NT


NT - 25.04.1984, Síða 27

NT - 25.04.1984, Síða 27
Draumaferð til Stuttgart: Asgeir tekur á móti NT-krökkum - Ólafur Sigurvinsson verður fararsf jóri ■ Ferð til Stuttgart, þar sem Ásgeir Sigurvinsson knatt- spyrnumaðurinn frægi tekur á móti þér, sýningaferð um hina glæsilegu íþróttavelli borgar- innar og miði á leik Stuttgart og einhvers annars þýsks stór- liðs er hjá flestum aðeins fjar- lægur draumur. En NT getur gert jafnvel ótrúlegustu drauma að veruleika og í sam- vinnu við blaðasölu- og blað- burðarfólk blaðsins getur þessi draumur hæglega ræst. NT hefur ákveðið að efna til happdrættis meðal þeirra, sem starfa að dreifingu blaðsins. Happdrættið er í því fólgið að dugnaður og framtaksemi verður verðlaunað með happ- drættismiðum og síðan verður dregið um 4-6 verðlaun í ágúst- mánuði. Verðlaunin eru, sem fyrr segir, fólgin í ferð til Stuttgart seint í ágúst eða snemma í september. Happdrættismiða getið þið fengið eftir tvenns konar leiðum. Annarsvegarfærblað- burðarfólk blaðsins 4 miða á mánuði í maí, júní og júlí mánuðum fyrir kvörtunarlaus- an mánuð. Fyrir hverja kvörtun fækkar miðunum hins vegar um einn. Þannig getur blaðburðarfólkið fengið allt upp í 12 miða eftir þessari leið. Hin leiðin er fólgin í því að selja NT í lausasölu. Fæst þannig einn miði fyrir hver 100 seld blöð. Afgreiðslan á NT sér um að halda skrá yfir þau blöð, sem þú hefur selt og leggj a tölurnar saman í mánað- arlok. Komir þú t.d. 8 sinnum til að selja blaðið og 50 blöð seljast í hvert skipti, ertu strax kominn með 4 miða fyrir mán- uðinn. Munið eftir, að það er hægt að selja NT alla daga vikunnar. Allt, sem þið þurfið að gera, er að koma upp í Síðumúla og fá blöð afgreidd. í>eir sem búa utan höfuðborg- arsvæðisins, geta haft samband við umboðsmann NT. Stuttgart-ferðin, sem er í verðlaun, er tvímælalaust draumaferð. Landsliðsmaður- inn frægi, Ólafur Sigurvinsson úr Eyjum, bróðir Ásgeirs, verður fararstjóri og mun hann leiða hópinn um alla helstu staði Stuttgart með aðstoð Ás- geir Sigurvinssonar. Þar sem við vitum ekki enn hvenær ferðin verður nákvæmlega farin, getum við ekki sagt um hvaða leik verði að ræða, en það verður örugglega eitt af stcérstu nöfnunum í þýsku knattspyrnunni. Áfram nú, því mikjð er til að vinna: Dreifum NT vel og seljum. Miðvikudagur 25. apríl 1984 27 ■ Ásgeir Sigurvinsson - tekur á móti NT-krökkum í haust. Liverpool er helst í hættu bresku liðanna 6 í EM í kvöld - Manchester Utd í erffiðri aðstöðu Kínverjar unnu - Sovétmenn í öðru sæti ■ Kínverjar unnu í 9 þjóðakeppni í fímleikum sem haldið var í Peking, og lauk í fyrrakvöld, að því er fréttir frá Kína herma. Sovétmenn urðu í öðru sæti, skammt á eftir Kín- verjum. Lokastaðan varð sú, að Kínverjar voru með 118,5 stig, Sovétríkin fengu 117,70, Búlgaría 115,30, og A-Þjóðverjar hlutu 115,20 stig. Besti einstaklingur móts ins var Ma Yan Hong, fyrrum heimsmeistari, frá Kína. Ma hlaut 39,55 stig, skammt á undan hinni 16 ára Zhou Ping frá Kína og Tatiana Frolova frá Sovét- i ríkjunum, sem báðar hlutu íl 39,30 stig. Eyjamenn lögðu Fram ■ ÍBV vann Fram í æf- ingaleik í knattspyrnu um síðustu helgi í Eyjum. Ur- slitin urðu 2-0, mörkin skoruðu Sigurjón Krist- jánsson á 34. mínútu og Kári Þorleifsson á 