NT - 25.04.1984, Blaðsíða 24

NT - 25.04.1984, Blaðsíða 24
60 ný vígorð ■ íbúar Sovétríkj- anna þurfa ekki að hafa mikið fyrir því að mynda sér skoðanir. Æðstráðendur í Kreml sjá um allt slíkt umstang fyrir þá og nú hafa verið tilkynnt 60 ný slagorð sem vísa almenningi veginn. Megininntak þeirra er að sovéskir borgarar eigi að leggja harðara að sér við vinn- una og að stöðva beri herskáa utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Hin nýupphugsuðu slagorð munu borin á borðum í göngum um borgir og útvarpað um ríkið allt. ■ HEIMSÓKN Reagans forseta til Kína var bersýnilega ákveðin á sínum tíma með tilliti til þess, að hún gæti orðið eins konar framlag í kosninga- baráttunni, sem í raun er hafin, þótt forsetakosningarnar fari ekki fram fyrr en í byrjun nóvember. Vel heppnað ferðalag Reag- ans til Kína gat vissulega orðið gott upphaf kosningabarátt- unnar. Við það miðuðust tíma- ákvarðanir og annar undirbún- ingur. Reagan hefur búið sig undir Kínaferðina með svipaðri ná- kvæmni og þegar hann var að æfa erfið kvikmyndahlutverk áður. Fyrirfram vissi Reagan ekki mikið um Kína. Síðustu vik- urnar hefur hinn rúmlega sjö- tugi forseti keppzt við að læra um Kína eins og áhugasamur táningur, sem er að búa sig undir erfitt próf. Reagan hefur fengið marga sérfræðinga í málum Kína til fundar við sig og ekki sízt þá, sem taldir voru vel heima um siðvenjur Kínverja og hugsun- arhát't. Reagan mátti ekki láta neitt koma sér á óvart. Hann mátti hvergi leika af sér. Öll framkoma hans varð að bera merki þess, að hann væri vand- Brasilía: ■ í norðausturhéruðum Brasi- líu búa 30 milljónir manns og margir þeirra við sult og seyru og fjölgar sífellt þeim sem flosna upp og sækja til borga og bæja í von um atvinnu, eða að minnsta kosti mat. En ríkis- anna. 1 Ohio fer fram svipuð skðanakönnun 8. maí, sem ráða mun skiptingu 140 kjör- manna. Bæði þessi ríki sendá fleiri kjörmenn á flokksþingið, sem velur forsetaefnið, en þeir verða valdir með öðrum hætti. Síðan prófkjörunum í New York (3. apríl) og Pennsyl- vaníu (10. apríl) lauk, báðum með sigri Mondales, hefur bar- áttan milli þeirra Harts og Mondales haldið áfram með svipuðum hætti og áður. Mondale hefur haldið uppi á- rásum á Hart og reynt að færa rök að því, að hann væri óreyndur og laus í rásinni. Þetta virtist bera talsverðan árangur í New York og Penn- sylvaniu og því ekki óeðlilegt, þótt Mondale haldi þessari iðju áfram. Hart hefur hins vegar ekki snú- izt til verulegra andsvara, held- ur látið sér nægja að segja um Mondale eins og áður, að hann tilheyrði fortíðinni. Hart hefur jafnframt lagt vaxandi áherzlu á þann málflutning, að hann væri maður nýs tíma og nýrrar stefnu. Gallinn á málflutningi Harts hefur verið sá, að honum hefur ekki tckizt að gera nægilega ljósa grein fyrir hinni nýju fóíkið væntir lítillar aðstoðar frá ráðamönnum í suðri. í síðasta mánuði féll regn á skrælnaða jörð og bændur sáðu en hvort veðurguðirnir verða þeim hliðhollir á meðan korn og önnur matvæli eru að vaxa og þroskast er engu hægt að spá um. Tölur um hungsursneyð og þá sem farist