NT - 25.04.1984, Blaðsíða 2

NT - 25.04.1984, Blaðsíða 2
Miðvikudagur 25. apríl 1984 2 Minni Núpur í Gnúpverjahrepph Háspennulínur Landsvirkjunar valda fósturláti í búpeningi - „Ef línan félli þyrfti enginn á bænum að binda um sárin sín," sagði starfsmaður Landsvirkjunar sem kom að bænum ¦ „Fyrsta árið gutu 109 af 160 lambám dauðum lambfóstrum sínum löngu fyrir burð og nokkrar af hinum sem eftir voru gutu öðru fóstrinu en báru hitt lambið lifandi. Þetta sama ár gutu þrjár hryssur sem voru með fyl á bænum. Næsta ár hélt þetta áfram og hætti ekki fyrr en ég tók upp á því að loka féð alveg inni frá því um fengitím- ann og framyfir sauðburð", seg- ir Kristján Guðmundsson bóndi að Minna Núpi í Gnúpverja- hreppi en þar á bænum liggur 220 þúsund volta háspennulína Landsvirkjunar eina tylft metra yfir grasbarði sem sauðfé hefur alla tíð sótt í að liggja á þegar því er hleypt út á vetrum. Gras- barðið er aðeins spölkorn frá bæjarhúsum. Að mati Kristjáns og héraðsdýralæknisins Gunn- laugs Skúlasonar í Laugarási má telja nær fullvíst að rafsegul- sviðið sem stafar frá línunni orsaki fósturlátin ískepnunum. „Sláandi sönnunargagn fyrir þessari kenningu kom síðastlið- ið vor þegar við tókum hér heim á bæinn hryssu til þess að hafa ¦ Fram til þessa hefur nafn Brynjúlfs Jónssonar fræðimanns og skálds orðið til að bera nafn Minna Núps út um jarðir en nú er það háspennulína Landsvirkjunar og sú ógn sem mönnum og skepnum stafar af henni sem kemur bænum í pressuna. NT-myndir Árni Sæberg. hana sem brúkunarhross og höfðum hana á blettinum undir línunni. Eftir aðeins viku tíma urðum við þess vör að hryssan hafði látið fyl en hún hafði þá verið fylfull án þess að við vissum af því. Aðrar hryssur á bænum sem voru með fyl og gengu að sjálfsögðu ekki á þessu hættusvæði köstuðu sínum fol- öldum um haustið eins og ráð var fyrir gert. Þessi hryssa sem missti fylina, hefur fyljast um leið og hinar tvær og því átt nokkra mánuði í að kasta". Uppgangstímar og músadauði! ¦ Miklir uppgangstímar eru nú í Vestmannaeyjum og á Hvolsvelli í kjölfar komu kvik- myndahópsins sem nú vinnur að töku kvikmyndarinnar Enemy Mine. Hópurinn er nú í Vestmannaeyjum og þar er mikið um að vera enda horfa gestirnir ekki í peningana. Verslunareigendur geta í hvor- ugan fótinn stigið því hópurinn er ekki smátækur í innkaup- um. Þannig fréttist af því að fjárfest hefði verið í einni búð- inni í 160 lítrum af svartri málningu. Þá hefur leigubíla- stöðin í Vestmannaeyjum not- ið góðs af gestunum. Stórblað- ið LIFE hefur útsendara á staðnum og blaðamenn þess hafa undanfarið tekið sér leigubíl á morgnana og skilað honum á kvöldin og allan þann tíma gengur gjaldmælirinn. Hópurinn hefur tekið ein- býlishús á leigu í Vestmanna- eyjum og á Hvolsvelli og það hefur heyrst að fólk leggi ýmis- legt á sig til að geta gengið úr húsí fyrir kvikmyndafólkinu. Þannig munu nokkrir Hvols- vellingar ætla á meðan að dvelja í sláturhúsinu á Djúpa- dal sem ekki er starfrækt á veturna. Aðstæður í húsa- kynnum sláturhússins munu eícki hafa verið