NT - 25.04.1984, Blaðsíða 10

NT - 25.04.1984, Blaðsíða 10
FRUIN HLÆR I BETRI BIL Range Rover árgerð 1976. Skipti ath. M Benz 250 árgerð 1979. Bíll með öllu. Skipti. Cherokee Chief árgerð 1977. Skipti ath. Buick Station með öllu árgerð 1978. Ath. skipti. Benz Unimog árgerð 1972 6 cyl disel, vökvastýri, loftbremsur, spil, gír, tvöfaldur gírkassi yfirfarinn af Benz. Range Rover árgerð 1982 4ra dyra. Litur blásans. Ekinn 20þ.km. Til sýnis og sölu hjá Bílasölu Guðfinns Sími 81588. ia- Miðvikudagur 25. apríl 1984 10 Dr. Halldór Pálsson, búnaðarmálastjóri Fæddur 26. apríl 1.911 Dáinn 12. apríl 1984 fremst á sviði sauðfjárræktar- innar, en Halldór var sauðfjár- ræktarráðunautur Búnaðarfé- lags íslands frá árinu 1937 til 1962 eða í 25 ár. Mér var það fljótlega ljóst, að þar var enginn meðalmaður á ferð. Hann var fæddur fjármaður, harðglöggur svo að ótrúlegt mátti teljast, sá og skildi á augabragði eiginleika hvers einstaklings, sem leiddur var fram fyrir hann, og var ómyrkur í máli að kveða upp hnífskarpa dóma á stundinni og kveða þar fast að orði um kosti og lesti, hver sem í hlut átti. Lognmolla þekktist aldrei í ná- vist Halldórs Pálssonar og skal játað, að mér þótti hann stund- um full óvæginn í dómum, en síðar varð mér ljóst, að Halídór hafði sem fyrirmynd að framtíð- ar kindinni íslensku, bestu kjöt- eiginleika bresku sauðfjárstofn- anna eins og t.d. hjá sauth-down og cheviotstofnunum og því var hér mikið verk að vinna. Jafnframt sauðfjárráðunauts- starfinu gegndi Halldór einnig ýmsum mjög tímafrekum og vandasömum störfum. Þannig var hann samtímis sérfræðingur í búfjárrækt við Atvinnudeild Háskólans, öll þessi ár, sem hann var sauðfjárræktarráðu- nautur og ennfremur for- stöðumaður Búnaðardeildar- innar mest allan þann tíma. Árið 1945 fékk Halldór því komið í kring, að sett var á stofn Fjárræktarbúið á Hesti í Borg- arfirði og starfrækt af Atvinnu- deild Háskólans og síðar af Ra.La. Þessi stofnun var undir yfirstjórn Halldórs í yfir 30 ár og eftir að hann lét af störfum sem búnaðarmálastjóri 1980 vann hann ósleitilega að rann- sóknarstörfum við þá stofnun til hinstu stundar. Það er skemmtilegt að hugsa til þess að Halldóri og samstarfs- mönnum hans tókst í ræktunar- starfinu að fá fram einstaklinga, sem nálguðust mjög að kjötgæð- um þá fyrirmynd, sem stefnt var að í upphafi starfsins um 1940. Fyrir þremur árum var svo kom- ið á, mest fyrir áeggjan Halldórs, samstarfi milli allra sauðfjársæðingarstöðvanna og Hestbúsins á þann veg, að stöðvarnar tækju við árlega afkvæmadæmdum hrútum frá Hesti og notuðu þá til skiptis á sæðingarstöðvunum. Meðþessu móti njóta allir landsmenn fjár- | ræktarstarfsins á Hesti og nú : þegar er komið í ljós, að mjög mikill árangur ætlar að verða af I þessu starfi. Tii þess að fá ræktunarstarf I sauðfjárins á sem breiðastan grundvöll vann Halldór að því að koma á sauðfjárræktarfé- lögum um allt land, með það að markmiði að rækta upp samtím- is í stofninum betra kjöt og ull um leið og afurðasemi, hreysti og dugnaður yrði ekki látinn verða útundan í ræktunarstarf- inu. Margar minningar leita á hug- ann frá þeim tímum, þegar við Halldór vorum að stofna fjár- ræktarfélög hér á mínu starfs- svæði, oft fótgangandi í alslags veðri og stundum var ekki kom- ið í náttstað til gistingar fyrr en þrjú að nóttu. Þessi kraftur og áhugi kveikti áhugabál meðal bænda fyrir fjárræktarstarfinu og það varð almennt og svo árangursríkt að allir sjáandi fá það nú séð. Á fyrstu árum Framhalds- deildarinnar á Hvanneyri kenndi Halldór við deildina