NT - 25.04.1984, Side 14
NT mynd Ámi Sæberg
■ Hér taka bömin ásamt foreldrum sínum á móti líkama Krists. Prestarnir era séra Láras Halldórsson og séra Hreinn Hjartarson.
Fermingarnar kosta tæpan
fjórðung fjárlagagatsins
- næstum öll þjóðin fer í fermingarveislur
sem kosta að meðaltali 90 þúsund með öllu
„Ég gæti trúað að á landinu öllu fermdust rétt innan við 4.500 börn
á þessu ári. Þá tek ég mið af því hvað mörg börn fæddust á árinu 1970,
en þau fermast næstum öll, sennilega um eða yfir 99%“, sagði séra
Bernharður Guðmundsson, blaðafulltrúi þjóðkirkjunnar, í samtali við
NT. Á fimmta þúsund fermingar kalla á jafnmargar fermingarveislur
með gjöfum og öðru tilstandi. I þessari grein verður leitast við að svara
þeirri spurningu hvað þetta allt saman kostar - finna eitthvert
meðaltal. Blaðið ræddi við fjölda fólks, grunnskólakennara, presta,
fermingarbörn, kaupmenn, móður sem nýlega hélt fermingarveislu
og fleiri. Af samtölunum má ráða að mjög misjafnt er hverju til er
kostað, enda misjafnt hvað fólk hefur mikil fjárráð. Byrjum á gjöfunum:
„Einn hafi fengiö íbúð“
„Ég get alls ekki giskað á
neitt meðaltal í þessu sam-
bandi“, sagði grunnskólakenn-
ari, sem umgengst börn á
fermingaraldri daglega. „Því
er þó ekki að neita að menn
velta þessu nokkuð fyrir sér og
ræða ýmis dæmi, sérstaklega
þau öfgafullu. Á kennarastof-
unni hjá okkur hefur gengið
sú saga að einn hafi fengið
íbúð, en hvort það er satt
treysti ég mér ekki til að full-
yrða. Hitt veit ég fyrir víst að
utanlandsferðir, hestar og
reiðtygi, góð hljómflutnings-
tæki og heimilistölvur eru
fermingargjafir sem eru
nokkuð algengar hjá krökkum
af efnafólki. Um hitt, sem
sennilega er vcnjulegast, er
minna talað,“ sagði kennarinn.
„Ég gæti trúað að meðal-
verðmæti fermingargjafa væri
á milli 50 og 60 þúsund
krónur,“ sagði sóknarprestur í
Reykjavík. „Ofan á það bætist
veisla, sem líka kostar sitt,“
bætti hann við. Hann sagði að
auðvitað yrði það að játast að
frá sjónarhóli kristindómsins
væri oft á tíðum alltof mikið
tilstand í kringum staðfestingu
skírnarinnar. Hann sjálfur
hefði til dæmis oft orðið var
við að börn væru að metast um
fermingargjafirnar - þau yfir-
byðu hvort annað í metingnum
og það skapaði leiðindaríg í
einstöku tilfellum. En sóknar-
presturinn var sammála kenn-
aranum um það að mest heyrð-
ist um stærstu gjafirnar. „Það
þykir ekki mikil ástæða til að
ræða það venjulega, sagði
presturinn.
„15 til 35 þúsund
í peningum“
Grunnskólakennari, sem
jafnframt er móðir barns sem
nýlega var fermt, sagði að það
væri alls ekki tiltökumál þótt
fermingarbarn fengi 35 þúsund
krónur í peningum auk alls
annars. „Þau fá oftast peninga
15 til 35 þúsund krónur, nokkr-
ar stórar gjafir, til dæmis hús-
gögn í herbergi sín, utan-
landsferðir og jafnvel hljóm-
tæki eða heimilistölvu. Að
auki fá þau marga smærri hluti,
svo sem skartgripi, úr og fleira.
Ef ég á að giska á meðalverð-
mæti fer ég ekki undir 70 til 80
þúsund,“ sagði hún.
Séra Bernharður sagðist
sannfærður um að fermingar-
gjafir nú væru miklu hóflegri
en þær voru fyrir örfáum árum.