49. mín- útu. ÍBV virðist vera til alls líklegt í sumar, þegar litið er á þessi úrslit. Fram leikur í 1., deild næsta sumar, en ÍBV féll í 2. deild eftir málaferli sem kunnugt varð. Eyjamaður- inn sterki í knattspyrnunni, Ómar Jóhannsson sem gckk til liðs við Fram í vetur, lék með Fram í áðurnefndum æfingaleik. Saudi-Arabar keppa á OL í knattspyrnu ■ Saudi-Arabia varð fyrsta þjóðin frá Asíu til að tryggja sér þátttökurétt í knattspyrnukeppni Olym- piuleikanna í Los Angeles í sumar. Arabarnir unnu S-Kóreu 5-4 í skemmti- legum leik í Singapore. Ar- abar unnu þar með í riðli A í undankeppni OL. í B- riðli þarf Quatar aðeins jafntefli við Japan í síðasta leik keppninnar á þriðju- dag, til að komast á OL. Ef Quatar nær ekki stigi, berj- ast írak og Malaysía um sætið. ■ Bryan Robson - verður að líkindum með Manchester United í Tórínó í kvöld. ■ Juventus heldur áfram á leiö sinni til sigurs í ítölsku meistarakeppninni í knatt- spyrnu. Liðið sigraði Udinese um síðustu helgi 3-2. Á meðan gerði AS Roma, aðalkeppi- nauturinn á toppnum 2-2 jafn- tefli við Avellino. Rossi skoraöi fyrst fyrir Ju- ventus, en Massimo Mauro og Zico hinn brasilíski komu Udinese í 2-1. Þá kom hetja leiksins til sögunnar, varamað- urinn Beniamino Vignola. Vignola, sem kom inn á fyrir Pólverjann Zbigniew Boniek, skoraði jöfnunarmark eftir sendingu frá Marco Tardelli, og síðan sigurmarkið eftir mik- ið einkaframtak upp allan völl. Roma byrjaði vel gegn Avellino, Roberto Pruzzo skoraði sitt 100. 1. deiidar- mark, 1-0, og síðan bætti Bras- ilíumaðurinn Toninho Cerezo ■ í kvöld eru síðari leikirnir í undanúrslitum Evrópu- keppnanna í knattspyrnu. Álls eru 6 leikir, og helmingur þeirra 12 liða sem keppa eru frá Bretlandseyjum. Öll hafa bresku liðin góða möguleika á að komast áfram í úrslit Evrópukeppnanna þriggja, en þó hlálegast að það lið sem á klénasta möguleikana eru Englandsmeistarar Liverpool. Liverpool leikur gegn Rúmen- íumeisturunum, Dynamó Búkarest, og náði aðeins að sigra þá 1-0 heima á Anféld Road. Leikirnir sem eru í kvöld eru þessir: (í sviga eru úrslit í fyrri íeiknum). Evrópukeppni Meistaralióa: AS Roma-Dundee .......... (0-2) öðru við. En Argentínumað- urinn Ramon Diaz skoraði þá fyrir Avellino, og Gian Pieter Taglioferri jafnaði. Haasi Muller átti stórleik með Inter Mílanó gegn Fior- entina. Aldo Serena skoraði fyrir Inter, en Argentínumað- urinn Daníel Bertoni jafnaði fyrir Flórensbúana. Enski landsliðsmaðurinn Trevor Francis skoraði sigur- mark Sampdorian gegn Pisa, og er Pisa nú nálægt falli. Daninn ungi, Michael Laudrup skoraði tvö mörk fyr- ir Lazio, og Bruno Giordano eitt í 3-2 sigri yfir Napoli. Verona og Torino, sem berj- ast við Mílanó um sæti í UEFA-keppninni, gerðu jafn- tefli 2-2. Juventus er nú efst á Ítalíu með 40 stig, Roma hefur 36, Fiorentina 34 og Verona Torino og Inter hafa 31 stig. Dýnamó Búkarest-Liverpool .. (0-1) Evrópukeppni Bikarhafa: Juventus Tórínó- Man. Utd. .. (1-1) Aberdeen-Portó ............; (0-1) UEFA-keppnin: Anderlecht-Nott. Forest ... (0-2) Tottenh.