NT


NT - 25.04.1984, Side 23

NT - 25.04.1984, Side 23
 \\\ Miðvikudagur 25. apríl 1984 23 lil Útlönd Afganistan: Stórsókn Sovétmanna lslambad-Kcuter ■ Afgönsk yfírvöld sögðu í gær að þau hefðu náð á sitt vald Panjsher-dalnum sem hingað til hefur verið á valdi afganskra skæruliða sem berjast gegn stjórninni og sovéska setuliðinu í landinu. Átöká landamærum Indlands og Bangladesh Nýja Delí og Dakka-Reutcr. ■ Mikil spenna er nú á landamærum Indlands og Bangladesh vgna þeirrar ák- vörðunar Indverja að loka landamærunum að hluta til með rammgerðum gadda- vírsgirðingum. Indverjar tóku ákvörðun- ina um að leggja gaddavírs- girðingu á landamærunum eftir miklar óeirðir í Assam- héraði á Indlandi í febrúar 1983 þegar meira en 3000 manns létu lífið. Óeirðirnar beindust þá aðallega gegn fólki af Bengalisuppruna en hluti þess hefur komið frá Bangladesh á undanförnum árum í leit að vinnu í Assam sem er eitt helsta olíufram- leiðslusvæði Indverja. Stjórnvöld í Bangladesh og á Indlandi höfðu samið um það sín í milli árið 1975 að engin hernaðarmannvirki skyldu reist á 150 metra breiðri ræmu eftir endi- löngum landamærum ríkj- anna. Ríkisstjórn Bangla- desh telur að 100 km langar gaddavírsgirðingar sem Ind- verjar vinna nú við að reisá á tveimur stöðum við landa- mærin séu brot á þessu sam- komulagi Indverjar svara þessu með því að fullyrða að gaddavírsgirðingarnar séu ekki hernaðarlegs eðlis held- ur sé þeim ætlað að koma í veg fyrir stöðugan straum fólks sem flyst ólöglega frá Bangladesh í leit að vinnu á Indlandi. Stjórnvöld í Bang- ladess neita því hins vegar að íbúar þaðan flytjist í nokkr- um mæli til Indlands og líta á gaddavírsgirðinguna sem mikla niðurlægingu fyrir Bangladesh. Fyrstu átökin vegna þessa máls urðu í aprílbyrjun en í gær urðu þau harðari en þau hafa hingað til verið. Her- menn frá Bangladesh reyndu að stöðva girðingarlagningu Indverja á milli Bangladesh og Assamhéraðs í Indlandi með valdi. Bæði Indverjar og Bangladeshmenn gripu þá til skotvopna og að minnsta kosti tveir indverskir særðust og einn hermaður frá Bangladesh. Talsmaður stjórnarinnar í Dakka í Bangladesh segir að stjórnvöld þar muni láta reisa 24 varðturna við landamærin til að fylgjast með athöfnum indverska hersins sem þegar hafi reist nokkra slíka varð- turna sín megin við landa- mærin. íbúar í Bangladesh, sem búa nálægt átakasvæðinu urðu skelfingu lostnir vegna þessara átaka. Um 1200 þorpsbúar í Bhurungamari flýðu heimkynni sín strax þann 6. apríl síðastliðinn þegar átökin hófust. Tilkynning stjórnarinnar kom í kjölfar mikillar sóknar sovéska hersins inn í Panjsher-dainn en þetta er í sjöunda skiptið sem Sovétmenn gera tilraun til að ná dalnum á sitt vald. Skæruliðar segja að Sovét- menn hafi notað meira en 500 skriðdreka í upphafi sóknarinn- ar sem hófst fyrir nokkrum vikum og að mörg hundruð skriðdrekar og önnur brynvarin farartæki hafi sótt inn í dalinn. Sovétmenn eru líka ásakaðir fyrir að hafa gert loftárásir á íbúa á svæðum uppreisnar- manna úr mikilli hæð með stór- um sprengjuflugvélum til að undirbúa innrás sína inn í dalinn. Sovétmenn hafa áður notað herþyrlur til að gera árás á uppreisnarmenn úr lofti en samkvæmt heimildum frá Washington mun þetta vera í fyrsta skiptið sem Sovétmenn nota ákafar loftárásir úr mikilli hæð í baráttu sinni