NT - 25.04.1984, Blaðsíða 16
Hallar undan fæti hjá Debbie Harry?
Hún segist vera laun
dóttir Marilyn Monro
■ Það var árið 1977, að Debbie Harry, söngkona
Blondie, geystist fram á sjónarsviðið eins og hvítur
stormsveipur og tók rokkheiminn með áhlaupi.
Aðdáendur hennar stóðu á öndinni og vissu
eiginlega ekki hvaðan á þá stóð veðrið. Þá var hún
31 árs gömul.
legu sögur um mig. Hvað með
það, þó að leiksýningin á Broad-
way hafi fallið, eða vídeó-
myndin þyki ekki merkileg.
Ég hef þó leikið á sviði á
Broadway og í kvjkmynd og
það er meira en flestir aðrir
geta hrósað sér af.
■ Debbie
Harry fyrr.
og nú.
En mikið vatn hefur runnið
til sjávar á þeim 7 árum, sem
liðin eru. Nú þykir ýmsum sem
allur vindur sé úr Debbie og
velta því fyrir sér, hvort ástæð-
an sé sú, að hún er farin að sjá
hilla undir fertugsafmælið, eða
hvort hún sé í öngum sínum
yfir þcim ógöngum, sem þeim
sýnist hún komin í á frama-
brautinni.
- Það er langt frá því að ég
sé að gefast upp, scgir Debbie
sjálf, enda heldur hún því fram
að hún sé laundóttir Marilyn
Monroe og oft hafi móðir
hennar komist í hann
krappann.
- Ég hef það á tilfinning-
unni að einmitt nú sé eitthvað
í þann veginn að gerast, alveg
eins og ég fann það á mér,
þegar Blondie var um það bil
að slá í gegn. Ég er núna að
vinna að sóló-plötu og ég
samdi textann við eitt lag í
nýjustu mynd Als Pacino,
Scarface.
Þeir, sem hafa séð Debbie
nýlega, hallast þó að því, að
nú hafi verulega hallað undan
fæti hjá henni. Þeir segja hana
liafa gjörbreytt um útlit, og
ekki til hins betra. Ljósa hárið,
sem einu sinni var einkenni
hennar, hefur nú orðið að
vfkja fyrir réttum háralit, sem
reynist vera svartur. Og hún er
orðin þrútin í andliti, já og
reyndar um allan skrokkinn.
Sumir vilja hreinlega kalla
það, að hún sé orðin feit, en
hún gefur þá skýringu, að hún
hafi lagt hart að sér við að
byggja upp vöðvana mánuðum
sarnan fyrir hlutverk glímu-
konu, sem hún fór með á
Broadway í fyrra. Reyndar fór
svo, að leikritiö var ekki sýnt
nema einu sinni, og hlýtur það
að nálgast met á sinn hátt, en
það tók langan tíma fyrir vöðv-
ana að átta sig á því, að þeir
þurftu ekki að takast á við það
hlutverk, sem þeir höfðu verið
byggðir upp fyrir, nema þessa
einu kvöldstund.
Ekki tókst betúr til, þegar
Debbie hugðist hasla sér völl í
vídeóheiminum nú fyrir
skemmstu. Hún tók þátt í
vídeómynd, sem átti að vera
ádeila á hryllingsmyndir þær,
sem grassera á myndböndum,
en ekki tókst betur til en svo,
að hennar mynd þótti síst gefa
hinum eftir I ógeðslegum at-
riðum. Því var það, að þegar
hún heimsótti Éngland til að
auglýsa myndina, var henni
tekið vægast sagt illa.
Þrátt fyrir allar þessar ófarir
upp á síðkastk' er Debbie
Harry ekki á þvi aó gefast upp.
Hún segir: - Þaó er eitthvað að
þessum blaöamönnum, sem
skrifa allar þessar andstyggi-
John Travolta og Olivia Newton-John
leika saman aftur í kvikmyndinni
„TWO OF A KIND“
Hundaveður!
■ Þó að Marma Duke, sem er stór hundur af Dana-kyni (Great
Dane), sé stæðilegur og stór, þá er hann viðkvxmur fyrir kulda,
og því var eigandi hans svo hugsunarsamur að lána honum pevsu.
Eiginlega hefði Marma Duke þurft að fá tvær peysur til að honum
kólnaði ekki á afturendanum!
■ Þegar þau John Travolta
og Olivia Newton-John léku
saman í Grease fyrir 5 árum
urðu þau góðir vinir.
Þau hafa oft síðan
ráðgert að vinna
aftur saman að kvikmynd, þar
sem þeim tókst svo vel hér um
árið. Úr því hefur samt ekkert
orðið þar til nú, að kvik
myndin „Two of a
Kind“ var gerð i
Hollywood.'Travolta leikur í
myndinni uppfinningamann,
sem lendir í klónum á okrur-
um, þar sem uppfinningar hans
leiða ekki til gróða strax. Hann
verður svo aðþrengdur, að
hann ætlar að reyna bankarán,
en í bankanum vinnur stúlka
sem hann verður hrifinn af -
og hún er leikin af Oliviu
Newton-John... og svo heldur
sagan áfram.
Grease varð hrein gullnáma
fyrir kvikmyndafyrirtækið,
því hún var sýnd um allan
heim fyrir fullu húsi langtímum
saman. Hvort „Tvö eins“ verð-
ur jafnsigursæl á eftir að koma
Jaqueline Onassis
hyggst ekki giftast oftar
■ Jacqueline Bouvier-
Kennedy-Onassis hefur þegar
orðið að þola þá þungu raun
að verða tvisvar ekkja. En þar
sem hún þykir hinn besti
kvenkostur, auðug, fögur og
fræg, og er ekki nema 54 ára
gömul, er stöðugt verið að
gera þvi skóna, að hún láti sér
ekki nægja ekkjustandið til
eilífðar.
Jackie er nú búin að lýsa því
yfir, að hún hafi hreint engan
hug á því að giftast oftar. Hún
sé ánægð með lífið og tilveruna
eins og er, og það sé henni
nægt verkefni að fylgjast með
uppvexti barna sinna, Caroline
og Johns yngri, auk þess, sem
hún sé í mjög ánægjulegu starfi
sem útgáfustjóri stórs bókaút-
gáfufyrirtækis.
En Jackie hefur fleira fyrir
stafni en að sinna tveim fyrr-
nefndum verkefnum. Hún átti
t.d. drjúgan hlut að því að
gömlu járnbrautarstöðinni á
Manhattan, Grand Central
Station, var hlíft, þegar stóð til
að rífa hana niður og byggja
nýja. Og nú er hún farin að
beita sér fyrir nýju húsfriðun-
arverkefni á Manhattan. Hún
ætlar að hindra að hin þekkta
St.Bartholomew kirkja verði rif-
in og í staðinn reist 59 hæða
skrifstofuhús.
■ Jackie Onassis var boðið í lestarferð frá Grand Central
járnbrautarstöðinni á Manhattan til Albany, höfuðborgar New
York-ríkis, í virðingarskyni við þann áhuga, sem hún hefur sýnt
á því að koma í veg fyrir að þessi gamla járnhrautarstöð verði
rifin.
Má búast við að henni verði áhugamálum sínum til fram-
vel ágengt, enda er hún þekkt dráttar, og áhrif hefur hún
að því að beita áhrifum sínum, víða.
- enda hefur hún nóg önnur áhugamál!