NT - 25.04.1984, Blaðsíða 13

NT - 25.04.1984, Blaðsíða 13
i Miðvikudagur 25. apríl 1984 13 •v Málsvari frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Nútíminn h.f. Ritstjórar: Magnús Ólafsson (ábm) og Þórarinn Þórarinsson Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 86300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86306. Verö í lausasölu 25 kr. Áskrift 250 kr. Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blaðaprent hf. ¦ Eins og fleiri voru þeir Örlygur Sigurðsson, listamaður, Guðmundur Ingi Kristjánsson, skáld og Jóhannes Stefánsson framkvæmdastjóri frá Neskaupstað, ánægðir með nýja blaðið. Hertókum Reykjavík með stæl Kjartan Ásmundsson dreif ingar- stjóri NT ánægður með viðtökurnar ¦ NT var vel tckið á Akureyri um hádegisbilið í gær þegar lausasala hófst. Hér má sjá Helga M. Bergs bæjarstjóra, lesa eitt fyrsta blaðið sem selt var nyrðra. ¦ „Þetta er gott blað og við- tökurnar voru í samræmi við það. Upplagið seldist svo tU upp," sagði Kjartan Ásmunds- son dreifingarstjóri NT, þegar við spurðum hann hvernig móttökur fyrsta tölublað nýja blaðsins hefði fengið í gær. „Þetta var meiriháttar dagur," sagði hann. Kjartan sagði, að salan hefði gengið svona vel, bæði í Reykjavík og úti á landi, en þangað hefði blaðið farið með fyrstu hugsanlegu ferðum og það hefði verið komið á helstu þéttbýlisstaði uppúr hádeginu. Um eitt hundrað sölubörn buðu NT á götum Reykjavíkur í gær og gekk þeim mjög vel, seldu nær öll blöðin. Sömu sogu er að segja úr söluturnun- um 9g báðu margir um meira. „Ástæðan fyrir því að þetta gekk svo fljótt og vel fyrir sig er sú, að margir lögð hönd á plóginn og stóðu sig allir með mikilli prýði, hvort sem það voru blaðsölukrakkarnir, af- greiðslufólkið eða aðrir sem að blaðinu stóðu. ¦ Kjartan Asmundsson, dreifingarstjórí NT. NT-mynd Árni Sæberg. Viðtökurnar gefa okkur ástæðu til að vera bjartsýnir. Þetta var okkar D-dagur og við hertókum Reykjavík með stæl," sagði Kjartan Ásmunds- son dreifingarstjóri NT. Þekkingin er undirstaðan ¦ Ef fylgzt er með þeirri umræðu, sem nú fer fram í heiminum um atvinnumál og kennslumál, má óhætt telja tillögu Tómasar Árnasonar og fleiri Framsóknarmanna um tengsl fræðslukerfis og atvinnulífs meðal merkustu mála, sem nú liggja fyrir Alþingi. I flestum ríkjum er nú rætt um meiriháttar breytingar á fræðslukerfinu, sem gangi í þá átt að því verði beint meira í þjónustu atvinnulífsins en verið hefur um skeið. I Bandaríkjunum er þetta eitt helzta kosningamál beggja aðalflokkanna. Hin nýja stefna, sem Gary Hart boðar, felst ekki sízt í því, að hann boðar róttækastar breytingar á fræðslukerfinu, sem stuðli að því, að Bandaríkin hafi forustu í framleiðni og hagræðingu og geti því haldið uppi samkeppni á heimsmarkaðnum, án þess að grípa til hafta. Síðustu árin hafa Bandaríkin dregizt aftur úr Japönum og Vestur-Evrópu hvað snertir fram- leiðni og vinnuafköst á ýmsum sviðum. Sama er sagan í Sovétríkjunum. Fyrsta verk hins nýja valdhafa þar, Chernenkos, hefur verið að boða róttækar breytingar á skólakerfinu. Skólaskyldan yerður lengd um eitt ár og skólarnir meira tengdir við atvinnuvegina. í þriðja heiminum gætir þessa sjónarmiðs ekki minna. Þar hefur fengizt sorgleg reynsla af því, að það nægir ekki að fá stór erlend lán og mikið fjármagn til framkvæmda. Það er þekkingin, sem er sá grundvöllur, sem allt byggist á. Þegar hana brestur fer illa. Samkeppnin á sviði atvinnulífsins fer síharðnandi og þar mun sigurinn falla í skaut þeim, sem ráða yfir mestri þekkingu. Þess vegna verður í framtíðinni að beina fræðslukerfinu meira inn á þá braut að vera í lifandi tengslum við atvinnulífið. Þetta gildir ekki minnst á sviði háskóla- menntunar, eins og rakið er í tillögu Tómasar Árnasonar og félaga hans. Margir stúdentar eru nú í efa um, hvert þeir eigi að stefna, því að víða er nú offramleiðsla á þeimsviðum, sem mest stund hefur verið lögð á að undanförnu. Þetta getur breytzt, ef fleiri tækifæri yrðu sköpuð á sviði atvinnulífsins. í þessu sambandi er t.d. ekki úr vegi að geta þess, að Farmanna- og fiskimannasamband íslands hefur hafið máls á því við stjórnarvöld, að hugað verði meira að menntunarmálum sjómanna í heild, t.d. með aukinni samvinnu skóla, sem nú eru starfræktir á því sviði. Alþingi ber því vissulega að taka vel tillögu Tómasar Árnasonar og félaga hans og menntamálaráðherra þarf að fylgja fast eftir. Dropinn holar steininn Hin svokallaða friðarvika tókst betur en flestir þorðu að vona. Þátttaka mátti heita góð. Þeir, sem vikuna sóttu, eru áreiðanlega margs vísari um þessi mál eftir en áður. Það var ekki sízt ánægjulegt við friðarvikuna hversu mörg samtök stóðu að henni. Það sýnir, að meginþorri þjóðarinnar er fylgjandi þeirri stefnu, að þegar verði stöðvuð uppsetning allra kjarnavopna og smáþjóðum eins og Hollendingum ekki þröngvað til að taka við þeim gegn vilja sínum. Ýmsir hafa orðið til þess að láta í ljós þá skoðun, að svona starfsemi hafi ekki mikla þýðingu. Þetta er misskiln- ingur. Það gildir hér eins og víðar, að dropinn holar steininn.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.