NT - 24.04.1984, Blaðsíða 23

NT - 24.04.1984, Blaðsíða 23
Þriðjudagur 24. apríl 1984 23 Bretland Líbýumenn reknir heim og sendiráðsbyggingin rannsökuð ■ London-Reuter. Bretar hafa tilkynnt að þeir muni slíta stjórnmálasambandi við Líbýu og loka sendiráði sínu í Trípoli og kalla sendiherrann og allt starfsfólk þar heim. Jafnframt krefjast þeir að allir starfsmenn líbýska sendiráðsins í London yfírgefi það á sama tíma og fari úr landi. I sex daga hafa bresk yfírvöld staðið í látlausu samningaþófí við Líbýumenn um að fá að yfírheyra þá sem í sendiráðsbyggingunni eru og ieita þar vopna. Bresk lögreglukona var skotin til bana og 10 manns særðir er skotið var úr byggingunni á hóp líbýskra mótmælenda sem héldu fund við sendiráðið. Breski innanríkisráðherrann sagði í gær, að þegar stjórn- málasambandinu verður slitið muni sendiráðið ekki njóta neinna diplómatískra réttinda og muni lögreglan þá fara inn í bygginguna og leita þar vopna og skotfæra. Starfsmenn sendi- ráðsins munu fara úr landi án þess að leitað verði á þeim eða þeir yfirheyrðir. Bandaríkjastjórn hefur lýst yfir að þessar aðgerðir Breta væru lofsverðar, en sjálfir lok- uðu þeir sendiráði Líbýu í Was- hington árið 1981. En lögreglu- yfirvöld í Bretlandi og margir af fylgismönnum Thatcher eru óánægðir með að morðingjar lögreglukonunnar verði látnir sleppa. Líbýsku sendiráðsmennirnir segjast munu yfirgefa sendiráð- ■ Hattur bresku lögreglukon- unnar sem skotin var til bana lá enn á götunni þar sem hún féll á páskum. Símamynd Polfoto ið n.k. sunnudag, nokkrum klukkustundum áður en stjórn- málasambandinu verður slitið. Útvarpið í Líbýu sendi út harð- orðan leiðara sem birtist í tíma- riti sem talið er að túlki viðhorf Khadafys, þar sem hótað er hörðum aðgerðum gegn Bretum í samvinnu við hermdarverka- menn írska lýðveldishersins. Líbýumenn ásökuðu Breta fyrir að stuðla að versnandi sambúð með þessum aðgerðum og væru þær runnar undan rifjum síon- ista og undir þrýstingi frá Bandaríkjunum. Líbýska utanríkisráðuneytið tilkynnti að engar aðgerðir yrðu hafðar í frammi gagnvart 8 þús- und breskum þegnum sem starfa í landinu, flestir við olíu- vinnslu og olíuiðnað og yrði öryggis þeirra gætt. Talsmaður breska utanríkis- ráðuneytisins sagði að það væri í þágu líbýskra hagsmuna að gæta öryggis Bretanna í Líbýu en talsverð viðskipti eru á milli landanna. Líbýumenn kaupa iðnvarning margs konar frá Bretlandi, en Bretar geta auð- veldlega fengið alla þá olíu sem þeir þarnast þótt þeir hætti olíu- kaupum frá Líbýu. Líbýska fréttastofan Jana sagði í gær, að sú ákvörðun bresku stjórnarinnar að slfta stjórnmálasambandi við Líbýu væri greinilega tekin vegna þrýstings frá Washington þar sem Bandaríkjamenn gætu ekki dulið þá staðreynd að þeir óttast útbreiðslu líbýskra áhrifa. * ■ Lucy og Hugh Miles, börn breska sendiherrans í Trípoli voru þcgar í gær farin að pakka saman og undirbúa brottför sína frá Líbýu, eftir að breska stjórnin tilkynnti um stjórnmálaslit landanna. Sambandinu verður slitið n.k. sunnudag. Símamynd Polfoto 31 kolanámumaðurferstí námuslysi í Júgóslavíu ■ Belgrad-Reuter. í námu- slysi sem varð síðastliðinn laug- ■ Vinir og ættingjar bíða við júgóslavneska námu rétt hjá Belgrad eftir sprengingu sem þar varð.Símamynd POLFOTO ardag í júgóslavneskri kolá- námu skammt fyrir utan Bel- grad fórst 31 kolanámumaður og 12 særðust. Yfirvöld segja að sprenging hafi orðið í námunni þegar kviknaði í jarðgasi þar. Það er talið að mennirnir hafi látist samstundis við sprenging- una og fjórir hinna særðu eru sagðir alvarlega slasaðir vegna brunasára. Friðarpáskar víða um heim , ■ Páskarnir í ár voru friðsamir í flestum löndum heims enda var sérstök áhersla lögð á friðarboð- skap í mörgum löndum. Á páskadag ávarpaði páfinn 