NT - 24.04.1984, Blaðsíða 31
fór hreint á kostum. Tvisvar í
fyrri hálfleik þurfti Tony Parks
markvörður Tottenham að
taka á honum stóra sínum til
að verja þrumuskot Skotans.
Arsenal komst þó yfir á 41.
mínútu með marki Stewart
Robson. Tottenham kom upp
með látum í síðari hálfleik og
, tvisvar varði John Lukic frá
Gary Stevens. En fjör færðist í
leikinn á síðustu 12 mínútum.
Charlie Nicholas skoraði stór-
glæsilegt mark á 78. mínútu,
lék á fjóra leikmenn Totten-
ham og síðan á markvörðinn
Parks og skoraði. Nicholas
lagði síðan upp þriðja mark
Arsenal fimm mínútum síðar,
gaf góða stungusendingu á
Tony Woodcock sem skoraði.
Tottenham gafst þó aldrei upp.
Staðan: ***
1. deild: 2. deiíd:
Liverpool.... 37 21 10 6 65 29 73 Sheff. Wed. . . 36 23 9 4 67 30 78
Man. Utd. ... 37 20 11 6 68 35 71 Chelsea . 37 21 12 4 77 37 75
Nott. Forest.. 37 19 7 11 66 41 64 Newcastle ... . 38 22 7 9 76 49 73
Q. P. R 38 20 6 12 60 32 66 Man. City ... . 38 19 9 10 61 45 66
Southampton 35 18 8 9 46 33 62 Grimsby .... . 38 18 12 8 55 41 66
West Ham ... 37 17 7 13 56 48 58 Carlisle . 38 16 14 8 44 33 62
Tottenham .. 38 16 9 13 60 57 57 Blackburn ... . 38 16 15 7 52 41 63
Arsenal 38 16 8 14 65 53 56 Charlton .... . 38 16 9 12 49 57 57
Aston Villa .. 38 15 9 14 54 56 54 Brighton .... . 38 15 8 15 62 57 53
Luton 38 14 8 16 50 58 50 Leeds . 37 13 11 13 47 49 50
Watford 37 14 7 16 62 69 49 Shrewsbury . . 37 13 10 14 38 49 49
Norwich 37 12 12 13 44 42 48 Barnsley .... . 38 14 7 17 54 47 49
Leicester .... 38 12 12 14 62 62 48 Huddersfield. . 37 13 12 12 49 45 51
Everton 37 13 12 12 36 39 51 Cardiff . 38 15 4 19 50 57 49
Coventry .... 38 12 10 16 51 61 46 Portsmouth .. . 37 13 5 19 63 56 44
Sunderland .. 38 11 12 15 38 51 45 Fulham . 38 11 12 15 53 49 45
Birmingham . 38 12 9 17 37 47 45 Middlesbr.... . 37 10 12 15 37 42 42
West Brom. .. 37 13 7 17 43 56 46 Crystal. Pal. . . 38 11 10 17 38 47 43
Stoke 38 11 9 18 38 62 42 Oldham . 37 10 8 19 41 65 38
Ipswich 38 12 7 19 48 53 43 Derby .38 9 9 20 33 65 36
Notts C 36 9 9 18 44 63 36 Swansea .... ... 37 6 7 24 32 73 25
Wolverhamp. 37 5 9 23 26 72 24 Cambridge .. .37 2 11 24 26 71 17
Steve Archibald skoraði 1-2,
og eftir að Woodcock skoraði
þriðja markið skoraði Archi-
bald aftur. Hörkuleikur, og
mikið af áhorfendum, 38 þús-
und áhorfendur sem var það
mesta á Englandi á laugardag.
6611 áhorfendur komu á
Molineux heimavöll Úlfanna,
færri hafa ekki komið í 47 ár.
Úlfarnir töpuðu fyrir Ipswich,
sem gæti allt eins átt það til að
hanga í deildinni, þó liðið sé
enn á hættusvæði. Mich
D’Avray og Russel Osman
skoruðu tvö mörk á 9 mínútna
kafla í fyrri hálfleik, og Alan
Sunderland skallaði inn þriðja
markinu fáum mínútum fyrir
leikslok. En þó Ipswich eigi
möguleika, þá á Wolver-
hampton enga lengur.
Notts County, sem hefur átt
góða leiki að undanförnu, og
lagt marga erfiða mótherja að
velli, svo sem Man. Utd um
síðustu helgi, var stöðvað af
Luton. Country komst yfir 1-0
með marki Trevor Christie, en
fljótlega var Luton komið yfir
með mörkum Chris Hougton
og David Moss. John Chie-
dozie jafnaði, en mark frá
Frank Farn seint í leiknum
gerði vonir County um stig í
leiknum að engu.
Botnbaráttan var einnig í
■ Charlie Nicholas átti stór-
leik með Arsenal, skoraði glæsi-
legt mark, og lagði upp fleiri.
fullum gangi á Carrow Road í
Norwich. Þar varð jafntefli
milli heimamanna og Stoke
sem reita stig í hverjum leik
þessa dagana. Stoke var tvisvar
yfir, eftir mörk Sammy Mcll-
roy og Mark Chamberlain, en
Rosario og John Deehan
jöfnuðu jafnharðan.
Sunderland minnkaði
áhyggjurnar af fallinu aðeins
með því að sigra bikarúrslitalið
Everton. Robson og Colin
West skoruðu mörkin.