hafa af skorti og sjúkdómum sem rekja má til ástandsins liggja ekki fyrir, en það segir sína sögu að barna- dauði er um 25%. Sudene nefnist þróunarstofn- un sem fyrir aldarfjórðungi var sett á stofn til að skipuleggja aðgerðir til að þróa atvinnuvegi og bæta ástand norðausturhér- aðanna. Hún hefur ekki af öðru að státa en að hafa vaxið í mikið skriffinnskubákn og undanfarin ár hefur stofnunin útdeilt lítil- mótlegum bótum til að halda lífi í þeim sem verst eru staddir. Neyðaráætlun var samin og samkvæmt henni fá 2.7 milljónir heimilisfeðra upphæð sem svar- ar 12 dollurum á mánuði og vinna þeir við lítt arðbæra at- vinnubótavinnu, svo sem að leggja vegi með handverkfærum °g byggja stfflur sem ekkert vatn fyllir að. Kosningabarátta stendur nú yfir vegna væntanlegra forseta- kosninga í Brasilíu og ekki vant- ar loforðin hjá frambjóðendum að stuðla að félagslegum um bótum á norðaustursvæðunum. Einn þeirra ætlar að koma á stofn sérstöku ráðuneyti til að annast þau mál og annar býður betur og lofar að setja á fót sex ráðuneyti sem taka eiga að sér þetta verkefni. Herforingja- ■ Hart er búinn að setja upp Texashattinn. stjórnin er vanbúin að mæta þörfum þessa fólks. Mikið fé hefur verið lagt í iðnað og tæknivædda atvinnuvegi í suðurhluta Iandsins en norð- austurhlutinn orðið útundan. síst bætir úr skák að í fimm ár í röð hafa þurrkar valdið upp- skerubresti. Fólk sækir í borgirnar en þar er ekki að neinu að hverfa og veldur þetta ástand sífelldum óeirðum og uppþotum. Hungr- aður lýður fer ránshendi um verslanir og korngeymslur og upplausn ríkir. Stjórn landsins hefur lítið sem ekkert aðhafst til að bæta úr þeim ógöngum sem þessi stóri og fjölmenni lands- hluti er kominn í, en það hefur reyndar ekki verið gert lengi og Einn mesti kornútflytjandi heims, en hungursneyð ríkir Hörð keppni Mondales og Harts í Texas og Ohio Reagan í kosningaferðalagi í Kína anum vaxinn jafnt í stóru sem smáu. Hann mátti hvergi leika of eða van. Meðal þeirra manna, sem Reagan fékk til fundar við sig, voru þrír fyrrverandi forsetar Bahdaríkjanna, Nixon, Carter og Ford, en þeir hafa allir heimsótt Kína meðan þeir gegndu forsetaembættinu. Alls mun Reagan dvelja sex daga í Kína og meðan mun meginathygli fjölmiðla í Bandaríkjunum og raunar víðsvegar um heim beinast að ferðalagi hans þar og við- ræðum hans við leiðtoga Kín- verja. Eitthvað alveg óvenju- legt þarf að gerast, ef aðalat- hyglin á ekki að beinast að Reagan næstu dagana. ÞAÐ ER mikil spurning hvort þeir Mondale og Hart hafa ekki ástæðu til að fagna því, að þeir verða miklu minna í sviðsljósinu en ella þann tíma, sem Reagan verður í Kína. ÞeSsa dagana munu þeir heyja harða baráttu um kjör- menn í tveimur stórum fylkjum, Texas og Ohio. í Texas mun fara fram 5. maí eins konar skoðana- könnun, sem ræður því hvernig 154 kjörmenn munu skiptast milli frambjóðend- stefnu, a.m.k. virðist almenn- ingi ekki hafa orðið það nægi- lega Ijóst. Undanfarið hefur hann því einkum snúið sér að því, að leitast við að skýra þessa stefnu sína betur. Það mun sennilega koma í Ijós í Texas og