NT


NT - 24.04.1984, Blaðsíða 8

NT - 24.04.1984, Blaðsíða 8
ia: Þriðjudagur 24. apríl 1984 | Sj^rnrstrf^steilcritic* Stutt - einfalt en ekkert meir ¦ Matreiðslunámskeiðið. Sjónvarpsleikrit eftir Kjartan Ragnarsson. Leikstjóri: Kjart- an Ragnarsson. Aðalhlutverk: Gísli Halldórsson, Guðrún Ásmundsdóttir, Guðmundur Pálsson, Valur Gíslason, Steindór Hjörleifsson, Valdi- mar Helgason, Jón O. Orms- son og Órn Árnason. Leik- mynd: Snorri Sveinn Friðriks- son. Myndataka: Ómar Magn- ússon. Hljóð: Baldur Már Arngrímsson. Lýsing: Ingvi Hjörleifsson. Tónlist: Sigurður Rúnar Jónsson. Stjórn upp- töku: Viðar Víkingsson. Neyðin kennir víst naktri konu að spinna, en fáar sögur fara af því, að hún kenni miðaldra karlmönnum að kokka. Eina ráðið er því að drífa sig á matreiðslunám- skeið. Leikrit Kjartans Ragnars- sonar, sem sjónvarpið sýndi í gærkvöldi greinir frá sex full- orðnum karlmönnum, sem hafa hver sína ástæðu fyrir því að fara á námskeið í eldamennsku. Sumir eru ein- stæðingar, aðrir vilja komast í takt við tímann og geta hjálpað eiginkonunni í eldhúsinu. Námskeiðinu stjórnar svo matreiðslukennarinn Magnea. Matreiðslunámskeiðið mun vera eitt þriggja leikrita, sem sjónvarpíð valdi úr hópi 20, stwmtmvtM SOLUBOÐ LENI ELDHUS- RULLUR W IVA frígg ÞVOTTAEFNI 2,3 kg W ÞVOL frYgg ÞVOTTALÖGUR1/2 fI TOMATSOSA 500 gr O0fl[S SINNEP500gr KORNIHROKKBRAUÐ 250 gr L.vöruverð í lágmarki Osvikin kátína og hlátrasköll - þegar rætt var um kjarnorku- árás á ísland á föstudaginn langa Kjarnorkuvetur, geislavirkt úrfellí, hör- undsbruni, dauði og skelf- ing voru á dagskrá friðar- viku '84 á föstudaginn langa í Norræna húsinu. Samkoman sem hér um ræðir var haldin á vegum Samtaka lækna gegn kjarnorkuvá og Samtaka eðlisfræðinga gegn kjarn- orkuvá. Asmundur Brekkan var fundarstjóri og hóf dagskrána með því að ræða nokkuð um alvöru þessa dags, lýsti því síðan yfir að þetta yrði engin skemmtisamkoma. Raun- in varð líka sú að alvöru- svipurinn á andlitum sam- komugesta var í full- komnu samræmi við um- ræðuefni daesins. Eina undantekningin var erindi Guðjóns Magnússonar, aðstoðar landlæknis, en lýsing hans á því hvaða nefndir og ráð þyrfti að kalla saman á u.þ.b. 5-10 mínútum í upphafi kjarnorkustyrj- aldar, vakti ósvikna ká- tínu samkomugesta. Kvað svo rammt að hlátrasköll- unum undir erindi Guð- jóns að Ásmundur sá sig tilknúinn að „þakka Óm- ari Ragnarssyni" fyrir skemmtunina að því loknu. Það sem virtist þó vekja mesta athygli á dagskrá þessari voru lýsingar nokkurra ræðumanna, einkum Páls Bergþórsson- ar á fimbulvetri þeim hin- um mikla sem fylgja myndi í kjölfar kjarn- orkustyrjaldar. Kjarn- orkuvetur þessi skapast af gífurlegum reykjarmekki sem hylja mun allt norður- hvel jarðarinnar fyrstu mánuðina eftir sprenging- arnar og alla þá vítisbruna sem þeim fylgja. Reykjar- mökkinn kvað Páll myndi verða svo mikinn að vöxt- um að hann myndi útiloka stóran hluta sólarljóssins og þannig valda vetrar- •hörkum, engu síður þótt kjarnorkustyrjöldin yrði að sumarlagi. í NT á morgun verður nánar sagt frá Friðarviku '84. Þorsteinn Vilhjálmsson útskýrir hlutföll efnis og orku. NT-mynd Róbert Gekk glimrandi vel Ferðaklúbburinn 4x4 fór norður fyrir Hofsjökul á jeppum ¦ Ferðaklúbburinn 4x4 braut blað í jeppaferðum um hálendi landsins yfir páskahátíðina. Um 25 manna hópur fór á 12 jeppum frá Hvera- völlum, norður fyrir Hofs- jökul, inn á Sprengisands- leið við Tungnafellsjökul, í Nýjadal og þaðan Sprengisand niður í Sig- öldu, alls um 600 km leið. Var það í fyrsta sinn, sem slíkt hefur verið gert. „Ferðin heppnaðist glimrandi vel," sagði Haf- þór Ferdinandsson, einn leiðangursmanna, við NT. Hafþór sagði, að engir óvæntir erfiðleikar hefðu komið upp. Veður hefði verið gott, nema hvað snjókoma og dimmviðri hefðu verið á Sprengi- sandsleið. Pá hefðu menn bara keyrt eftir kompás og loran-C. „Við erum það vanir svona ferðum, að það kemur okkur ekkert á óvart," sagði Hafþór.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.