Þriðjudagur 24. apríl 1984 31
Watford, hitt bikarúrslita-
liðið fékk svipaða útreið á Villa
Park, Dennis Mortimer og
Steve Foster skoruðu mörk.
heimamanna.
I annarri deild vann Shef-
field Wedqesday Barnsley 1-0,
Mel Sterland skoraði úr víti.
Kerry Dixon skoraci tvö og
klúðraði víti í 3-0 sigri Chelsea
á Shrewsbury. Swansea náði
að klóra í bakkann heima gegn
Cardiff, var 0-2 undir, en náðu
sigri með tveimur mörkum
Saunders og einu frá Ian
Walsh. Derby náði dýrmætum
stigúm, Andy Garner skoraði
eina markið gegn Fulham.
Brighton vann Crystal Palace
á þægilegan hátt 3-0, Young,
Alan og Eric skoruðu, en
Terry Connor fyrir Palace.
Rangers betri í
Glasgow-slagnum
■ Glasgow Rangers lögó.
nágranna sína, Glasgow Celtic'
í leik liðanna í skosku úrvals-
deildinni. Þetta var eini sigur-
inn í innanbæjarviðureignum,
sem voru áberandi í Skotlandi
um helgina. Motherwell, lið
Jóhannesar Eðvaldssonar:
fyrrum landsliðsfyrirliða, hafði
það af að vinna urn helgina,
lagði St. Mirren að velli á
heimavelli. Aberdeen er nú að
heita má öruggt með Skot-
landsmeistaratitilinn, vann um
helgina, meðan Celtic og
Dundee Utd töpuðu stigum,
Celtic tveimur, Dundee Utd
einu.
Mark McGee revndist St
Johnstone óþægur ljár í þúfu,
hann skoraði bæði ntörk Aber-
deen á Muirton Park.
Rangers vann Celtic með
marki Bobby Williamson, sem
keyptur var frá Clydebank fyrr
á þessu keppnistímabili.
Ekkert mark var skoraö í
Edinborg, þar sem nágrann-
arnir Hearts og Hibernian átt-
ust við á Easter Road.
Motherwell, lið Jóhannesar
Eðvaldssonar er fallið í 1.
deild, þrátt fyrir sigurinn á
laugardag. Morton, sem féll úr
úrvalsdeildinni í fyrra, tryggði
sér úrvalsdeildarsæti með 1-0
sigri á Falkirk.
■ Úrslit urðu þessi í skosku
úrvalsdeildinni um helgina:
Dundec Utd.-Dundee ................. 1-1
Hibernian-Hearts ................. Il-ll
Motlierwell.-St. Mirren............. 1-0
Rangeis-Cellic ..................... 1-0
Sl. Johnsl.-Aberdeen............... 11-2
Slaðan er þessi:
Aberdeen .... 29 22 4 3 71 16 48
Celtic....... 32 19 6 7 72 37 44
Dundee Utd. .. 29 16 7 6 66 31 39
Rangers...... 30 14 7 9 46 35 35
Hearst ...... 31 9 13 9 33 42 31
Hibernian .... 33 12 5 16 41 50 29
St. Mirren .... 32 8 12 12 49 52 28
Dundee ...... 31 10 3 18 45 67 23
St. Johnstone .32 9 2 21 31 75 20
Motherwell ... 33 4 7 22 29 68 15
Ert þú ekki samferða í sumar?
Síminn er 26900.
Úrvalsferðirnar til Noregs í sumar eru sérstaklega ódýrar. Flogið verður með
beinu leiguflugi til Oslóar 27. júní og 18. júií.
I tengslum við leiguflugið bendum við einkum á 4 frábæra möguleika:
1. Rútuferð milli höfuðborga Skandina víu 27/6-11/7. 15 daga ferð,
þar sem innifalin er gisting á fyrsta flokks hótelum, allur akstur og ferjuferðir,
morgunverður, skoðunarferðir um borgirnar og íslensk fararstjórn. Meðal við-
komustaða eru Osló, Álaborg, Óðinsvé, Kaupmannahöfn, Helsingör, Smálönd,
Stokkhólmur, Helsinki, Turku, Álandseyjar og Örebro.
1/erð aðeins kr. 26.300.- í tvíbýli.
2. Dvöl fyrir eldri borgara í Hovden. 15dagadvöl
í rólegheitum á ævintýrahótelinu Hovden Hoyfjells- álllÍSÉÉi
hótell í Setesdal, þar sem hálft fæði er innifalið. Það-
an eru farnar margar skoðunarferðir um nágrennið og
lifinu tekið með stóiskri ró þess á milli. Brottför er
27/6 og 18/7.
Verð í tvíbýli er aðeins kr. 21.300.-
3. 15 daga ferð til Kristiansand 18/7.
Tvær fyrstu næturnar er gist í Osló, en síðan er
íbúðargisting í Kristiansand. Innifalið flug,
gisting og akstur milli flugvallar og hótels og
milli Oslóar og Kristiansand. Kristiansand er
einn sólríkasti staður Noregs. Verð miðað
við 4 í íbúð er kr. 12.960.-
4. Flug og bíll. Flug og bíll með
leigufluginu kostar aðeins frá kr.
8.600.-miðað við 4 í bíl. Ódýr íbúða-
og hótelgisting.