aðlaðandi þeg- ar að var komið því þar moraði allt í músum, dauðum og lif- andi. Frjálshyggja á villigötum ¦ Þegar mikið er að gerast, allt á fullu og menn á kafi í hundrað mismunandi málum, gerast oft sérkennilegir hlutir. eins og starfsmenn NT hafa fengið að reyna að undan- förnu. Það eftírminnilegasta, sem NT Hðið lenti þó í, er tvímælalaust mistökin varð- andi leiðarahausinn á fyrsta NT blaðinu. Þangað hafði ein- um helsta andstæðingi NT manna, frjálshyggjunni, tekist að lauma sér með miklum klókindum - eins og af henni var að búast. Ekki virðist þó henni hafa liðið þar of vel, því í blaðinu í dag hefur félags- hyggjan réttilega tekið við að frjálshyggjunni. Og megi svo vera um aldur og ævi. Stefán giftir sig ¦ Páskarnir voru tímamót í lífi margra íslendinga að þessu sinni, þar á meðal í lífi Stefáns Jónssonar fyrrverandi alþingis- manns. Stefán tók sig nefnilega til og gifti sig og er hin ham- ingjusama Kristjana íslandi, sem verið hefur starfsmaður Menningarmálaskrifstofu Norðurlandaráðs í Kaup- mannahöfn. Kristjanavaráður gift Stefárii íslandi óperu- söngvara. Þess má geta að Stefán Jónsson hefur verið formaður Menningarmála- nefndarinnar undanfarið. Samkvæmt heimildum Dropa munu þau hjónin hafa í hyggju að búa hér heima á íslandi. Rosknir vinnings- hafar óskast ¦ Enn nýtt happdrættisár er nú að hefjast á DAS, einu af þremur stærstu fjárhættuspila- fyrirtækjum þjóðarinnar. Happdrættið hefur löngum státað af að hafa,eitt slíkra,hús í verðlaun einu sinni á ári. Komandi happdrættisár er engin undantekning í því efni. Það sem hins vegar verður að teljast til tíðinda, og mæla með því að vinningshafar væntanlegir séu rosknir í meira lagi, er sú staðreynd að húsið sem er stærsti vinningurinn í ár stendur rétt hjá Hrafnistu t' Hafnarfirði og er sérstaklega hannað sem þjónustuíbúð í vernduðu umhverfi. Ætli ung- ur vinningshafi teldi ekki um dekur að ræða, eða eltist um aldur fram, ef hann félli í lukkupottinn hjá DAS. „Háspennulínan er líka hættulega nærri bæjarhúsunum hér. Starfsmaður Landsvirkjun- ar sem ég fékk til að líta á þetta og fullyrti að línan væri löglega staðsett lét þess einnig getið að ef hún félli í jörðina án þess að rafmagnið dytti út áður þá þyrfti enginn að binda um sárin sín hér á bænum", sagði Krist- ián Guðmundsson bóndi á. Minna Núpi. NT sneri sér til Gunnlaugs Skúlasonar héraðsdýralæknis í Laugarási, en hann kvað mega slá því föstu að féð hefði látið fóstur vegna rafsegulsviðsins sem myndast umhverfis línuna. Þá kom fram hjá honum að ástæða þess að þessa hefði ekki gætt eftir að féð var lokað inni í húsi er að sviðið nær ekki innfyr- ir járnklætt húsið sem leiðir allt rafmagn beint í jörð. Á máli eðlisfræðinnar er hér á ferðinni svo kallað Fairadaysbúr sem verkar einangrandi í rafsegul- sviði. „Ég tel mjög mikilvægt að menn láti þetta mál verða sér víti til varnaðar. Vafalaust á eftir að leggja háspennulínur víðar um landið og atriði að menn láti það ekki henda aftur að línur liggi svona nærri bæjum og fénaðarhúsum", sagði Gunn- laugur. „Að