NT - 24.04.1984, Blaðsíða 12
HELPS RE-TRAIN,
YOUR APPETITE I
ekri ííiðast
Á BAÐVOGimi!
Eigirðu í basli með vigtarskömmina þá íáðu þér
Ayds mola, einn eða tvo, hálítím^ fyrir hverja máltíð
og drekktu eitthvað heitt með þeim.
FÆST í ÖLLUM APÓTEKUM.
m / SLIMMING
WJ pr 4IV
TWO WEEKS
SUPPLY
VITAMIN AND MIMERAL
ENRICHED CHEWY CUBES
Í25CALORIES PERCUBE-
105 KILOJOULESJ
AFOOD SUPPLEMENT -
ONLY EFEECTIVE
AS PARTOFA CALORIE-
CONTROUED DIET
mmrm
KARAMFIIA ?
RUGL?
En eí hún dregur úr matgrœðgi, hvað þá?
LÍTIL MRAMELIA
NIRIL ÁHRIF
„Ég er svangur" segir heilinn þegar blóðsykur minnkar
í likamanum, t.d. þegar dregur að nœsta matartíma.
Ayds moli eykur blóósykurinn á ný og heilinn hœttir aó kvarta.
En Ayds molinn er ekkert lyí, hvaó þá undralyí.
Honum er aöeins œtlað að draga úr
hungurtilíinningu þinni og hjálpa þannig upp á
viljastyrkinn svo þú látir þér minni
matarskammt nœgja.
JÁ,EN ERU LMI
RARAMELLUR EITAÍIDI ?
í hverjum Ayds mola eru aóeins 25 hitaeiningar.
Það er allt og sumt, auk auóvitaó A, og B2 vítamína,
niacins, kalsíums, íosíórs og járns, því íólk í megrun
þarf á bœtiefnum að halda.
I u Þriðjudagur 24. apríl 1984 12
J Árnað 7 0 ill a
Jón Isberg, sýslumaður,
sextugur 24. apríl 1984
■ Á sumardaginn fyrsta fyrir sextíu árum
mun Jón ísberg, sýslumaður þeirra Hún-
vetninga, hafa fyrst litið þennan heim. Nú
vill svo til, að þessum tímamótum í ævi
Jóns fsberg, ber ekki saman, sumarkom-
unni og afmælisdeginum. Húnvetningar
eru stórir í sér, því segir hugur mér, að
afmælisfagnaðurinn fylgi sumarkomunni.
Pað er ekki eingöngu tilviljun að ævi-
skeið Jóns ísberg tengist sumarkomu, sem
að jafnaði boðar bjartsýni um breyttan og
bættan hag. Petta eru tímamót þegar menn
búast til stórræða, sem oft skipta sköpum í
bráð og lengd. Ekkert tímaskeið í hringrás
árstíðanna einkennir betur manninn Jón
ísberg, vilja hans og lífsviðhorf sem skipar
honum frekar sess en margt annað. Það er
framkvæmdaþráin og hin vakandi hug-
myndaauðgi, en ekki síst áræðið, ásamt
hlífðarlausum dugnaði sem gerir hann
ómetanlegan, þegar til stórræðanna kemur.
Því er ekki að leyna, að það fór miður að
Jón ísberg skyldi ekki á unga aldri helga
krafta sína viðfangsefnum afhafnalífs og
viðskipta. Hann hefði sómt sér vel í hópi
umfangsmikilla iðnrekenda, þar sem stóru
hlutirnir gerast og athafnaþráin finnur
rétta farvegi og verkin tala méira mál, en
umbúðamennska sérfróðra falsspámanna,
sem telja að kerfismennska og skýrsluvað-
all sé til alls fyrst.
Jón ísberg er tengdur sinni heimaslóð
fastari böndum en almennt gerist. Hann
tók þann kostinn að ganga embættisveginn
og taka við grónu hlutverki héraðshöfðingja og
sýslumannsembætti föður síns, Guðbrand-
ar ísberg. í höndum Jóns hefur sýslumanns-
starfið orðið annað og meira en að sinna
lagaþrasi og innheimtustörfum, sem fram-
kvæmdastjórastarf þeirra verkefna í sýsl-
unni, sem sameinaði Húnvetninga um
lausn eigin mála, og ól með þeim héraðs-
metnað. Auk þessa bætti hann við sig
umfangsmiklu oddvitastarfi á Blönduósi á
umbrotatímum með stórframkvæmdum.
Blönduós óx á þessum árum að mannfjölda
mun meir en almennt gerðist í landinu og
hefur nú náð þeirri íbúatölu sem gerir
staðinn gjaldgengan sem kaupstað. Með
forystu sinni í sveitarmálum tókst honum
að virkja stærsta sveitarfélagið í austursýsl-
unni til stærri átaka í samstarfi við aðra
hreppa en ella var mögulegt, með því að
gera hinn örtvaxandi Blönduóshrepp að
samstarfsaðila við sýsluna um lausn fram-
kvæmdaverkefna, auk venjulegrar þátt-
töku Blönduóss að sýslunefnd.