Ohio, hvernighonum hefurtek- izt það. STYRKUR Mondales hefur byggzt á því, að flokkskerfi demókrata styður hann miklu meira en Hart, en jafnframt telja þeir, sem lakari stöðu hafa í þjóðfélaginu, hann hliðhollari sér en Hart er. Þar er um að ræða blökkumenn, þótt flestir þeirra kjósi nú Jackson, Mexik- ana, litað fólk frá karabísku eyjunum og gamalt fólk, en Mondale hefur beitt sér fyrir að bæta tryggingakerfið. Þá hallast kvenréttindakonur meira að Mondale en Hart. Hart hefur hins vegar enga slíka hópa sér til stuðnings. Mestur stuðningur hans virðist vera hjá menntafólki á miðjum aldri og óflokksbundnum kjós- endum. Vegna þess er hann talinn líklegur til að verða Reag- an skæðari keppinautur en Mondale. Skoðanakannanir ■ Kínaferðin er þáttur í kosningabaráttu Reagans. Wrarinn Þórerinsson, ritstjóri, virðast ekki benda til þess, og hvorugur þeirra Mondales eða Harts er llklegur til að sigra Reagan, eins ög staðan er nú, en margt getur breyzt á sex mánuðum. T.d. getur gangur mála í Mið-Ameríku og Austur- löndum nær breytt miklu. Hart byggir vonir sínar á því, að hann sé fylgissterkari en Mondale í vesturríkjum Banda- ríkjanna, þar sem mestu mun-. ur um Kaliforníu, sem hefur um 300 kjörmenn. Gallinn er sá, að i þar verður síðasta prófkjörið og því kemur ekki í ljós fyrr en í Íokin hver er sterkastur þar. Úrslitin geta verið nokkurn veg- inn ráðin, þegar þangað kemur. Fulltrúar á flokksþinginu, sem velur frambjóðandann, verða um 4000. Mondale er þegar búinn að tryggja sér um 1100, en 1957 þarf til þess að ná kosningu á flokksþinginu. Hart hefur orðið um 600 kjörmenn, en Jackson tæp 200. Um 400 kjörmenn, sem þegar hafa verið kosnir, eru óbundnir eða hafa lofað öðrum stuðningi en þremenningunum. Eftir er að kjósa um 1600-1700 kjörmenn. Ólíklegt þykir, að þeir skipt- ist þannig, að það tryggi Mon- dale hreinan meirihluta. Hins vegar bendir flest til að hann hafi langflesta kjörmenn, þegar á þingið kemur. Hart þarf að vinna mikið á, til þess að bilið milli þeirra minnki stórlega úr þessu. Flest bendir því til, að það verði hinir óháðu kjörmenn og kjörmenn Jacksons, sem úrslit- um geti ráðið á þinginu. Vel getur svo farið, að mikil spenna ríki á þinginu og fyrirfram verði úrslitin óráðin. ■ Uppflosnaðir sveitamenn sækja í borgir en þar bíður ekki annað en sama vesöldin og flúið er frá. stjórnin sem nú situr er mátt- vana og sjálfri sér sundurlynd. Erlendar skuldir eru miklar og lítið fé til að koma á félagslegum umbótum. Alþjóðabankinn hefur lagt til að varið verði 3.6 milljórðum dollara til þeirra verkefna. Eitt þeirra atriða sem bankinn leggur áherslu á að gera þurfi er að skipta jörðum á milli landlausra bænda til þess að þeir gætu framleitt matvæli fyrir fjölskyldur sínar. Þessi hugmynd hefur aldrei skotið upp kollinum innan Sudene síð- an stofnunin var sett á laggirnar fyrir 25 árum. Brasilíumenn hafa enn ekki getað fengið sig til að biðja um gjafakorn annars staðar að, enda væri það dálítið hlálegt þar sem Brasilía er einn mesti kornútflytjandi heims.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.