-Hadjuk Split ..... (1-2) Manchester United á einnig mjög á hættu að falla úr, ferð til Tórínó á Ítalíu með jafntefli aðeins í vasanum. En þess ber þó að geta, að United mætti á Old Trafford fyrir hálfum mán- uði með hálft lið, án Ray Wilkins, Arnold Muhren og Bryans Robson. Wilkins verð- ur með í kvöld, og að líkindum Bryan Robson einnig. Ekki er alveg ljóst með Muhren, en talið ólíklegt að hann leiki. Dundee Utd. á góða mögu- leika á að komast áfram, hefur ■ Michael Laudrup - skor- aði tvö um helgina, og virðist vera að ná sér á strik. tveggja marka forskot í Róm. í Róm verður leikinn úrslita- leikurinn í Evrópukeppni bikarhafa, á heimavelli Roma. Það var ákveðið löngu fyrir keppnina, er reyndar yfirleitt á heimavelli Evrópumeistar- anna. Toppur breskra yrði algjör, ef Liverpool og Dundee mættust þar. Arnór Guðjohnsen og félag- ar í Anderlecht eiga á brattann að sækja, þurfa að vinna upp tveggja marka forskot Notting- ham Forest, og nú verður Gary Birtles með. Allt vitlaust í Bretlandi útaf Zolu ■ Enn hefur allt orðið vit- laust í Bretlandi vegna s- afrísku hlaupastúlkunnar Zolu Budd. Zola fékk sem kunnugt er breskan ríkis- borgararétt 10 dögum eftir að hún sótti um hann. Hið vinstri sinnaða borg- arráð í Lundúnum sem lýst hefur árinu 1984 sem ári gegn kynþáttamisrétti, pressar mjög á að Zola fái ekki að keppa á frjálsíþrótta- móti í Lundúnum í kvöld. Þó er ólíklegt að ráðinu takist að banna Zolu að hlaupa. Zola hraktist frá einu slíku móti, íCrawley.afsvipuðum orsökum í síðustu viku. Ástæðan fyrir hegðun borgarráðsins er sú, að mörgum finnst að Zola eigi að bíða eftir ríkisborgara- rétti eins og aðrir, en ekki fá hann samstundis vegna (þróttahæfileika sinna. Juventus enn á sigurbraut Jafnt hjá Watford og Southampton ■ Einn leikur var í ensku 1. deildinni í knattspyrnu í gærkvöld. Watford og Southampton skildu jöfn, 1-1. í annarri deild vann Lecds Oldham 1-0, Ports- mouth og Chelsea skildu jöfn 2-2, og Screwsbury vann Swansea 2-0. Benfica skoraði 6 ■ Benfica er enn efst í 11. deildinni í knattspyrnu í Portúgal. Liðið vann Es- pinho 6-0 um helgina, með mörkum Diamantino (3), Nene, sem er markakóngur deildarinnar með 20 mörk, Alvaro og Danans Mann- iche. Porto, aðalkeppinautur Benfica, þremur stigum á eftir með 46 stig, sigraði Varzim 3-0. Monaco efst —í 1. deild í Frakklandi ■ Úrslit urðu þessi í 1. deildinni í knattspyrnu í Frakklandi um helgina: Brest-Laval ............. 1-0 Mcts-Nantes ..............2-1 St. Etienne-Toulouse .....0-1 Monaco-Rouen .............1-0 Auxerrc-Bordeaux..........4-1 Bastia-Nancy .............0-1 Rennes-Sochaux............0-1 Lille-Nimes ............. 1-0 Toulon-Lens...............3-0 Staða efstu liða er þessi: Monaco ..... 36 21 9 6 54 28 Bordeaux... 36 21 8 7 68 31 50 Auxerre.... 36 20 7 9 57 31 47 ToulouBe...36 19 6 11 56 39 44 Nantes.....35 17 8 10 45 29 42 Feyenoord á toppnum ■ Úrslit urðu þessi í hol- lensku 1. deildinni í knatt- spyrnu um helginaa. Tilburg-Helmond .........0-0 Utrecht-Sittard ...........0-0 DS’79-Feyc.noord ...........0-3 Sparta-Haariem ..............34 Excelsior-Groningen ........3-0 Roda-Ajax ................. 1-1 PSV-Ga Eagles .............7-1 AZ’67-Den Boscli ...........1-1 Staða efstu liða: Feyenoord... 31 22 7 2 86-30 51 PSV....... 31 21 6 4 80-28 48 Ajax...... 31 20 7 4 87-39 47 Haarlem... 31 13 12 6 544 6 38 Sparta____ 31 11 13 7 69-52 36

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.