NT - 28.04.1984, Blaðsíða 11

NT - 28.04.1984, Blaðsíða 11
Laugardagur 28. apríl 1984 11 Vettvangur Söluskatturinn Það eropinbert leyndarmál, að söluskattur er í stórum stíl vangreiddur. Því valda undan- þágurnar. Þær eru enn hrika- legri en undanþágurnar í sambandi við tekjuskattinn. Það yrði jafn óframkvæman- legt að framfylgja óbreyttum söluskattslögum og það er nú, þótt bætt yrði við 25 eftirlits- mönnum, eins og fjármálaráð- herra eða ráðunautar hans hafa látið sér detta í hug. Það eina, sem gildir, er að fella niður undanþágurnar. í stað þeirra mætti greiða niður til- svarandi verð þeirrar vöru, sem talið er nauðsynlegt nú að undanþiggja söluskatti. hundraðshlutinn, sem þeir greiða af tekjunum sé hinn sami. Það fylgdi þessari breytingu að útsvarið nálgaðist það að leggjast á brúttótekjur. Hins vegar var hundraðshluti, sem leggst á tekjurnar, verulega lækkaður miðað við stighækk- unina, sem gilti áður. Vafasamar endurbætur Rétt er að geta þess, að síðustu árin hafa verið gerðar ýmsar breytingar á tekju- skattslögunum. Sumar hafa vafalítið verið til bóta, en um aðrar gildir sennilega það að um leið og þær lokuðu ein- hverjum smugum, opnuðu þær jafnmargar eða fleiri. Þessar endurbætur voru því naumast meiri en bætur á ónýta og úrelta flík. Ég verð því að játa að ég hefi haft takmarkaðan áhuga á þeim. Ástæðan er sú, að mér finnst núgildandi tekju- skattskerfi orðið óhæft, þótt ■ Frumkvæði Halldórs E. Sigurðssonar leiddi til stærstu lækkunar á tekjuskatt, sem hefur verið gerð hér á landi. ■ Fyrir kosningarnar 1963 áttum við Einar Agústsson og Kristján Thorlacius þátt í því að Framsóknarflokkurinn í það hafi verið sæmilegt fyrir 40-50 árum. Þrýstihóparnir standa fastan vörð um undan- þágurnar, en margar þeirra er auðvelt að misnota af fjár- brallsmönnum og bröskurum, t.d. vaxtafrádráttinn. Þrýstihóparnir standa einnig í vegi þess, að hægt sé að auka vald skattyfirvalda nægilega til að geta haft hendur í hári skattsvikara. Ef snúa á til betri vegar, dugar raunar ekkert annað en kerfisbreyting. Sú kerfisbreyting, sem mér finnst helzt koma til greina hefur verið mörkuð með útsvars- Reykjavík birti sérstaka stefnuskrá, sem var að sumu leyti frábrugðin stefnu flokksins. lögunum frá 1972. Fella á niður undanþágurnar og leggj a brúttótekjur sem mest til grundvallar, en lækka skattinn að sama skapi, ásamt stór- auknum persónufrádrætti og barnafrádrætti. í stað stig- hækkandi skatts ætti að taka ákveðinn hundraðshluta af tekjum. líkt og gert er varð- andi útsvarið. Kostir kerfis- breytingar Mér þykir rétt að geta þess, að skömmu áður en Halldór E. Sigurðsson lét af embætti fjármálaráðherra hafði hann falið tveimur mönnum að semja drög að nýju frumvarpi til tekjuskattslaga. í þessu frumvarpi mun hafa verið gert ráð fyrir kerfisbreytingu, sem gekk að verulegu leyti í fram angreinda átt. Vafalaust má finna ein- hverja galla á þessu kerfi, eins og öllum, en kostirnir eru óumdeilanlegir miðað við það kerfi, sem nú er búið við. Skattakerfið yrði miklu ein faldara og auðveldara í vinnslu og skattayfirvöld gætu varið miklu meiri tíma til að eltast við meinta skattsvikara Skattakerfið myndi síður hvetja menn til að reyna að koma tekjum undan skatti. Mönnum yrði ekki refsað fyr- ir menntun, framtak og dugn að eins og nú er raunar gert, þegar skattstigar verða óhæfi lega háir. Það á ekki að vera tilgangur tekjuskattsins að þurrka út allan umsaminn og eðlilegan launamun. Vel má vera, að þetta nýja skattkerfi gæfi ekki eins miklar tekjur og núverandi kerfi, en þó efast ég um það. Ég hygg að meiri tekjur kæmu til skatts, þegar hægt væri að bæta eftir- litið og ekki yrði lengur hægt að misnota undanþágurnar. En eins og nú er komið, á að leggja megináherzlu á að skatt- leggja eyðsluna. Þar er enn að finna ýmsa skattamöguleika, sem rétt er að nota til þess að halda beinu sköttunum í hófi. Svipuðum tökum verður að taka aðrar búgreinar eins og tilefni gefst og nauðsyn krefur." Það er því mesta reginvit- leysa, sem andstæðingar