„Þaðgerirtíðarandinn. Börnin
kæra sig hvorki um miklar
veislur né óhóflegar gjafir. Ég
get til dæmis sagt þér að hnakk-
ur og reiðtygi eru ekki óal-
gengar fermingargjafir frá for-
eldrum. Sömu hlutir voru oft
gefnir upp úr aldamótum og
þótti ekki sérstaklega mikið.
„Auglýsendur koma inn
ranghugmyndum“
Það er hins vegar athygl-
isvert hvað auglýsendur reyna
að koma inn ranghugmyndum
hjá fólki. Ég man til dæmis
ekki betur en að um daginn
hefði ég séð hjónarúm auglýst
í einu dagblaðanna sem „ferm-
ingagjöfina í ár“. Ég spurði nú
bara sjálfan mig hvað krakkar
á fermingaraldri hefðu við
hjónarúm að gera. Ekki veit
ég það. Svo eru þeir að auglýsa
myndbandstæki, heimilistölv-
ur, hljómtæki og aðra rándýra
hluti sem aðeins örlítið brot af
fólkinu í landinu hefur efni á
að gefa,“ sagði séra Bernharð-
ur.
Strákur sem fermdur var
nýlega sagðist í samtali við NT
hafa fengið í fermingargjöf 27
þúsund krónur í peningum,
tölvu á 7.500 krónur auk ým-
issa fylgihluta, sennilega á 2 til
3000 krónur. Þá sagðist hann
hafa fengið bakpoka, svefn-
poka, bækur og góðan penna
auk ýmissa smærri hluta. „Ætli
allt saman að peningunum
meðtöldum kosti ekki um eða
yfir 50 þúsund," sagði hann og
taldi það álíka og flestir í
kringum hann fengju.
Að framansögðu má vera
ljóst að meðalverðmæti ferm-
ingargjafa er á bilinu frá 50 til
80 þúsund krónur. Segjum 65
þúsund. En hvað kosta svo
veislurnar?
„Slapp biliega meö
12 til 14 þúsund“
„Ég tel mig hafa sloppið
billega með 12 til 14 þúsund
krónur. Ég hélt 80 manna
veislu og bauð upp á fínt smurt
brauð, kaffi og gosdrykki. Ég
er sannfærð um að margir
kosta rniklu meira til,“ sagði
móðir sem nýlega hélt ferming-
arveislu, við blaðið. Hún sagð-
ist hafa ákveðið að bjóða öllum
nánum ættingjum og vinum,
börnum og fullorðnum, og
þess vegna hefði hennar veisla
verið nokkru fjölmennari en
venjulegast væri. Hins vegar
sagði hún það algengt að á
boðstólum væri aðkeyptur
matur tilbúinn matur, og þótt
veislur væru fámennari en
hennar var, væru þær oftast
dýrari.
„Það er algengast að fólk
panti mat fyrir 35 til 60
manns,“ sagði Örn Arnarson,
sem rekur Veislueldhúsið í
Hafnarfirði. „Og ég hef haft
miklu meira en nóg að gera -
hætti raurjar að taka á móti
pöntunum fyrir nokkru því að
ég gat engan veginn annað
eftirspurninni.“
Örn sagði að fyrirtæki sem
seldu mat í fermingarveislur
væru flest með kalt borð.
Verðið sagði hann nokkuð
misjafnt, en algengt væri að
maturinn kostaði 350 til 500
krónur fyrir manninn. „Ég
held að mér sé óhætt að segja
að 50 manna veisla, sem ekki
er fjarri meðallagi, kosti frá
þessum fyrirtækjum á bilinu 17
til 25 þúsund. Þá á fólk eftir að
kaupa kaffi, gosdrykki og jafn-
vel einhverja eftirrétti þannig
að með aðkeyptum tilbúnum
mat kostar meðalfermingar-
veisla ekki minna en 22 til 24
þúsund krónur. Og ég held,
þótt það kannski hljómi undar-
lega, að heimatilbúinn matur
kosti mjög litlu minna en
matur frá okkur. Við til dæmis
fáum hráefni nokkr'u ódýrara
en venjuleg heimili," sagði
hann.
„Marga daga að
baka og baka“
Húsmóðir sem hélt dóttur
sinni kökuveislu á fermingar-
daginn sagðist hafa tekið á
móti milli 50 og 60 manns og
kostnaðurinn hefði vart farið
yfir 12 þúsund krónur. „Þetta
var hins vegar gífurleg vinna -