við skæru- liða. ■ Öflugur lögregluvörður er um líbýska sendiráðið í London og er engum hleypt þaðan út eða inn. Myndin var tekin í gær er lögreglumenn höfðu vaktaskipti. Símamynd Polfoto. Einkafulltrúi Kaddafis brottrekinn með hraði ■ Bretar visuðu í gær úr landi sérstökum eríndreka Kaddafís þjóðarleiðtoga Líbýu í Bretlandi. Abdul Ghadir Baghdadi er yfír- maður fyögurra manna byltingar- nefndar sem yfirtók líbýska sendir- áðið fyrir tveim mánuðum. Hann nýtur ekki sérréttinda sendiráðsstarfsmanna og var hann umsvifalaust rekinn úr landi. Lög- reglan tók hann fastan í London og flutti um borð í líbýska flugvél sem var á leið heimleiðis. Baghdadi er sagður hafa verið raunverulegur yfirmaður líbýska sendiráðsins í London þótt hann hefði ekki sendiherranafnbót. Fé- lagi hans í byltingarnefndinni var einnig rekinn úr landi. Tveim líbýskum embættis- mönnum var leyft að koma til London í gær. Þeir eiga að grciða fyrir brottflutningi þeirra 20-30 manna sem eru í sendiráðinu og verða að hverfa þaðan í síðasta lagi á sunnudag. Öðrum líbýu- mönnum var ekki hleypt inn í landið og var nokkrum snúið við sem þangað komu með flugvél líbýanska flugfélagsins. 6tonn afhassi voru gerð upptæk París-Reuter ■ Franska lögreglan lagði í gær hald á sex tonn af hassi sem er mesta magn af eiturlyfjum sem liigregl- an hefur nokkurn tímann komist yfír í einu. Lögreglan hefur þegar handtekið sjö manns vegna þessa máls. Fjórir þeirra tengjast neðanjarð- arheimum Marseilles- borgar en tveir hinna handteknu eru frá Líban- on og einn er frá Alsír. Lögreglan fann fyrst 1,5 tonn af hassi í vöruflutningabíl en síðan bættust við um 4,5 tonn af hassi þegar hún gerði skyndiáhlaup á vöruhús þar sern lögreglumenn höfðu rökstuddan grun um að mikið magn eitur- lyfja væri að finna. í vöru- húsinu fundust einnig um 50 kg af efni mjög áþekku ópíum. Það er talið að eiturlyfj- unum hafi verið smyglað frá Beirút til Parísar. Markaðsverð þeirra á frönskum eiturlyfjamark- aði mun vera um 300 millj- ónir franka eða meira en einn milljarður íslenskra króna. Illa fenginn auður að engu gerður Peningaskiptin í Nigeríu komu öldungis á óvart ■ Gjaldmiðilsbreytingunni í Nigeríu hefur verið fagnað af bankamönnum þar í landi, al- menningi og erlendum sendi- fulltrúum í landinu sem telja að aðgerðin sé nauðsynleg til að stöðva þá miklu spijlingu sem viðgengst. Þeir sem verst verða úti eru auðugir Nígeríumenn sem lúra á fjárfúlgum og geta ekki gert grein fyrir hvernig eru fengnar. Erlendir bankar sem keypt hafa nigeríska naira tapa einnig því fé. Gjaldmiðillinn er ekki skráður erlendis og stjórn- völd í Nigeríu hafa varað banka við að kaupa hann með miklum afföllum. Mikil leynd hvíldi yfir gjald- miðilsbreytingunni og kom hún öllum á óvart, nema stjórnend- um landsins. Bankar vissu ekk- ert um hana fyrr en tilkynnt var á mánudag að peningaskipti yrðu og landamærum ríksins var lokað til að koma í veg fyrir smygl á naiörum til Nigeríu. Byrjað verður að skipta á nýju peningunum og þeim gömlu í dag, miðvikudag. Hver einstak- lingur fær ekki að skipta nema sem svarar 200 þús. ísi. kr. Nýju peningarnir voru prent- aðir í London og var 18 tonnum af þeim flogið til Nigeríu í síðustu viku. Eftir 12 daga, eða 6. maí lýkur gjaldmiðilsbreyt- ingunni. Giskað er á að um milljarður naira séu