ís- lensks landbúnaðar hafa reynt að halda á floti. að bændasam- tökin og Framsóknarflokkur- inn berjist gegn breytingum á núverandi landbúnaðarstefnu. Þau orð, sem hafa verið látin falla í vikunni, sýna það best. Þessir tveir aðilar hafa hins vegar að leiðarljósi, að óger- legt er að æða í umfangsmiklar breytingar án þess að íhuga þá miklu röskun, sem óhjákvæmi- lega myndi fylgja í kjölfarið. Varla getur það talist ósann- gjörn krafa. Frjálslyndur og umbótasinnaður Stefna NT hvað stjórnmál varðar hefur fyrir löngu verið vel skilgreind. Við styðjum þær stjórnmálastefnur, sem við teljum frjálslyndar og umbóta- sinnaðar og það í anda sam- vinnu og félagshyggju. Hér er í raun um stuðningsyfirlýsingu við stórnmálastefnur að ræða, en ekki stjórnmálaflokka. Það er þó ljóst. að krataflokkarnir tveir. svo og Framsóknarflokk- urinn standa næst þessari skil- greiningu. Þessi stuðningsyfirlýsing okkar á NT hefur auðvitað ekki fengið algjöran hljómgrunn hjá framsóknarmönnum, því miðflokksskilgreiningin á sér mjög sfóran hóp stuðnings- manna innan flokksins. NT hefur lagst gegn þessari skil- greiningu einfaldlega vegna þess, að hún er of erlend og leggur ekki nægilega mikla áherslu á séríslensk einkenni þjóðfélags okkar, þ.e. fámenn þjóð í stóru harðbýlu landi. Því höfum við valið hugtakið „frjálslyndur“ til að leggja áherslu á einstaklingsfrelsið í markaðskerfinu, sem kemur öllum til góða. En fámenn þjóð í stóru landi verður að vinna saman til að sigrast á vandamálunum og því leggjum við áherslu á „samvinnu" og „félagshyggju“ hugtökin. í ræðu Steingríms Her- mannssonar á aðalfundi mið- stjórnar Framsóknarflokksins í gær, kemur fram skoðun, sem er í senn höfnun á mið- flokkaskilgreiningunni svo og aðlaðandi fyrir stjórnmála- stefnu blaðsins. Um stjórnar- samstarfið og Framsóknar- flokkinn sagði Steingrímur Hermannsson m.a.: Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn eru um margt ólíkir flokkar enda hafa þeir verið höfuandstæðingar í íslenskum stjórnmálum í ára- tugi. Sjálfstæðismenn telja flokk sinn hægri flokk. Þeir leggja áherslu á að hinn frjálsi markaður fái að ráða sem mestu í allri þróun, bæði efna- hags- og mannlífs. Þeir vilja sem minnst afskipti ríkisvalds- ins og vilja draga úr þeirri velferð, sem áunnist hefur. Framsóknarflokkurinn er hins vegar frjálslyndur og um- bótasinnaður félagshyggju- flokkur. Sumir vilja skilgreina hann sem miðflokk. Ég vara við því. í miðflokksheitinu felst að stefnan er meira eða minna ákveðin að þeim flokk- um sem teljast til hægri og vinstri. Svo er alls ekki um Framsóknarflokkinn. Við framsóknarmenn höfum okkar eigin stefnu óháð öðrum flokkum. Ég lít á Framsókn- arflokkinn miklu fremur sem eitt hornið í þríhyrningnum. Á sumum sviðum erum við frjálslyndari og opnari fyrir breytingum en þeir sem telja sig til vinstri, sem eins og ég hef vel kynnst á undanförnum árum eru á ýmsum sviðum afturhaldssamir og staðnaðir. Ég nefni sem dæmi verkalýðs- málin, og vísitölubindingu launa. Á öðrum sviðum leggj- umst við gegn breytingum ákveðnar en þeir sem telja sig til hægri. Byggðamálin eru gott dæmi um það. Við vörum við umtalsverðri byggða röskum. Við framsóknarmenn eig- um okkar eigin stefnu. Við viljum frelsi einstaklinganna til athafna og framtaks en tryggja jafnframt með félags- hyggjunni hagsmuni fjöldans. Við leggum áherslu á jafnræði og öryggi öllum til handa. Því viljum við tryggja það velferð- arríki sem við höfum skapað. Við viljum þó forðast ýmis konar sóun og óþarfa sem gagnrýnislausir menn hafa inn- leitt. Og við viðurkennum, að þegar þjóðartekjurnar dragast mikið saman kann að vera nauðsynlegt að draga eitthvað um tíma úr þeirri þjónustu, sem þegnunum er veitt. Við teljum hins vegar óhjákvæmi- legt að ríki hafi forystu í félags- og velferðarmálum og til slíkra mála sé aflað tekna. Við teljum hins vegar, að það eigi að vera algjör undan- tekning að ríkið sé með fing- urna í málum sem einstakling- ar og fyrirtæki geta betur sinnt. í mörgum tilfellum hefur þó þátttaka