NT - 25.04.1984, Blaðsíða 25

NT - 25.04.1984, Blaðsíða 25
*j» - _..........'.".'..'.'.*,' r Miðvikudagur 25. apríl 1984 ' 25 Rafeinda- tæknin hindrar ölvun við akstur ¦ Ölvun við akstur er án efa einn af mestu bölvöld- um nútímans. Á hverju ári ferst og slasast mikill fjöldi vegna aksturs ölv- aðra ökumanna. Þrátt fyr- ir mikinn áróður virðist nær ógerlegt að koma í veg fyrir ölvun við akstur. Alltaf virðast einhverjir treysta sér til að aka þótt þeir séu kófdrukknir. En kannski verður rafeinda- tæknin líka til að leysa þetta vandamál. Kínverskir fjölmiðlar hafa skýrt frá nýrri uppfinn- ingu sem hindrar drukkna ökumenn í því að gang- setja bifreiðar sínar. Rafeindatæki, sem nemur áfengi í andar- drætti ökumannsins, er tengt kveikibúnaði bif- reiðar þannig að ekki er hægt að gangsetja bifreið- ina ef ökumaðurinn er drukkinn. Uppfinningamaðurinn, sem heitir Ren Zhicheng, fékk hugmyndina að tæk- inu eitt sinn þegar hann hélt upp á afmælið sitt á heimili sínu. Hann var að skála við konu sina í tilefni af afmælinu þegar sterk áfengislyktin kom honum til að velta fyrir sér mögu- leikanum á umræddu tæki. Þrjár kínverskar verk- smiðjur framleiða nú öku- lása sem byggja á þessari uppfinningu fyrir kaup- endur í Japan, Hongkong og á Filippseyjum. AIDS-virusinn fundinn í tveim löndum nær samtímis - góðar vonir um að bóluef ni verði tilbúið eftir tvö ár ¦ Góðar horfur eru nú á að hægt verði að finna bóluefni sem gera á menn ónæma fyrir sjúkdómnum AIDS, sem kallaður hefur verið áunnin ónæmisbæklun á íslensku. Sjúkdómur þessi hefur á undan- förnum árum herjað sérstaklega á kynvillinga og eiturlyfjaneytend- ur. Engin ráð hafa enn fundist til að lækna þá sem tekið hafa sjúk- dóminn og er dánarhlutfall þeirra mjög hátt. AIDS hefur einkum breiðst út um Bandaríkin og í minna mæli í Evrópu. Fyrir nokkrum dögum tilkynnti franska Pastrut-stofnunin að þar hefði tekist að einangra vírusinn sem sjúkdómnum veldur. í fyrra- dag gaf svo bandaríska heilbrigðis- stofnunin út sams konar tilkynn- ingu. Mikið hefur verið unnið að rannsóknum á sjúkdómnum og hafa vísindamenn keppst um að finna aðferðir til að koma í veg fyrir hann eða lækna. Þegar nú vírusinn hefur verið einangraður eru góðar vonir til, að hægt verði að framleiða bóluefni. Bandarísku vísindamennirnir telja að það taki um tvö ár, en eftir sex mánuði verður hægt að finna sjúkdóminn í blóði þeirra sem smitast hafa og eftir það verður hægt að koma í veg fyrir að þeir sem gefa blóð smiti aðra, en sannað er að sjúk- dómurinn getur smitast með blóð- gjöfum. Sjúkdómur þessi var ekki greindur fyrr en árið 1981. í Bandaríkjunum eru skráðir 4000 sjúklingar sem tekið hafa veikina frá þeim tíma. 1700 þeirra eru látnir. ¦ AIDS-sjúklingur og vinur hans. Myndin er tekin viku fyrir dauða mannsins sem haldinn var áunninni ónæmisbæklun. AIDS berst auðveldlega milli J manna sem hafa kynmök saman. Meðal eiturlyfjaneytenda berst hann með óhreinsuðum nálum sem þeir sprauta sig með og í sárafátækum þjóðfélögum þar sem, hreinlæti er í lágmarki verður þessa sjúkdóms einnig vart, svo sem á Haiti og í ríkjum Mið-Afr- íku. Bandarísku vísindamennirnir sem einangruðu vírusinn