NT - 25.04.1984, Síða 15
ég var marga daga að baka og
baka,“ sagði hún.
í Ijósi þess sem að framan
greinir er nokkuð erfitt að
finna út hvað meðalverð ferm-
ingarveislu er. En grunnskóla-
kennarinn, sem nýlega fermdi
eitt barna sinna er vitnað var í
áðan, sagðist sannfærð um að
það væri algengara en hitt að
veislukostnaðurinn færi yfir 20
þúsund. Við segjum meðal-
kostnaðinn 20 þúsund.
Fatakaupmaður, sem selur
fermingarföt á drengi, sagði að
það væri afskaplega misjafnt
hvað fólk keypti á börnin sín -
í hans verslun væri algengt að
kaupa fyrir allt frá 3 til 6
þúsund krónur, meðaltalið
væri sennilega 4.500. Hann
kvaðst hins vegar vita að það
væri miklu erfiðara að giska á
hvað fermingarföt á stúlkur
kostuðu, þau væru svo
misjöfn, stundum bara einn
kjóll tiltölulega ódýr, þess
vegna slyppu stelpurnar heldur
betur en strákarnir. En til að
hafa eitthvað til að fylla í
dæmið segjum við að í föt fari
3.500 krónur.
- En hvað fá prestarnir fyrir
fermingarnar?
„Góð búbót
í stærstu prestaköllunum“
„Börnin þurfa með öllu að
borga rúmar 1100 krónur. Þar
af renna sennilega góðar 900
til prestsins. Afgangurinn fer í
kyrtlaleigu og annað smálegt,
til dæmis fjölföldunarkostn-
að,“ sagði Bernharður Guð-
mundsson.
Hann sagði að vissulega
væru fermingarnar góð búbót
fyrir presta í stærstu presta-
köllunum - en í þeim smærri
væru útgjöldin oft meiri en
tekjurnar. „Prestar á einstaka
stöðum úti á landi ferma
kannski fjögur eða fimm börn
sem búa hvert í sínum enda
sveitarinnar. Sumir keyra á
milli þeirra í spumingartíma en
aðrir kalla þau öll saman á
einn stað og eru með þeim yfir
helgi. Til dæmis eru um flestar
helgar á haustin og vorin ferm-
ingarhópar á Löngumýri í
Skagafirði,“ sagði séra Bern-
harður.
Hann sagði að fjölmennustu
sóknirnar væru Fella- og Hóla-
sókn í Breiðholti og Digranes-
sókn í Kópavogi. 1 þeim væru
hátt á annað hundrað ferming-
arbörn og vel yfir 10 þúsund
sóknarbörn. Þriðja í röðinni
væri svo BústaðasÓkn, með
milli 7 og 8 þúsund sóknarbörn
og eitthvað á annað hundrað
fermingarbörn. Auðvitað væru
þessir söfnuðir allt of stórir því
að samkvæmt lögum ætti
Reykjavíkursöfnuður ekki að
vera fjölmennari en 5000
manns og söfnuður utan
Reykjavíkur ekki stærri en
4000.
„Ef allt innheimtist léti jú
nærri að ég fengi milli 150 og
160 þúsund krónur fyrir ferm-
ingarnar,“ sagði séra Hreinn
Hjartarson, sóknarprestur í
Fella- og Hólasókn, þegar NT
ræddi við hann um þóknun
presta fyrir fermingarnar.
„Það aftur á móti vantar nokk-
uð á að allt innheimtist, sumir
borga seint og um síðir og
aðrir alls ekki þó að auðvitað
standi mikill meirihluti í
skilum." bætti hann við.
„Níu tíma á viku“
Þegar hann var spurður
hvort mikil vinna fælist í ferm-
ingum og undirbúningi þeirra
svaraði hann: „Ég byrja með
börnin í spurningum snemma
í október og held áfram einu
sinni í viku með hvern hóp, en
þeir eru níu, fram að fermingu
- ég er sem sagt með 9 íima á
viku allan veturinn, það er að
segja þann tíma sem skólar
starfa. Þar við bætist fermingin
sjálf, æfingar fyrir hana og
fleira og fleira. Óg hjá okkur í
þessari sókn er allur undirbún-
ingur nokkuð erfiðari en hjá
flestum öðrum vegna þess að
við höfum ekki yfir kirkju að
ráða enn sem komið er. Ég
þarf að þvælast á milli skóla og
Texti: Skafti Jónsson,
bladamadur
■ „Þvi er ekki að neita að
maður verður talsvert var við
að krakkarnir metast um hvað
þau fá í fermingargjöf,“ sagði
sóknarprestur í Reykjavík í
samtali við NT.
