NT - 25.04.1984, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 25. apríl 1984 11
flestra fjáræktarmanna og leið-
beinenda í sauðfjárrækt. Hall-
dór var flóðmælskur og orðfær í
besta lagi, hugsaði hratt og
talaði hratt en gætti þess alltaf
að halda athygli viðmælenda
sinna vakandi, hann hafði yndi
af að leiðbeina og gerði það
með mjög persónulegum hætti.
Búnaðarfélagið efnir til sauð-
fjársýninga í öllum sveitum
landsins á nokkurra ára bili.
Halldór var alla sína tíð sem
ráðunautur, dómari á flestum
þessum sýningum. Hann hafði
einstakt lag á því að gera þær
eftirminnilegar. Neytti hann
þess þá að hann var allra manna
skemmtilegastur og orðsnjall-
astur þannig að menn lögðu
leiðbeiningar hans á minnið og
höfðu þær heim með sér.
Halldór var mjög búhneigður
og hefði án efa getað orðið
mikill fyrirmyndarbóndi hefði
hann gert það að lífsstarfi sínu.
Hann var fjárglöggur svo af bar
og mjög minnugur á sauðfé.
Þann eiginleika hafði hann frá
Páli föður sínum. Þeir höfðu
báðir einstakt lag á því að gera
allt fjárrag að hátíð og fagnaði
og það er mér ógleymanlegt að
vera með þeim feðgum báðum
saman í fjárragi, þá vai stórhá-
tíð. Þegar Halldór tók við starfi
búnaðarmálastjóra naut sín
mjög vel búmennska hans.
Hann hafði til að bera stjórn-
semi og hagsýni ásamt með
framsýni og framkvæmdavilja.
Halldór átti því láni að fagna að
eiga góða samstarfsmenn hvar
sem hann lagði hönd að verki og
hafði enda gott lag á því að
starfa með öðrum enda skap-
gerðin hans lipur og lundin
glöð. Þjóðmál lét Halldór að
sjálfsögðu til sín taka. Hann var
félagshyggju- og samvinnumað-
ur, þjóðlegur í hugsun og úr-
ræðum. Hann átti lengi sæti í
miðstjórn Framsóknarflokksins
og lét þar margt til sín taka og
eins og annarsstaðar var á hann
hlustað þegar hann beitti brandi
sínum.
Halldór var óvæginn í ræðu-
stól, stórorður og hittinn, en
ætíð glaður og drenglyndur
þannig að honum fyrirgafst
undra margt að orrustu lokinni.
Fjölbreyttur og annasamur
starfsdagur er á enda. Halldór
hlífði sér hvergi, var sístarfandi
og gekk að hverju starfi með
eldlegum áhuga. Hann var allra
manna fljótastur að skilja og
minnugur svo af bar og lundin
svo glöð, hugurinn svo vakandi
að hæfileikarnir nýttust með
ágætum.
í einkalífi sínu var Halldór
gæfumaður. Hann giftist Sigríði
Klemensdóttur frá Húsavík.
Sigríður er mikil afbragðskona,
bráðgreind, skoðanagóð og
skemmtileg. Þau hjón voru
mjög samhent og samrýmd og
áttu sér gott heimili. Fyrir mörg-
um árum fór Halldór að kenna
sjúkleika enda var honum ósýnt
um það að hlífa sjálfum sér. Þá
kom til kasta Sigríðar að hafa
vit fyrir bónda sínum og þess er
ég fullviss að mörg seinustu árin
af starfsævi Halldórs eigum við
Sigríði að þakka.
Ungur fór Halldór að heim-
an, hann fékk miklu áorkað
íslenskum bændum og þjóð
sinni allri til heilla. Útför hans
verður gerð frá Dómkirkjunni í
dag, síðan verður hann borinn
til moldar í heimagrafreit á
Gúðlaugsstöðum, þá er hann
kominn aftur heim.
Við vandamenn hans sem
þekktum hann best, vorum stolt
af honum meðan hann lifði og
söknum hans þegar hann er
alltur. Við vottum Sigríði inni-
legustu samúð okkar.