í bönkum erlendis. Þessi upphæð svarar til um 40 milljarða ísl. kr Þessirfjármun- ir verða nú verðlausir því bankar í Nigeríu þurfa ekki að innleysa nairana, þar sem þeir eru ekki skráðir á gengismörkuðum. En tapið er ekki eins mikið og ætla mætti, því erlendu bankarnir hafa keypt þessa peninga með miklum afföllum. Á svarta markaðinum í ná- grannalöndum Nigeríu hefur ná- iri gengið á sem svarar fimm- tungi verðgildis miðað við dollar. Búist er við örtröð í bönkum á meðan peningaskiptin fara fram og verður opið um helgar til að auðvelda heiðarlegu fólki að skipta peningum sínum. Með þessum peningaskiptum fer fram nokkurs konar eigna- könnun og er hætt við að margir eignamenn og braskarar tapi stórum fjárhæðum sem þeir Itafa aflað á ólöglegan hátt og geta ekki gert grein fyrir. Herstjórnin ætlar með þess- um aðgerðum að uppræta þá miklu spillingu sem viðgengist hefur í landinu. Vörur hafa horfið úr verslun- um og gamli nairinn er ekki mikils virði og vilja heist engir taka hann sem greiðslu fyrir varning eða þjónustu. Líbanon: Leiðtogarnir reyna að semja en fylgismennirnir berjast ■ Bardagar halda áfram á „græna svæðinu" í Beirut og hafa öryggissveitir dregið sig í hlé þaðan á meðan skothríðin geisar. Samtímis reyna leiðtog- ar hinna sundurleitu afla sem elda saman grátt silfur í Líban- on að ná samkomulagi um stjórnarmyndun. Gengið er út frá því sem vísu að mynduð verði samsteypu- stjórn þar sem allar helstu stjórnmálahreyfingar og trúar- hópar eigi sína fulltrúa. Eins og nú standa sakir er talið hvað líklegast að Rashid Karami myndi stjórnina og verði for- sætisráðherra. Hann er þekktur stjórnmálamaður, múhameðs- trúar og er studdur af Sýrlend- ingum. Gemayel forseti er sagð- ur geta sætt sig við að sitja í stjórn undir forsæti Karami, og eins faðir hans sem er formaður Falangistaflokksins. Aðrir kristnir leiðtogar eru ekki eins hrifnir af Karami sem forsætis- ráðherra. Leiðtogarnir eru í miklum vanda staddir þar sem það er ekki nóg að þeir geti sætt sig við hvernig stjórnin á að vera skipuð heldur verða þeir að leita samþykkis stuðnings- manna sinna og bardagarnir í Beirut benda ekki til að þar séu allir á einu máli. Um 40.00 börn deyja daglega úr næringarskorti Liv Ullmann segir frá hungursneyd í Afríku Kom-Kcuter ■ Framkvæmdastjóri Barna- sjóðs Sameinuðu þjóðanna skýrði frá því í seinustu viku að á Sahel-svæðinu í Afríku þar sem miklir þurrkar hafa herjað að undanförnu, þjáist 3 af hverjum 5 einstaklingum af alvarlegum næringarskorti. Hann sagði ennfremur að nú væri talið að um 40.000 börn dæju daglega í heiminum úr næringarskorti. Fulltrúar frá 41 landi sitja nú fund Barnasjóðs Samein- uðu þjóðanna í Róm þar sem ýmsar tillögur um, neyðarað- stoð fyrir sveltandi börn eru ræddar. Norska kvikmyndastjarnan Liv Ullmann sagði fundarmönn- um í gær ffá ferð sem hún fór til Afríkulandsins Mali sem er eitt af 15 löndum þar sem þurrkam- ir hafa verið sem verstir. Hún sagði frá því að hún hefði séð mæður grafa eftir vatni með berum höndunum í eyðimörk- inni en þær hefðu ekki fundið annað en leðju. Allir sem hún talaði við sögðust vera hungr- aðir. Fulltrúar Barnasjóðsins segja að þeir þurfi á að giska 102 milljónir bandaríkjadala til að fjármagna fyrirhugaða neyðaraðstoð.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.