NT - 04.05.1984, Blaðsíða 1

NT - 04.05.1984, Blaðsíða 1
Hundahald leyftí Reykjavík -með ströngum skilyrðum ■ Eftir 60 ára bann við hunda- haldi í Reykjavík ákvað meiri- hluti borgarstjórnar að heimila hundahald með ströngum skil- yrðum á sögulegum fundi borg- arstjórnar í gærkvöld. Meðal skilyrða eru að skylt verður að skrá alla hunda og greiða af þeim árlegt gjald í borgarsjóð. Hundarnir skulu skoðaðir og hreinsaðir árlega. Ennfremur var ákveðið að innan fjögurra ára skuli fara fram almenn at- kvæðagreiðsla í borginni um piálið. Verður það í fyrsta skipti í sögu Reykjavíkurborgar sem slík''atkvæðagreiðsla fer fram. '■ Sjá nánar bls. 3 ■ Menn bíða spenntir eftir viðbrögðum Þorkels Valdimarssonar. Semur hann við 9 Jíf eða lætur rífa húsið strax í dag? NT mynd Ami Sæberg Jóhann sigraði enn einu sinni! -enskortiþóhálf- an vinning í stór* meistaratitilinn ■ Jóhann Hjartarson sigraði Zuckerman í síð- ustu umferð alþjóðaskák- mótsins í New York í gærkvöldi meðan Helgi Olafsson tapaði fyrir bandaríska stórmeistaran- um Benko. Jóhann fékk þannig sex vinninga í 9 umferðum og kringum 1000 dollara í verðlaun, en Helgi fékk 4,5 vinn- inga. Jóhann skorti aðeins hálfan vinning til að ná stórmeistaratitli, en hann hefur þegar náð tveimur fyrstu áföngunum að þess- um mikilvæga titli. Það var pókerspilarinn Ozhindzihashvili, sem sigraði mótið með 7 vinn- inga eftir æsispennandi skák við Ljubovich og hlaut hann þannig 18 þús- und dollara í verðlaun. Skák þeirra einkenndist af miklu fjöri, fórnum, látunt og tímahraki. Með 6,5 vinninga komu nokkrir frægir skákmenn svo sem Portisch, Adorj- an, Sosonko og Kokan. Niðurrif Fjalakattarins heimilað: „Hlustað á hinn þögla meirihluta“ - sagði Þorkell Valdimarsson eftir að heimildin lá fyrir ■ Þorkell Valdimarsson hefur verið hlustað á hinn Níu líf,berjast fyrir varðveislu borg gerðu þeim engu að síður varpaði öndinni feginsamlega þögla meirihluta“ sagði Þork- Fjalakattarins. Jóhann Páll kleift að afstýra niöurrifi „Katt- í gærkvöld þegar Ijóst var að ell við NT í gærkvöldi. „Ég sef Valdimarsson talsmaður sam- arins“. „Ég hlýt að harma ef til meirihluti borgarstjórnar hafði rólegur á málinu í nótt.“ Gn takanna sagði í gærkvöldi að niðurrifs kemur,“ sagði Jóh- heimilað honum að rífa Fjala- það voru ekki allir jafn hressir það væri von þeirra sem í ann Páll. köttinn við Aðalstræti 8. „Það með þessi málalok. Samtökin samtökunum eru að ríki og Sjá nánar bls. 3 Enginn í brúnni þegar Kári sökk ■ í gærkvöldi fóru fram á Seifossi sjópróf vegna árekst- urs sem varð í mynni Stokks- eyrarhafnar í gærmorgun og leiddi til þess að fiskiskipið Kári VE95 sökkáskammristundu. Mannbjörg varð. Arekstur- inn varð um klukkan 6:30 í gærmorgun rétt utan við hafnarmynnið. Kári VE 95 sem verið hafði að veiðum skammt frá Vestmannaeyj- um var á leið til Porlákshafn- ar með fullfermi af fiski 60 til 70 tonn. Er skipið sigldi framhjá hafnarmynni Stokks- eyrarhafnar skipti engum togum að vélbáturinn Há- steinn ÁR-8 sem var á leið útúr höfninni sigldi inn í stjórnborðskinnung Kára með þcim afleiðingum að Kári sökk á skammri stundu. Skipverjar komust um borð í gúmbáta og var þeim bjargað um borð í Hástein. í sjópróf- unum kom fram að enginnvar í brúnni á Kára VE er árekst- urinn varð. Skipstjórinn sem var einn ofan þilja var að vinna á dekki og var sjálfstýr- ingin á. Einnig kom fram að menn gerðu sér ekki grein fyrir því að hverju stefndi fyrr en áreksturinn var óum- flýjanlegur. Blíðskaparveður var þegar áreksturinn varð. Kári VE var um 100 lesta skip, smíðað úr timbri 1976. Eigandi var Karlsefni í Reykjavík en skipið var í leigu Hraðfrystistöðvarinnar á Eyrarbakka.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.