350.000 manns á Torgi heilags Péturs í Vatikaninu. Hann ásak- aði ríki heims fyrir stríðsundir- búning sem ógnaði heimsfriðn- um. Víða í Evrópu skipulögðu kjarnorkuandstæðingar mót- mæli. Einna öflugust voru mót- mæli þeirra í Vestur-Þýskalandi en þar voru haldnar mótmæla- aðgerðir í fjóra daga í röð. Mótmælaaðgerðunum lauk í gær en þá tóku um 400.000 manns þátt í mótmælagöngum og mótmælafundum víðs vegar um Vestur-Þýskaland sam- kvæmt heimildum forystu- manna mótmælenda. Þátttakan nú í ár mun vera eitthvað slakari en í svipuðum mótmælaaðgerð- ■ Kjarnorkuandstæðingar í Vestur-Þýskalandi sýna áhríf kjam- orkusprengjunnar á táknrænan hátt. Símamynd POLFOTO um í fyrra en mótmælendur segjast samt ánægðir. I Belgíu, þar sem kjarnorku- vopnum var líka mótmælt, kom hópur kjarnorkuandstæðinga líkönum af kjarnorkusprengj- um fyrir í garði utanríkisráð- herrans en hann hafði áður sagt að hann hefði ekkert á móti kjarnorkuvopnum í sínum eigin garði. Kirkjusókn á þessari friðar- hátíð kristinna manna var mjög mikil í hinum ýmsu löndum og þá ekki síður í löndum sem kenna sig yfirleitt ekki við kristna trú. í Sovétríkjunum var kirkjusókn t.d. mjög góð og í Kína fóru líka margir í kirkjur. Samkvæmt hinni opinberu kín- versku fréttastofu sóttu þannig meira en 10.000 kínverskir ka- þólikar messur í Peking á páska- dag. rb Lenging herskyldu í Vestur- Þýskalandi ■ Vestur-Þjóðverjar hafa ákveðið að lengja herskyldu hjá sér um þrjá mánuði. Herskyldan hefur hingað til verið 15 mánuðir fyrir pilta yfir 18 ára aldri en árið 1988 á hún að lengjast upp í 18 mánuði. Talsmenn ríkis- stjórnarinnar segja að leng- ing herskyldunnar stafi af fyrirsjáanlegri fækkun ungra karlmanna á her- skyldualdri þar sem fæð- ingum hafi fækkað í Þýska- landi á sjötta og sjöunda áratuginum frá því sem áður var. Vestur-Þjóðverjar hafa enn fremur ákveðið að taka konur í herinn í fyrsta skipti nú á næsta ári. Þeirhyggjast byrja á því að taka 1000 til 1500 konur í herinn sem sjálfboðaliða til að byrja með en fjölga þeim síðan smám saman upp t' um 15.000 manns. Deilur um hlutdeild sjúklinga í kostnaði við heilbrigðis- þjónustu Fratnmi fyrir guði og lækninum eru allir menn jafnir, segja þeir í Noregi og eru fíestir sammála um að þannig eigi það að vera áfram. En deilur eru risnar um hvort það fái staðist þegar nýr samningur við læknasamtökin gengur í gildi. Hann felst í því að hið opinbera tekur ekki þátt í lækniskostnaði nema að takmörkuðu leyti í tiltekn- um tilvikum. Samkvæmt nýja sam- komulaginu eiga sveitar- stjórnir að ákveða hver er hæfilegur fjöldi lækna á hverjum stað. í hvert sinn sem sjúklingur þarf að fara til læknis á hann að greiða 45 kr. norskar, en á móti greiðir hið opinbera 85 kr. Deiían stendur um greiðslur til þeirra lækna sem ofaukið er, samkvæmt áliti sveitar- stjórna. Þeir sem standa á móti samkomulaginu setja fyrir sig að þeir sem meiri hafa efnin geti keypt sér fljótari og jafnvel betri læknisþjón- ustu en þeir efnaminni, sem skipta verði við opinberu læknana. Því verður ekki um jafnrétti að ræða í heil- brigðisþjónustunni. Þeir óttast einnig að hið opinbera sitji uppi með kostnaðar- samar skyldur og ábyrgð, svo sem alla umönnun aldr- aðra, Þeir sem hlynntir eru hinni nýju skipan segja að úrtölur mótstöðumannanna eigi ekki við rök að styðjast. Þar að auki benda þeir á að í Noregi eru útskrifaðir ár- lega 200 fleiri læknar en talin er þörf fyrir. Og hvað á að gera við alla þá lækna? Samkomulagið um heil- brigðisþjónustuna hefur verið samþykkt í Stórþing- inu en sýslu- og sveitar- stjórnir eru flestar mótfalln- ar því. Ef samkomulagið verður ekki samþykkt hóta læknasamtökin verkföllum, en deilan stendur enn sem hæst og úrsiit óviss.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.