NT - 28.04.1984, Blaðsíða 31

NT - 28.04.1984, Blaðsíða 31
íþróttir helgarinnar: Hlaup: ■ Hvammstangahlaupið er í dag. Það er víðavangshlaup, og hefst við félagsheimilið klukkan 14. Keppt er í karlaflokki (8 km), kvenna, drengja, sveina (3 km), pilta, stráka, stelpna og telpna (1,5 km). Glíma: ■ íslandsglímanerídagáLaugum í S-Pingeyjasýslu. Keppendur eru 10 úr 4 félögum. Lyftingar: ■ íslandsmeistaramótið í kraft- lyftingum er í dag í Laugardalshöll. Mótið hefst klukkan 10 árdegis með keppni í 67,5 og 75 kg þyngdarflokk- um. Klukkan 13 hefst íceppni í 82,5 kg og 90 kg flokkum, og klukkan 16 hefst keppni í þyngstu flokkunum, 100 kg, 110 kg, 125 kg og +125 kg flokkum. 27keppendureru skráðir. Skíðamót: ■ Bláfjallagangan er í dag. Geng- ið er frá Bláfjöllum í Hveradali. Gangan hefst klukkan 14. Andrésar Andarleikarnir hefjast á morgun á Akureyri. Mótið stend- ur til 1. maí. Mótið er fyrir yngstu keppendurna. Tennis: I Stórmót í tennis er á vegunt tennisdeildar ÍK. Mótið hófst í gærkvöld, og heldur áfram í dag og á morgun í Digranesi í Kópavogi. Knattspyrna: ■ í dag er einn leikur í meistara- flokki karla í Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu. Fylkir og Ármann keppa á Mellavelli klukkan 14. Á morgun kl 14 keppa á sama stað á sama tíma Fram og Valur. Zola Budd: Er af bresku bergi brotin ■ Zola Budd, hlaupadrottningin frá Suður Afríku, sem miklar deilur hafa risið útaf í Bretlandi, er af bresku bergi brotin. Zola, sem fékk breskan ríkisborgara- rétt aðeins 10 dögum eftir að hún kom til Bretlands fyrir skömmu, hefur mátt þola ýmislegt mótlæti síðan hún kom til Bretlands. Pólitískar deilur hafa tals- verðar orðið vegna þess hve fljótt Zola fékk ríkisborgararéttinn, og margir breskir íþróttamenn eru ekkert hressir með það að samkeppnin um olympíu- sætin aukist með innflutningi íþrótta- manna. Pví hefur ekki verið flíkað mjög, að Zola er amk. hálfur Breti. Samkvæmt upplýsingum Reutersfréttastofunnar var afi Zolu fæddur í Bretlandi, og faðir hennar er breskur ríkisborgari. Þessar upplýsingar ættu að vera Zolu 'mjög til málsbóta, jafnvel þó það sé opinbert leyndarmál að hún fékk ríkis- borgararétt svo fljótt sem auðið var, vegna íþróttahæfileika sinna. ■ Jón Páll sýnir vaxtarrækt á Islandsmótinu í kraftlyftingum. Líklega verður Hrafnhildur Valbjörnsdóttir ekki með Jóni, en myndin er frá því er þau urðu íslandsmeistarar á Islandsmótinu í vaxtarrækt ekki alls fyrir löngu. NT-mynd Árni Sæberg. JónPállsýnir á íslandsmótinu ■ Jón Páll Sigmarsson, íslandsmeist- ari í vaxtarrækt, mun heilsa upp á félaga sína i kraftlyftingunum, á ís- landsmeistaramótinu í kraftlyftingum í Laugardalshöll í dag. Jón Páll mun sýna vaxtarrækt áður en keppni hefst í þyngstu flokkunum. Jón Páll mun ekki keppa á mótinu, hann hefur ekki enn skipt yfir úr vaxtaræktinni í kraftlyft- ingar, og vill ekki keppa þar eð hann yrði langt frá sínu besta. 27 keppendur mæta á íslandsmeist- aramótið, 13 frá KR, 10 frá ÍBA, 2 frá UIA og 2 frá ÍBV. Heynckes Star Litur: blátt rúskinn frá nr. 4 1/2—12 Verð kr. 952,- Laugardagur 28. apríl 1984 31 Vlado Stenzel Universal Litur: hvítt/svart frá nr. 31/2 Verðkr '.v » .5. Smásýnishorn af okkar mikla úrvali. Bómullar joggiuggallar, verð frá kr. 980,- Easy Rider, stærðir 5-11 1/2, kr. 1.347,- Fitness, stærðir 5-11 1/2, kr. 1.170,- Sportvöruvcrslun Ingólfs Oskarssonar Klapparstíg 44, Laugavegi 69, sími 10330. sími 11783. „SKRAMBI GÓÐ " og ekki dýr... Athugið við eigum dráttarvélar til afhendingar nú þegar. Veltið þessu fyrir ykkur og veljið hina vönduðu DEUTZ dráttarvél, verðið er virkilega hagstætt. Gerið heyvinnuvélapantanir sem fyrst. Hafið samband við sölumenn okkar, en athugið, nú erum við að Borgartúni 26 Sendum ef óskað er íslenskan upplýsingabækling og verðlista. C jjgfHAMAR HE Véladeild Borgartúni 26, Reykjavík. Sími 91-22123. Pósthólf 1444. Skoðið TROMPIÐ OKKAR! DEUTZ-INTRAC

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.