Minna Núpi hafði ég reynt öll hugsanleg lyf gegn fósturláti á skepnunum án nokkurs árangurs." Forsaga máls þessa er sú að þegar Landsvirkjun lagði línuna ofan frá Búrfellsvirkjun 1970 var rekið kúabú að Minna Núpi. Nokkrum árum seinna var kún-. um fargað og Kristján Guð- mundsson hugðist snúa sér ein- göngu að sauðfjárbúskap sem hafði verið á bænum í afar litlum mæli. Sauðfjárbúið hefði fyrst átt að skila einhverju um- Ofan á þessu barði vandi sauðféð sig á að liggja meðan því var ennþá hleypt út enda er það í eðli sauðkindarínnar að liggja einhversstaðar upp á hæðum þar sem hún sér vel yfir, segir Kristján Guðmunds- son um leið og hann bendir okkur á hættusvæðið. ^^s^ös^.^%isjr^. ¦ Á þessari mynd sjást fjárhús Kristjáns bónda á Minna Núpi þar sem féð er nú lokað inni frá því um fengitímann og fram yfir sauðburð til þess að forða fósturláti hjá lambám en áður en það var gert misstu allt að 70% lambáa fóstur beggja lamba og nokkrar gutu öðru lambfóstrínu en fæddu hitt lifandi. Fjárhúsin sem eru járnklædd virka sem nokkurskonar skýli fyrir rafsegulsviðinu; Fairadaysbúr á máli eðlisfræðinnar. talsverðu af sér haustið 1976 en það var einmitt þá um vorið sem 109 af 160 lambám gutu löngu fyrir burð. Sláturinnleggið um haustið var því fyrst og fremst gamalt fé og lambær sem ekki höfðu losað sig við hildina við burð vegna sjúkdómsins sem herjaði á þær. Arin næst á eftir gutu heldur færri lambær enda almennt talið að kind sem gýtur lambfóstri eitt árið geri það ekki næsta ár á eftir. Gunnlaugur Skúlason átti þá hugmyndina að því að það væri rafsegulspennan sem ylli þessu og lagði til að féð yrði lokað inni frá því um fengitímann og fram yfir sauðburð sem var fyrst reynt árið 1979 og hefur síðan ekki borið á þessum kvilla í skepnun- um. Eins og fyrr sagði gaut samt ein hryssa síðastliðið vor eftir að hafa verið höfð á hættusvæð- inu undir línunni í vikutíma. Samkvæmt mælingu sem Kristján lét Verkfræðistofu Suðurlands gera er fjarlægð frá barðinu ofan við fjárhúsið að línunni 13,78 metrar en fjarlægð línufráfjárhúsier 27,6metrar. „Línan byggð samkvæmt lögum og reglugerðum" - segir fulltrúi Landsvirkjunar um háspennulínuna að Minna Núpi ¦ „Línan er byggð samkvæmt lögum og reglugerðum um há-' spennulínur og tekin út af Raf- mangseftirliti Ríkisins. Ég held líka að það sé langt því frá að það megi rekja þennan kvilla í ánum til línunnar. Þar sem fjar- lægð hennar frá jörðu er hvað minnst þá er hún um 13 metrar en það er langt ofan við þau lágmörk sem sett eru. Við höfum líka aldrei heyrt um þessi áhrif háspennu á búpen- ing," sagði Þorgeir Andrésson verkfræðingur á Línudeild Landsvirkjunar þegar blaða- maður innti hann álits á stað- setningu háspennulínunnar að Minna Núpi. - En nú er línan mjög nærri bænum. Gæti ekki orðið þarna stórslys ef annað mastrið félli og línan slengdist í bæjarhúsin. „Þetta held ég að sé ekki rétt, línan er byggð samkvæmt þeim reglum sem okkur eru settar og gæti aldrei náð í bæjarhúsin", sagði Þorgeir.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.