sauðfjárrækt og lífeðlisfræði. Ég held að hann hafi kennt 5 fyrstu árgöngunum sem útskrif- uðust þaðan. Það féll í minn hlut að vera prófdómari á Hvanneyri í sauðfjárrækt þessi ár, og þori ég að fullyrða, að þessir piltar voru óvenju vel undirbúnir að gegna störfum í sauðfjárrækt, enda hafa margir þeirra orðið snjallir sauðfjár- dómarar og velstarfandi ráðu- nautar. Til viðbótar kom það líka til, að Halldór fékk marga unga búfræðinga og búfræði- kandidata til starfa með sér í fjárragi og kjötrannsóknum á Hesti, og þar fengu margir menn mikilsverða kennslu og áhugavakningu. Það er erfitt að hugsa til þess, að slíkar heimsóknir að Hesti verða ekki framkvæmdar með sama hætti framar, þó að ég treysti því, að sú mikilvæga starfsemi megi halda þar áfram og blómgast. Halldór kom því í kring, að ísland gengi í Búfjárræktarsam- band Evrópu. Ég hygg, að ég hafi ásamt nokkrum starfs- bræðrum farið 6 eða 7 sinnum á ársþing þessara samtaka og oft- ast farið í einhverja fræðsluför að þinginu loknu. Halldór Páls- son mætti þarna jafnan og var þar hrókur alls fagnaðar og í miklu áliti vegna vísindastarfa sinna, bæði fyrr og síðar, því að hann var alltaf duglegur að skrifa og flytja fyrirlestra við erlenda háskóla og kynna sínar skoðanir og störf. Á þessum árum kynntist ég því, að meðal erlendra vísinda- manna á sviði sauðfjárræktar er vel fylgst með íslenskum rann- sóknum og skapast hafa tengsl vináttu og þekkingarmiðlunar á þessu sviði og átti Halldór drýjgstan þátt í að koma þeim á. Arið 1962 tók Halldór Páls- son við starfi búnaðarmála- stjóra. Hér opnaðist nýtt svið fyrir fjölþætta hæfileika hans, og tel ég að Búnaðarfélag ís- lands hafi aukið mjög mikið starfsemi sína og vaxið í áliti þau 18 ár sem Halldór var búnaðarmálastjóri, en hann sagði starfinu lausu vegna heilsubrests árið 1980. Ég og margir samstarfsmenn hans sáum eftir honum úr þessu em- bætti, og hvöttum hann til að gegna því lengur, en honum varð ekki þokað. Halldór gat aldrei hlíft sér í nokkru starfi en það óttaðist hann, að hann þyrfti að gera, ef hann héldi áfram að starfa sem búnaðar- málastjóri. Hann vissi, að margt var enn ógert í sambandi við tilraunastörfin á Hesti í Borgar- firði, sem hann hafði ætlað sér að Ijúka og svo stóð alltaf til að sinna ritstörfum meira en tími hafði gefist til, og að þessu Lokað vegna jarðarfarar Skrifstofur okkar verða lokaöar í dag mið- vikudaginn 25. apríl vegna jarðarfarar dr. Halldórs Pálssonar fyrrverandi Búnaðar- málastjóra. Búnaðarfélag íslands hefur hann unnið þessi tæplega fjögur ár, sem liðin eru síðan, og var hann enn mikilvirkur við þau störf eins og jafnan áður. Hann var einnig ennþá í stjórn- um nokkurra félaga og tók þátt í ýmsum mikilvægum nefndar- og stjórnarstörfum. Sumum þótti Halldór Pálsson hrjúfur í viðmóti og harður í horn að taka. Það var hann þó alls ekki að öðru leyti en því, að hann barðist ætíð hart fyrir því, sem hann vissi réttast og í ræðu og riti fékk hið fjölþætta ímynd- unarafl hans honum í hendur hárbeitt vopn, sem hann beitti, ásamt meðfæddum humor og bersögli, þannig að í svip gat sviðið undan. Hitt var miklu ríkari þáttur í fari hans, hjálpsemi við þá, sem áttu í erfiðleikum eða stóðu höllum fæti. Og ekki hef ég þekkt barnbetri mann en hann, og vil ég í því sambandi minnast þess hve góður hann var mínum börnum, og veit ég að fleiri en þau hugsa nú til hans þakklátum huga. Halldór Pálsson var mikill gæfumaður og fann það og hafði orð á því, þó að hann yndi því að vísu illa að heilsubrestur ylli því að hann varð að fara varlega