viður- kenna fúslega að Frakkar hafa verið á undan. Talið er að vísinda- menn beggja þjóðanna hafi komist að sömu niðurstöðu í rannsóknum sínum en þeir hafa skipst á vísus- um til að gera samanburðarrann- sóknir og munu það liggja fyrir eftir nokkrar vikur hvort svo er. En rannsóknunum er haldið áfram af fullum krafti því mikið liggur við að hægt verði að finna bóluefni sem fyrst til að stöðva útbreiðslu áunninnar ónæmisbæklunar. Stórfyrirtæki flýr Hongkong Noregur: Landssambönd vilja eigin sjónvarpsstöð ¦ f Noregi hafa fjögur fjölmenn samtök farið fram á að setja á stofn sjónvarpsstöð sem sendir út dagskrá um allt landið. Samtökin eru Alþýðusambandið, íþrótta- samband Noregs, bindindissam- tökin og samtök um kristindóm. Óskir eru uppi um að sjónvarps- stöðin fái að senda út auglýsingar til að standa undir rekstrinum. í Noregi hefur Ríkisútvarpið einkarétt á að útvarpa, en á síðustu tveim árum hafa verið settar þar á stofn margar svæðis- bundnar stöðvar. En nú er komið að því að gerð er krafa til að stofna sjónvarpsstöð sem ná á til allra íbúa landsins í beinni samkeppni við hið ríkisrekna sjónvarp. Mein- ingin er að fyrrgreind samtök eigi 40% í nýju sjónvarpsstöðinni, en þess er óskað að samtök sem að tengd eru atvinnulífinu leggi fram 60% á móti. Meiningin er að auglýsingar standi undir rekstrinum að ein- hverju eða öllu leyti. Talið er æskilegra að auglýsendur kaupi efni sitt inn á tilgreinum tímum, svipað og er í íslenska sjónvarp- inu, en að þeir fái ekki að útbúa eigin dagskrár og borga fyrir út- sendingar á þeim. Með því myndu þeir hafa alltof mikil áhrif á dagskrárgerð, en gengið er út frá því sem vísu að fréttir og stjórnun dagskrár sé algjörlega á ábyrgð starfsmanna sjónsvarpsstöðvar- innar. Ef stjórnvöld taka vel í þessa málaleitan um stofnun sjálfstæðrar sjónvarpsstöðvar má búast við að reynsluútsendingar geti hafist þeg- ar að hausti. ¦ Jardine Matheson fyrirtæk- ið, sem er eitt af virtustu fyrir- tækjunum í Hongkong hefur ákveðið að flytja höfuðbæki- stöðvar sínar til Bermuda. Ákvörðun um að flytja frá Hongkong kom mörgum á óvart því að Jardine er elsta fyrirtækið í Hongkong. Það hefur starfað í Hongkong allt frá árinu 1841, þegar það keypti þar land undir verslunarstarfsemi. Jardine var upphaflega fyrst og fremst versl- unarfyrirtæki. Það græddi mikið á verslun með ópíum, te og fleiri vörur en sneri sér svo smám saman að öðrum sviðum. Talsmenn fyrirtækisins halda því fram að ákvörðunin um að flytja höfuðbækistöðvarnar til Bermuda stafi eingöngu af hag- kvæmnisástæðum og í rauninni muni starfsemi fyrirtækisins í Hongkong ekkert minnka. Al- mennt er samt litið á þessa ákvörðun Jardine sem flótta frá Hongkong sem stafi af ótta um ótrygga framtíð nýlendunnar. Bermudaeyjar eru breskt verndarsvæði þannig að Jar- dine-félagið tryggir tilveru sína áfram á bresku lögsvæði með flutningi þangað. Nú eiga sér stað viðkvæmar viðræður á milli Kínverja og Breta um framtíð Hongkong. Kínverjar krefjast þess að yfir- ráðaréttur þeirra í Hongkong verði viðurkenndur og Bretar hafa nú þegar fallist á að Hong- kong hljóti að teljast kínverskt landsvæði þótt það sé nú undir breskri