ríkisvaldsins verið nauðsynleg til þess að forða frá stöðvun og atvinnuleysi. Það teljum við rétt og eðlilegt. Hins vegar höfum við ekkert á móti því að ríkisvaldið drægi sig út úr slíkum rekstri, þegar málum hefur verið bjargað og einstaklingar eða fyrirtæki geta tekið við að nýju. Það á að mínu mati að vera einkenni frjálslynds flokks að vera sveigjanlegur í beitingu ríkisvaldsins. Því á að beita til að tryggja þau meginmarkmið, sem við setjum okkur þegar og þar sem þörfin er hverju sinni en án þess að kyrkja hið frjálsa athafnalíf. Málsvari frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Nútíminn h.f. Ritstjórar: Magnús Ólafsson (ábm) og Þórarinn Þórarinsson Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingai: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 86300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86306. Verð í lausasölu 25 kr. Áskrift 250 kr. Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blaðaprent hf. ísland næsta aldarfjórðunginn ■ Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra hefur haft frumkvæði að því, að unnið verði að könnun á framþróun og stöðu íslands næsta aldarfjórðunginn. Könnun þessi hefur hlotið nafnið: Framtíðarkönnun - ísland næsta aldarfjórðunginn. Verk þetta verður þannig unnið, að settur hefur verið á fót 39 manna ráðgjafahópur, en úr honum hefur verið valinn sjö mannaframkvæmdanefnd. Formaðurhennar er Jón Sigurðsson, forstöðumaður Þjóðhagsstofnunar. í skipunarbréfi nefndarmanna kemur fram að lögð verði sérstök áherzla á eftirgreind atriði við könnunina: 1. Að greina líklega þróun næsta aldarfjóðungs í nýtingu auðlinda til lands og sjávar, á mannafla, menntun og þekkingu landsmanna, alþjóðlegum við- skiptum og verkaskiptingu, verðlagningu á helstu aðföngum og afurðum, og á áhrifum á atvinnulíf og afkomu landsmanna og samskipta við umheiminn. 2. Að benda eftir föngum á þær þjóðfélagsbreytingar og breytingar á gildismati og viðhorfum, sem líklegar eru samhliða ofangreindri þróun. 3. Að gera tillögur um meginmarkmið á hinum ýmsu þjóðfélagssviðum í ljósi framtíðarspár. 4. Að greina helstu leiðir, sem til greina koma, til að ná settum markmiðum og draga fram þau atriði, sem bæta þarf til þess að tryggja sem best stöðu þjóðarinnar á komandi árum. Stefnt verður að því að skýrsla nefndarinnar verði tilbúin fyrir árslok 1985. Með umræddri könnun er stefnt að því, að auðveld- ara verði fyrir stjórnarvöld, atvinnuvegi og einstaklinga að marka stefnu til lengri tíma og þurfa síður að taka ákvarðanir frá degi til dags. „Það er sannfæring okkar“, sagði Steingrímur Hermannsson, þegar hann skýrði á blaðamannafundi frá þessari fyrirhuguðu könnun,“ að nauðsynlegt sé að vita hvert við stefnum - ekki aðeins að hugsa um markmið líðandi stundar, heldur miklu lengra". Jón Sigurðsson, sem verður formaður framtíðar- könnunarnefndarinnar, lét svo ummælt, að það vinnu- lag að glíma við aðsteðjandi vanda frá degi til dags, hafi mörg undanfarin ár sett svip sinn á þjóðlífið. „Fað er áreiðanlega tilraunarinnar virði, sagði Jón Sigurðsson“, að reyna að breyta því og líta lengra fram“. Kókómjólkin Fað sætir nokkurri furðu, að svo virðist sem það hafi mælzt vel fyrir hjá ýmsum leiðtogum stjórnarandstæð- inga, að Albert Guðmundsson hefur afnumið ýmis gjöld á gosdrykkjum, en lagt í staðinn skatta á kókómjólk. Þessir sömu menn hafa látið svo, að þeir létu hag barna og unglinga, sem einkum neyta kókómjólkur, sig nokkru varða. Sennilega er skýringin sú, að þeir álíta gosdrykkina hollari en kókómjólkina og eru að því leyti á sama þekkingarstigi og Albert. Inn í deiluna um þessa skattastefnu Alberts, hefur það blandazt, að kókómjólkin hafi verið of hátt verðlögð. Athugun fer nú fram á því máli. Fyrirfram hefði mátt halda, að sú yrði afstaða stjórnarandstæð- inga, að yrði verðið til framleiðenda kókómjólkur lækkað, kæmi það neytendum til góða. Fróðlegt verður að sjá, hvort þeir meta hér meira hag ríkisins eða neytenda.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.