Á sviði atvinnumála braust út athafna-
þrá Jóns. Hann átti hlut að fleiru en einu
fyrirtæki, en mest fór fyrir forystu hans í
plastiðnaðinum. Austur á Seyðisfirði var
föl verksmiðjuskemma í eigu bankanna.
Skemma þessi var flutt til Blönduóss og gerð
að iðngörðum. Allt gekk þetta fyrir sig með
þeim hraða, sem aðeins fáum mönnum er
lagið. Svo fór að upp úr rækjustríðinu við
Húnaflóa komst Blönduós í tölu sjávar-
staða, með eigin rækjuvinnslu. Næstu stór-
átök þeirra Húnvetninga er uppbygging
stærri iðnaðar í kjölfar Blönduvirkjunar.
Jón ísberg var óragur við að berjast fyrir
Blönduvirkjun. Hann ermanna líklegastur
að vera í fylkingarbrjósti þeirra manna,
sem hugsa til stórræða að nýta Blöndu
heima í héraði.
Leiðir okkar Jóns ísberg lágu fyrst saman
1965, þegar ég á minni bæjarstjóratíð á
Húsavík beitti mér fyrir atvinnumálaráð-
stefnu norðlenskra byggða. Jón Isberg var
fundarstjóri þessarar ráðstefnu og sýndi
sem oftar að þar gekk röskur maður að
verki. Næst lágu leiðir okkar saman þegar
ég í árslok 1966 ferðaðist um Norðurland
til að ræða við sveitarstjórnarmenn um
samstarf norðlenskra byggða og um fram-
tíðarhlutverk Fjórðungssambands Norð-
lendinga. Síðar lágu leiðir okkar saman á
Fjórðungsþingum og þar kynntist ég sam-
starfsvilja hans og áhuga fyrir sem breið-
astri samstöðu Norðlendinga. Hann var
formaður sambandsins, þegar ég tók við
starfi framkvæmdastjóra á vordögum 1971.
Allar götur síðan hefur hann átt sæti í
fjórðungsstjórn og fjórðungsráði og verið
einn af burðarásum í norðlensku samstarfi.
Á hættustundu um stöðu Fjórðungssam-
bands Norðlendinga snérist hann gegn
þeim öflum, sem í pólitískri skammsýni um
tilgang og eðli þess samstarfs sem samband-
ið er grundvallað á, vildu kljúfa það og þar
með sundra kröftum þess. Lóð hans vóg
þungt á þeirri vogarskál.
Jón er fulltrúi þeirra viðhorfa að hin
hefðbundnu héruð, sýslufélögin fái aukið
sjálfræði um framkvæmd héraðsmálefna.
Sýslurnar verði efldar með aukinni valda-
tilfærslu og fari með aukna héraðsstjórn.
Heildarsamstarf í Fjórðungssambandi
Norðlendinga byggist á samstillingu krafta
í meginmálum til sóknar og varnar, sem
grundvallist á jafnvægi milli héraðanna, en
ekki forræði heildarsamtaka um innri mál
héraða og sveitarfélaga. Þetta eru boðorð
Jóns ísberg. I þeim felst sú meginlína, sem
einkennir starfsemi Fjórðungssambands
Norðlendinga. Pað er mikil gifta að hafa •
notið starfs Jóns fsberg í starfi sambands-
ins. Hann gengur umbúðalaust til verka.
Gagnrýninn þegar við á, en sá vinnur er til
vamms segir. Slíkir menn eru ómetanlegir
í málefnalegu samstarfi. Ég vil ekki ljúka
svo skrifi þessu að ég færi Jóni ekki þakkir
samtaka þeirra, sem ég starfa fyrir og áma
[honum allra heilla á þessum tímamótum.
Það kemur dagur eftir þennan dag. Það er
trú mín að Jón muni um ókomin ár starfa,
• sem liðsoddi að málefnum Fjórðungssam-
bands Norðlendinga.
Áskell Einarsson.
Sérstök áskrift að
íslendingaþáttunum
- minningar • og afmælisgreinar birtar daglega.
■ Framvegis verða afmælis- og minningargreinar birtar í blaðinu daglega, en
hætt verður vikulegri útgáfu íslendingaþátta eins og verið hefur. í stað þess
hefur verið ákveðið að gefa út íslendingaþætti sjaldnar en efnismeiri, og bjóða
þá í sérstakri áskrift til þcirra sem áhuga hafa. Áhugafólk um íslendingaþættina
er beðið um að láta skrá sig niður á afgreiðslu blaðsins, Síðumúla 15,
Reykjavík, eða í síma 86300.
ritstj.