stjórn. Viðræðurnar snúast fyrst og fremst um það hvernig kínversk yfirvöld í Pek- ing geti tekið við stjórn nýlend- unnar án þess að viðskiptalíf lamist og fyritæki flýi frá Hongkong. Fyrirtæki í Hong- kong telja sig þurfa að fá örugga tryggingu fyrir því að þau geti haldið óáreitt áfram starfsemi sinni án hættu um að kommún- istar þjóðnýti þau eða hindri starfsemi þeirra á annan hátt. Ákvörðunin hjá Jardine um að flytja höfuðbækistöðvar sín- ar frá Hongkong var að mörgu leyti táknræn. Þetta elsta fyrir- tæki í Hongkong lætur þannig í ljós hræðslu sína við þá framtíð sem viðræður Breta og Kínverja kunna að fela í sér fyrir Hongkong. Þessi frétt olli mikilli ólgu á verðbréfamarkaðinum í Hongkong. Trú manna á skyn- semi þessarar ákvörðunar Jar- dine virðist samt ekki mikil því að verðbréf fyrirtækisins hafa lækkað umtaisvert. Önnur stór- fyrirtæki í Hongkong hafa enn sem komið er ekki tilkynnt flutning sinn þaðan. Þau vilja fyrst bíða eftir að sjá árangur viðræðnanna um framtíð Hong- kong en bæði Kínverjar og Bret- ar hafa lofað að flýta þeim viðræðum. ¦ Hongkong. Mörg stórfyrirtæki bíða óþreyjufull eftir niðurstöðum viðræðna Kínverja og Breta um framtíð Hongkong áður en þau ákveða hvort þau flytja þaðan. ¦ Hollenskar húsmæður hafa drjúgar aukatekjur af að pillu rækju á eldhús- borðinu. Nú verður þessi heimilisiðnaður lagður niður með lagaboði. Holland: Heimilisiðn- adur leggst niður vegna eitraðrar rækju ¦ Það var alvarlegt áfall fyrir rækjumarkaðinn þeg- ar 14 manns létust í Hol- landi af matareitrun, sem rakin var til rækju. Bakt- erían sem fannst í rækj- unni þrífst aðeins í höfum hitabeltisins. Þegar farið var að rannsaka málið nánar kom í ljós að matar- eitrunina mátti rekja til rækju sem seld var undir vörumerkinu norsk rækja, en þegar nánar var athug- að kom í ljós, að eitraða rækjan var alls ekki frá Noregi eða úr norðlægum höfum heldur átti hún uppruna sinn í Bengalflóa við Indland. Rækjan hafði verið flutt til Hollands og til að gera vöruna útgengilegri var prentað á umbúðirnar að hún væri norsk. Norð- menn brugðust skjótt við og auglýstu rækilega hvers kyns var og að enginn hætta væri á að rækja úr norðlægum höfum væri eitruð. Allt hafði þetta mikil áhrif á rækjumark- aði ekki aðeins í Hollandi neldur og víðar. Eftir- spurn minnkaði og verð á rækjulækkaði. En einna verst verða hollenskar húsmæður úti vegna eitruðu rækjunnar. Um árahundraða skeið hefur rækjupillun verið heimilisiðnaður í bæjum með ströndinni. Húsmæð- ur taka ópillaða rækju heim og meðhöndla hana á eldhúsborðinu áður en hún er sett á markað. Hafa þær af þessu drjúgar aukatekjur. En nú hafa hollensk heilbrigðisyfirvöld ákveð- ið að banna sölu á rækju sem pilluð er í heimahús- um. Ástæðan er sú að rækja er vandmeðfarin vara og næm fyrir gerlum. Eftirleiðis verður því ekki önnur rækja sett á markað en sú sem er vélpilluð og í verkunarstöðvum sem heilbrigðisyfirvöld viður- kenna. Þá hefur allur innflutn- ingur á rækju sem veidd er í heitum höfum verið bönnuð og strangt eftirlit verður haft með því að fyllstu kröfum varðandi rækjuvinnslu og sölu verði framfylgt.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.