NT - 28.04.1984, Blaðsíða 30

NT - 28.04.1984, Blaðsíða 30
Laugardagur 28. apríl 1984 30 myndinni sést hvar Hörður Haröarson Víkingur rekst á þá Sigurjón Guömundsson og Eyjólf Bragason, bestu menn Stjörnunnar í gær. Ruöningur var dæmdur á Hörð, og þá leit hreint ekki vel út fyrir Víkingum. En síðar komust þeir yfir, og unnu leikinn. Á innfelldu myndinni sést Höröur faöma Sigurð Gunnarsson var mik- illi glcði. NT-mynd Árni Sæbcrg. Sovétmenn til Los Angeles ■ Sovétmenn hafa tryggt sér sæti í knatt- spyrnukeppni Olym- píuleikanna í Los Angeles. Sovétmenn töpuöu að vísu fyrir Ungverjum í síðasta leik riðils sína í undan- keppninni í Moskvu í fyrrakvöld 0-1, en komast áfram á betra markahlutfalli en Ung- verjar. ■ Frábær kafli Víkinga í lokin á úrslitalcik þcirra í bikarkeppni HSÍ gegn Stjörnunni í gær, færöi þeim sigur, sem úneitan- lega lcngst af í leiknum virtist alliangt í burtu. Stjarnan komst í 19-15 þegar síöari hállleikur var hálfnaður, og þá virtist sem úrslitin væru ráðin. En barátta Víkinga átti sér engin takmörk, Kristján Sig- mundsson varöi og Sigurður Gunnarsson skoraði mikilvæg inörk, þar til Víkingur var einu marki yfir, 22-21. Þá var Sigurði vísað útaf, og 2 mínútur til leiksloka, en Víkingar hcldu áfram á sömu braut gegn ör- væntingarfullum Stjörnum og náðu enn einum sigri í safnið. Stjarnan byrjaði mjög vel, lék hreint frábærlega. Eyjólfur Bragason var allt í öllu, skoraði 3 mörk og gaf 6 sendingar sem gáfu niörk eða víti á fyrstu 15 mínútunum. Staðan þá 9-2 Stjörnunni í hag. En þá var Eyjólfi vísað útaf, og Víkingur fór að sækja á. Síðari hluti hálfleiksins var þveröfugur við fyrri hlutann, og í hálfleik var staðan 10-11 Stjörnunni í hag, Frábær mörk Sigurðar Gunnar- sonar og Steinars Birgissonar í lokin lokaði hinu stóra bili. Víkingar byrjuðu af krafti í síðari hálfleik, jöfnuðu og kom- ust yfir 12-11. En þá vaknaði Stjarnan, og eftir mörg frábær mörk hins unga' Sigurjóns Guðmundssonar varð staðan 19-15. Sigurjón var mataður á góðum sendingum af Eyjólfi og Guðmundi Þórðarsyni, og vann mjög vel úr. Lokakaflinn gekk eins og áöur er lýst, Stjarnan hélt ekki út. En Víkingar jöfnuðu ekki átakalaust. Eftir að Stjarnan hafði komist í 19-15, var Guð- mundi Þórðarsyni vísað útaf, og Víkingar sóttu grimmar og höfðu þrjú víti upp úr krafsi. Þá gerðist það að inn kom varamarkvörður Stjörnunnar, Höskuldur Ragnarsson, bróðir Haraldar markvarðar FH. Höskuldur varði þrjú víti í röð, hjá Steinari, Sigurði og Viggó Sig- urðssym, og eitt skot á milli. En þrátt fyrir þetta tókst ekki Stjörnum að halda út, Víkingar sigu á, og Sigurður skoraði grimmt. Eftir að hann fór útaf skoruðu Guðmundur Guðrm undsson, Viggó úr víti og loks Hilmar Sigurgíslason sigurinn. Leikur þessi var mjög skemmti- legur á að horfa, sveiflurnar ótrúlegar, og spennan oft mikil, sérstaklega í lokin. Stjarnan spilaði mjög vel á köflum, betur en oftast áður, en datt illa niður á milli. Þar voru frábærir þeir EyjóÞur og Sigurjón, og barátta og dugnaður Magnúsar Teits- sonar voru skemmtileg á að horfa. Víkingar leika oft illa, en sýndu ótrúlegan dugnað, að vinna upp erfiðar stöður í tvígang, og dugnaður þeirra varð þeim til sigurs. Sigurður Gunnarsson var yfirburða mað- ur í liðinu ísókn, en þeirSteinar Birgisson, Hilmar Sigurgísla- son, Ólafur Jónsson og Kristján markvörður voru mjög góðir í vörn og sókn. Leikurinn var leikur hinna sterku varna. Mis- jöfn dómgæsla þeirra Gunnars Kjartanssonar og Rögnvaldar Erlingssonar var til að draga leikinn niður á köflum. Erfitt var þó hlutskipti þeirra. Fárán- legast er að Stefán Arnaldsson hafi ekki verið látinn dæma með Rögnvaldi, sem var sýnu betri helmingur dómarartríósins. Mörkin: Víkingur: Sigurður 8, Steinar 6, Hilmar 4, Guð- mundur 2, Viggó 2/2 og Hörður Harðarson 2. Stjarnan: Sigur- jón 6, Eyjólfur 5/1, Hannes 3, Magnús 3, Guðmundur Þórðar- son 1, Bjarni Bessason 1, Gunn- ar Einarsson 1 og Birkir Sveins- son markvörður 1. Kristján Sig- mundsson varði 12 skot í leiknum, þar af 3 