á ýmsan hátt síðustu 20 ár ævinnar. En hann var sá gæfu- maður að eignast þá konu sem hann unni allt frá skólaárum, Sigríði Klemenzdóttur frá Húsavík og voru þau einstak- lega samhent bæði á heimili sínu, þegar gesti bar að garði og einnig á ferðalögum, jafnt innanlands sem utan. Sigríður var alltaf með Halldóri eftir að heilsan bilaði og gætti hans og hjálpaði honum á allan hátt. Við hjónin vorum oft með þeim á ferðalögum bæði hér heima og erlendis og eigum margar ógleymanlegar minning- ar frá þeim ferðalögum. Okkur verður nú þessa dagana hugsað til Sigríðar í hennar miklu sorg, því að hún hefur svo mikið misst, að engin huggunarorð finnast. Ekkert nema það, að Halldór var sá gæfumaður, þrátt fyrir heilsubrest, að ljúka því- líku ævistarfi, að líkja má því við mörg Grettistök, og við brottfall hans fylgja honum hvarvetna af landsbyggðinni, allstaðar að af landinu, innilegar þakkir og samúðarkveðjur til allra aðstandenda hans. Ég kom einu sinni með Hall- dóri að Guðlaugsstöðum og gisti þar. Faðir hans var þá enn við góða heilsu og þeir töluðust lengi við, því að Halldór var skilningsgóður á öll vandamál manna og skepna, bæði heima á Guðlaugsstöðum og í sveit- inni. Ég fann þá að þar átti hann svo djúpar rætur að þær mundu aldrei slitna. Halldór var alla tíð sami sveitamaðurinn, sami Húnvetningurinn. Það sýndi hann með málfari sínu og hugð- arefnum. Þó að hann væri einnig heimsborgari og hann nyti sín vel í samkvæmislífi höfuðborg- arinnar og í ráðstefnusölum heimsborganna, var hugurinn bundinn átthögunum. Mér finnst því gott að vita, að Halldór á nú að leiðarlokum eftir að halda heim að Guð- laugsstöðum eftir langa ferð, frægðarför til annarra landa og um íslenskar byggðir. Hann kemur nú heim í föðurtún hlað- inn heiðri og þökkum samtíð- armanna sinna. Hjalti Gestsson Halldór Pálsson fyrrv. búnað- armálastjóri verður borinn til moldar í dag. Löngum og heilla- drjúgum starfsdegi hans er lokið. Halldór fæddist á Guðlaugs- stöðum í Blöndudal 26. apríl 1911, sonur hjónanna Páls bónda þar Hannessonar bónda og smiðs á Eiðsstöðum og Guð- rúnar Björnsdóttur Eysteins- sonar. Halldór stundaði nám við Menntaskólann á Akureyri og Menntaskólann í Reykjavík og varð stúdent 1933. Síðan nam hann við Edinborgarháskóla og lauk þaðan doktorsprófi 1937. Þegar Halldór kom heim frá námi gerðist hann ráðunautur Búnaðarfélags íslands í sauð- fjárrækt og gegndi því starfi þar til hann tók við starfi búnaðar- málastjóra 1963 sem hann gegndi til 1980. Halldór var maður mikillar gerðar. Náms- ferill hans var mjög glæsilegur og doktorsritgerð hans grund- vallarrit sem aflaði honum viðurkenningar búvísinda- manna víða um veröld. Jafn- framt ráðunautsstarfi, var hann um langt árabil forstjóri við Atvinnudeild Háskólans. Allan starfsdag sinn sem r^ðunautur og búnaðarmálastjóri sinnti hann vísindastörfum, einkum rannsóknum á sauðfé og eftir að hann lét af starfi búnaðarmála- stjóra starfaði hann áfram sem sérfræðingur við Rannsóknar- stofnun landbúnaðarins og hafði umsjón með tilraunabúinu á Hesti. Halldór var eftirsóttur fyrirlesari við erlenda háskóla og dvaldi nokkrum sinnum er- lendis við fyrirlestrahald og rannsóknir og eftir hann liggja margar ritgerðir. Eins og áður sagði var Hall- dór ráðunautur Búnaðarfélags íslands í sauðfjárrækt. Þar fékk hann geysimiklu áorkað. Ég hygg að hann hafi mótað ís- lenska sauðfjárstofninn að veru- legu leyti á starfstíma sínum með óvanalegri glöggskyggni og hann mótaði einnig smekk

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.