanol og Barcelona verður á útivelli gegn Atletico Madrid. Bilbao og Real Madrid eru nú efst og jöfn í deildinni en Bilbao með mun betra marka- hlutfall. Einu stigi á eftir þeim kemur svo Barcelona með 46 stig. ' Ráðinn 1985! ¦ Eftirmaður brasilíska landsliðsþjálfarans Carlos Al- berto Parreira verður ekki ráð- inn fyrr en árið 1985, að því er talsmaður brasilíska knatt- spyrnusambandsins sagði í sjónvarpsviðtali um helgina. Dilson Guedes, talsmaður brasilíska knattspyrnusam- bandsins sagði að sambandið hefði nokkra þjálfara í huga til starfans og einn þeirra væri Edu Coimbra, þjálfari Vasco da Gama og eldri bróðir snill- ingsins Zico. Guedes sagði að hinn 15. maí næstkomandi mundi brasilíska knattspyrnusam- bandið tilkynna hvaða þjálfari mundi sjá um landsliðið í leikjum þess gegn Englandi, Uruguay og Argentínu í júní. „Sá mun sjá um Iiðið í þeim leikjum, en vera frjáls allra mála á eftir", sagði Guedes.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.