víti. Ellert Vigfússon Víking 3 skot. Birkir Sveinsson Stjörnunni varði 12 ‘ skot, og Höskuldur 4, þar af 3 víti. Golfmótin að byrja: Kaysmót hjá Keili ■ Golfklúbburinn Keilir heldur golfmút, Kays-boðsmót, á Hval- eyrarvelli 1. maí nk. Keppt verður eftir tví- mennings-Stable-fyrir- komulagi. Þátttöku í keppninni þarf að til- kynna í síma 53360 sunnudaginn 29. apríl milli kl. 13 og 20. Leinreynsian gaf - Víkingar bikarmeistarar, unnu góðar Stjörnur í köflóttum úrslitaleik sigur Skoraði 23 stig í röð ■ Bandaríski körfuknatt- leiksmaðurinn Bernard King, sem er leikmaður með New York Knicks, sló í fyrrakvöld stigamet Wilt Chamberlain í stigum skor- uðum í röð. Berard King skoraði hvorki meira né minna en 23 stig í röð í fyrstu lotunni í leik New York Knicks og Detroit Pistons, í úrslita- keppni bandaríska körfu- boltans. Met Chamberlains var 15 stig í röð. King skor- aði 40 stig í leiknum en það er ekkert einsdæmi því kapp- inn skorar nú grimmt í hverj- um leik. Til dæmis skoraði hann 46 stig þegar Nicks sigruðu Detriot Pistons um síðustu helgi 120-113. Sá leikur var háður á heimavelli Nicks, Madison Square Garden, í New York. Þessi 46 stig Kings eru einnig met, því frá þvf að Madison Squ- are Garden var tekið í notk- un 1968, hefuratvinnumanni aldrei fyrr tekist að skora svo mörg stig þar í einum leik. Meistararnir slegnir út! ■ NBA meistararnir frá því í fyrra Phildelphia 76ers, voru í fyrrakvöld slegnir út úr úrslitakeppni bandaríska atvinnumannakörfuboltans. Meistararnir biðu lægrí hlut fyrir New Jersey Net, sem unnu í þremur leikjum en Sixers aðeins í einum leik. Nánar verður skýrt frá gangi mála í úrslitum bandaríska körfuboltans í NT á mánu- dag. ■ Sturla Örlygsson átti mjög gúðan leik í vörninni í leiknum gegn Portúgölum í gærkvöld og hélt besta manni Portúgala Carlos Lisboa í 9 stigum í fyrri hálfleik. Á þessari mynd er Sturla í varnarstellingum í leik með UMFN. NT-mynd Róbert. ...... . . , i . i i • tsland tapaði 59-65 fyrir Portúgai á EM: Skoruðu bara 3 stig í framlengingunni ■ íslenska landsliðið i körfu- knattleik tapaði öðrum leik sín- um í Evrópukeppninni í Osló í gærkvöld. Eftir framlengdan leik töpuðu íslendingar fyrir Portúgölum með 6 stiga mun 65-59. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 56-56 en í hálfleik höfðu Portúgalarnir tveggja stiga forskot, 30-28. „Þetta var leikur sem gat farið á hvorn vcginn sem var". sagði Sigurður Hjörleifsson, aðstoð- arþjálfari íslenska liðsins, í sam- tali við NT í gærkvöld. „Dómgæslan í leiknum var léleg og danski dómarinn dæmdi mjög gegn okkur. Til dæmis komst Jón Kr. Gíslason einn franr í hraðaupphlaup þegar skammt var til leiksloka og skoraði, en dómarinn dæmdi ruðning á Jón og körfuna ó- gilda. Við þessa villu komust Portúgalir einnig í bónus. Að okkar áliti var villa á Portúgal- ann og karfan góð, þannig að við hefðum fengið eitt víti að auki, þannig að þessi villa skipti miklu máli í leiknum", bætti Sigurður við. Flosi Sigurðsson lék mjög vel í íslenska liðinu og skoraði 14 stig og var með 75% skotnýt- ingu, þá tók hann einnig 10 fráköst. Torfi Magnússon fékk 4 villur í fyrri hálfleik, en þrátt fyrir það átti hann stórleik í vörninni í síðari hálfleiknum. Torfi skoraði 11 stig í leiknum. Kristján Ágústsson átti einnig góðan leik og skoraði 8 stig. Garðar Jóhannsson lék mjög vel í fyrri hálfleik og skoraði 7 stig. Sturla Örlygsson gætti hins stórgóða Lisboa hjá Portúgöl- unum og hélt honum í 9 stigum í fyrri hálfleik. Sturla skoraði 3 stig í leiknum. Jón Sigurðsson skoraði 7 stig, Valur Ingimund- arson 5, og Jón Kr.. Gíslason 4. Hittni íslenska liðsins var ekki nógu góð í leiknum og einnig gekk illa að stöðva langskot Portúgalanna sem hittu ágæt- lega. Carlos Lisboa var stiga- hæstur hjá Portúgal með 24 stig hann átti einnig fjölda frákasta þótt hann sé aðeins um 1.90 á hæð. Hann hefur nú skorað 78 stig í þremur leikjum. Þá sigr- uðu Danir Skota 87-74 fyrr um kvöldið.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.