NT mynd Róbert
treysta á góðvild skólastjór-
anna, forráðamanna menning-
armiðstöðvarinnar hér í Breið-
holtinu og fleiri til þess að geta
sinnt fermingarundirbúningn-
um. Svo þarf ég að fá inni í
kirkjum, nú í vor Dómkirkj-
unni og Bústaðakirkju, með
fermingarnar sjálfar. Þetta
flakk kostar allt nokkra
vinnu“, sjagði séra Hreinn.
Hann sagði ennfremur að
sér fyndist skrítið ef fólk væri
að sjá ofsjónum yfir þóknun
presta fyrir hin ýmsu viðvik.
„Ég er sannfærður um að það
væri forvitnilegra að rýna í
taxta lækna, tannlækna að ekki
sé talað um lögmanna“, sagði
hann að lokum.
400 milljóna velta
Ef við gefum okkur að töl-
urnar hér að framan séu nokk-
uð nærri lagi að kostnaður
vegna fermingar er nálægt 90
þúsund krónum að meðaltali
(gjafir 65 þúsund, veisla 20
þúsund, föt 3.500 og ferming-
argjaldið rúmar 1100 krónur)
þá kosta fermingarnar í ár
rúmlega 400 milljónir króna,
eða tæpan fjórðung af fjárlaga-
gatinu sem landsfeðurnir eru
að glíma við að loka um þessar
mundir, enda er ekki fjarri lagi
að veislur séu haldnar fyrir 225
þúsund manns, eða næstum
alla þjóðina.
■ Nói-Siríus búast tæplega við samkeppni um heiðurinn af
heimsins stærsta páskaeggi úr því að kóngurínn Simon Spis er nú
genginn til feðra sinna. En maður sem lét gera 11 metra háa
brúðkaupstertu fyrír brúðkaup sitt þykir líklegur til að hafa ekki
látið sig muna um að færa brúði sinni svo sem 3ja til 4urra metra
páskaegg á þeirra fyrstu páskum ef líf og heilsa hefði enst.
-NT-mynd Róbert
Mið vikudagur 25. aprf 11084 15
Mikligarður
geymir risa-
páskaeggið
■ í Miklagarði var það fyrsta
verk manna að liðnum páskum
að flytja úr versluninni páska-
eggið mikla sem stóð á stalli
fyrir páskana. Eggið verður
ekki fært úr stað nema á lyftara,
enda tæplega 2,5 metra hátt og
á þriðja hundrað kíló að þyngd.
Svo miklu eggi verður að sjálf-
sögðu ekki fórnað algerlega
heldur mun það verða geymt og
síðan gert upp með nýju súkku-
laði og skrauti fyrir næstu páska-
hátíð og verða þá aftur sen
„nýorpið".
Eggjameistararnir hjá Nóa-
Siríus telja lítinn vafa að þeir
hafi þarna búið til heimsins
stærsta egg.
Reykskemmdir í húsi við Bollagötu:
Gleymdist að
slökkva und-
ir pottinum
■ Talsverðar reykskemmdir
urðu á eldhúsi í húsi við Bolla-
götu í gær þegar gleymdist að
slökkva undir potti á eldavél.
Húsmóðirin hafði brugðið sér
frá en börn hennar urðu vör við
eldinn f pottinum. Þau hlupu í
næsta hús og létu vita af þessu
og maður þar hafði snör
handtök, hringdi í slökkviliðið
og fór síðan og slökkti eldinn.
Slökkviliðið kom skömmu síðar
og hreinsað til og loftræsti.
Borgarráð:
Nefnd um útlit og
umhverfi Laugavegar
■ Davíð Oddsson borgarstjóri
lagði fram tillögu á fundi borg-
arráðs í gær þess efnis að kosin
skuli fimm manna nefnd til að
fjalla um útlit og umhverfi við
Laugaveg. Gert er ráð fyrir að
skipulagsnefnd og umhverfis-
málaráð skipi einn fúlltrúa
hvort, Kaupmannasamtökin
tvo, auk þess eigi forstöðumað-
ur borgarskipulags, eða fulltrúi,
sem hann tilnefnir, sæti í nefnd-
inni. Nefnd þessi skal ljúka
störfum og skila tillögum fyrir
1. janúar 1985.
Málinu var frestað til næsta
fundar borgarráðs, sem verður
haldinn á miðvikudaginn í
næstu viku.