Páll Pétursson.
t
Með Halldóri Pálssyni er fall-
inn frá einn fjölmenntaðasti for-
ystumaður bændasamtakanna.
Störf hans innan þeirra eru samt
ekki hvatinn að fáeinum
kveðjuorðum við fráfall hans,
heldur störf hans að samgöngu-
málum þjóðarinnar og skipu-
lagningu þeirra.
Halldór átti sæti í skipulags-
nefnd fólksflutninga um tveggja
áratuga skeið, allt til dauðadags
sem fulltrúi Búnaðarfélagsins.
Hann var þeirrar skoðunar og
fór ekki dult með, að bætt
vegakerfi, betri samgöngur væri
undirstaða aukinnar hagsældar
á verklegu og menningarlegu
sviði. Halldór var traustur
málsvari dreifbýlisins þegar rætt
var um skipulagningu sam-
gangna, og lagði ríka áherslu á
að skipulag þeirra miðaði ekki
síst að auknu öryggi fyrir íbúa
viðkomandi byggðarlaga á sem
flestum sviðum.
Halldóri var örugglega ljós-
ara en flestum öðrum hversu
afgerandi þáttur fyrir búsetu í
mörgum sveitum landsins er að
á samgöngumálin sé horft með
þá staðreynd í huga af viðkom-
andi ráðamönnum.
Það var mjög ánægjulegt að
eiga við hann samvinnu og
samstarf, maðurinn var fjölgáf-
aður og sá gjarnan fyrstur
manna ljósari fletina á erfiðum
úrlausnarefnum. Hann var
manna tillitssamastur þegar þeir
áttu í hlut er þurftu liðveislu og
ráku mál sín hispurslaust og án
hliðarleiða.
Nú þegar leiðir skilja, er okk-
ur sem með honum störfuðu í
Skipulagsnefnd fólksflutninga
og starfsfólki efst í huga þakk-
læti fyrir ánægjulegt og lær-
dómsríkt samstarf á liðnum
árum.
Eftirlifandi eiginkonu hans
Sigríði Klemensdóttur vottum
við dýpstu samúð.
Einar Ögmundsson.
Er stíflað
Fjarlægjum stíflur úr vöskum W.C. rörum, baö-
körum og niðurföllum.
Notum ný og fullkomin tæki.
Skolphreinsun.
Ásgeir Halldórsson - Siguröur Guðjónsson símar
71793-71974 - þjónusta allan sólarhringinn.
Tilboösverö
Svalahuröir úr oregonpine meó
i| lœsingu, húnum og þéttilistum.
Verö írá kr. 5.654,-
Útihuröir úr oregonpine.
Verö írá kr. 6.390,-
l ' Bílskúrshuröir,
im TlTTI 9lu99ar °9 gluggaíög.
ailllllú Gildir til 1.05.84.
TRÉSMIÐJAN MOSFELL H.F
HAMRATÚN 1 MOSFELLSSVEIT SÍMI 6 66 06
'T) t _s
ieðToshiba
rbylgjuofn’ -yl*r*
parar
)ú minnst
50% af raf
á matreiðslunámskeið
rinnst boð parestveit án
sssksm; Ssfea.-^
SEET
3g síðast en
þanntímasem
* _ / 1. X — Htr\
ntður
amatarútgjoiuij-
i hér um bilekkl ne'
Toshiba ð,bJ)®"[íjSíreifing»
meM"'Ts"meSb^-
Deltawave, sem e
venid»ð.Mk»»m” „esta
sndningstekut
á5,gShSisofna-«tom,n
þjónusta.
foSHlBA
Hlífóorfatnaður
fró Sjókiœðagerðinni:
I>róaður til að mæta kröfum isienskra
sjómanna við erílðustu aðstæður.
VINVL glóhnn
o- ____________________-__i>raelstcrkir vinyihúðaðtr vinnuvettiíngar
SEXHU CG SEX NORÐUR með sérstSkum gripfleti scm gefur gott tak.
Skúlogötu 5! Sími 11520